Hraungos hafið undir Dyngjujökli Randver Kári Randversson skrifar 23. ágúst 2014 14:17 Dyngjujökull. Mynd/Ómar Ragnarsson Vísindamenn Veðurstofu Íslands telja að lítið eldgos sé hafið undir sporði Dyngjujökuls. Þar sem atburður er hafinn hefur Ríkislögreglustjóri ákveðið að færa hættustig upp á neyðarstig og Veðurstofa Íslands hefur fært litakóða vegna flugs upp á rautt, sem þýðir að blindflug, þ.e. flug farþegaþota og stærri flugvéla, er nú bannað yfir svæðinu. Talið er að um lítinn atburð sé að ræða enn sem komið er og vegna þrýstings frá jöklinum er óljóst hvort gosið muni eingöngu verða undir jökli eða koma upp úr honum.English version here. Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF er komin að jöklinum með sérfræðinga frá Veðurstofunni og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands ásamt fulltrúum Almannavarna innanborðs. Ekki er að sjá gosmökk yfir jöklinum. Engar vísbendingar eru um bráðnun frá jöklinum eða hlaup vegna goss. Á þessu stigi miðast viðbúnaður við lítinn atburð. Búið er að loka Jökulsárgljúfrum og hafin rýming ferðamanna þaðan sem og af Dettifosssvæðinu. Að svo stöddu er ekki talin ástæða til að rýma íbúa- og frístundabyggð í Kelduhverfi, Öxarfirði og Núpasveit. Fólk á þessu svæði er hvatt til að fylgjast grannt með fréttum og vera í stöðugu farsímasambandi. Talið er að lítið hraungos sé hafið undir Dyngjujökli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. Talið er að um 150-400 metra þykkur ís sé yfir svæðinu. Litakóði fyrir flug hefur verið færður upp færður úr appelsínugulu í rautt. Skjálfti að stærð 4,5 stig mældist klukkan 14:04. Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF fór í loftið um hádegið með sérfræðinga frá Veðurstofunni og Jarðvísindastofnun Háskólans ásamt fulltrúum Almannavarna. Gögn frá tækjabúnaði vélarinnar munu berast síðar í dag. Gögn frá ratsjám og vefmyndavélum eru að berast og sýna ekki merki um breytingar á yfirborði jökulsins.Íslagið á því svæði þar sem talið er að gos sé hafið er um 100-400 metra þykkt. Það mun því líklega taka nokkra stund að bræða ísinn ofan af sér.Melissa Anne Pfeffe, sérfræðingur á sviði ösku- og efnadreifingar hjá Veðurstofunni, segir í samtali við blaðamann Vísis að enn sé um lítið magn kviku að ræða sem nái ekki að bræða af sér ísinn. Því er ekki talið líklegt að flóð verði mikið af þessum völdum. Uppfært klukkan 17:17 Veðurstofa Íslands hefur sent frá sér skýrslu byggða á jarðskjálftamælingum, GPS-mælingum og vatnssýnum um stöðu mála vegna jarðhræringanna í nágrenni Bárðarbungu og Dyngjujökli. Enginn gosmökkur hefur enn sést en sterkar vísbendingar eru um gos undir jökli.Gosmökkur Hæð: Sterkar vísbendingar um gos undir jökli. Enginn gosmökkur. Stefna: Sterkar vísbendingar um gos undir jökli. Enginn gosmökkur. Litur: Sterkar vísbendingar um gos undir jökli. Enginn gosmökkur. Gjóskufall: Sterkar vísbendingar um gos undir jökli. Enginn gosmökkur. Eldingar: Sterkar vísbendingar um gos undir jökli. Enginn gosmökkur. Drunur: Sterkar vísbendingar um gos undir jökli. Enginn gosmökkur.Bræðsluvatn Vatnshæðar- og leiðnimælingar við Upptyppinga sýna ekki gildi utan þess sem við er að búast miðað við mælingar síðastliðinn áratug. Það myndi taka 0-20 klst fyrir mögulegt bræðsluvatn frá Dyngjujökli að berast að mælistöð við Upptyppinga.Aðstæður á gosstað Sterkar vísbendingar um gos undir jökli.Órói Klukkan 11:18 fór að bera á skjálftaóróa á bilinu 1-1,5 Hz. Þetta bendir til mögulegs samspils á milli íss og kviku. Óróanum svipar til þess sem mældist á meðan gos var í Fimmvörðuhálsi þar sem flæðandi hraun komst í snertingu við ís. Engin merki um sprengingar sjást í óróagögnum sem benda til þess að mjög lítið kvikumagn sé að koma upp á yfirborð.Jarðskjálftar Jarðskjálftatíðni er það há að atburðir skarast á og erfitt er að greina þá í sundur. Talið er að flestir jarðskjálftarnir séu á 5-10 km dýpi sem er talið vera botn berggangsins. Gangurinn hefur lengst um 5 km til norðurs síðastliðinn sólarhring.GPS-aflögun Nýjustu gögn frá GPS landmælum benda til þess að kvika sé enn að flæða inn í bergganginn. Frá því skjálftavirknin byrjaði þann 16. ágúst hefur 20 cm heildarfærsla mælst yfir bergganginn. Samkvæmt módelreikningum er heildarrúmmál kviku í bergganginum u.þ.b. 250 milljón rúmmetrar. GPS stöðvarnar á Dyngjuhálsi og Kverkfjöllum sýna áframhaldandi aflögun.Heildarmat Litakóði fyrir flug hefur verið færður úr appelsínugulu yfir í rautt þar sem gos undir jökli er talið vera hafið. Ísþykkt þar sem kvikan gæti verið í snertingu við ís er mjög óviss og gæti verið á bilinu 100-400 m. Það myndi taka kviku um 0-20 klst að brjótast í gegnum ísinn. Það er einnig mögulegt að kvika nái ekki að bræða sig upp úr jöklinum. Tengdar fréttir Ómar fylgist með jöklinum „Ég er búinn að vera hérna að horfa á jökulinn síðan í hádeginu,“ segir Ómar Ragnarsson. 23. ágúst 2014 15:42 Stórt svæði lokað Stórt svæði yfir suðaustanverðu landinu er lokað fyrir flugumferð, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu og Samhæfingamiðstöðinni. Ákvörðun um þessa lokun er endurmetin á tveggja klukkutíma fresti. 23. ágúst 2014 16:51 Vegir verða rofnir komi til flóðs Vegir við brýrnar yfir Jökulsá á Fjöllum verða rofnir komi til flóðs. Tæki eru til staðar í Öxarfirði og tæki eru á leiðinni að brúnni við Grímsstaði. 23. ágúst 2014 16:16 Alþjóðaflugið enn opið Ekki hefur verið lokað fyrir flug til og frá landinu. Talið er að lítið gos sé hafið undir Dyngjujökli að því er kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. 23. ágúst 2014 15:04 Skjálftavirkni aukist gríðarlega Á þrívíddarkorti sem Bæring Gunnar Steinþórsson gerði má sjá fjölda skjálfta og hversu djúpt þeir liggja. Stærsti skjálftinn er 4,5 og var á 12 kílómetra dýpi. Á kortinu má sjá einnig sjá yfirlitstöflu yfir skjálftana. 23. ágúst 2014 16:43 Aukafréttatími Stöðvar 2 klukkan fimm Nýjustu fregnir af eldgosinu. Hægt er að horfa á fréttatímann hér í fréttinni. 23. ágúst 2014 15:54 Engin ummerki um gos úr lofti Vísindamenn um borð í flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-Sif, sem flaug yfir Dyngjujökul í dag, sáu engin ummerki um að eldgos sé hafið undir jöklinum 23. ágúst 2014 16:00 Landsnet í viðbragðsstöðu vegna Dyngjujökuls Kröflulína 2 og Kópaskerslína 1 kunna að vera í hættu. 23. ágúst 2014 16:52 Jökulsárgljúfur rýmt: Einn fjölmennasti dagur ársins á svæðinu Mikið er af göngu- og hjólafólki vestan megin við Jökulsá og hefur því verið gert að yfirgefa svæðið, vegna ólgunnar undir Dyngjujökli og flóðahættu vegna þess. 23. ágúst 2014 16:16 Undirbúa opnun fjöldahjálparstöðva Undirbúningar er hafinn að því að opna fjöldahjálparstöðvar á Húsavík, Kópaskeri og í grunnskólanum í Reykjahlíð á Mývatni komi til þess að byggðirnar í Kelduhverfi, Núpasveit og Öxarfirði verði rýmdar. 23. ágúst 2014 15:45 Hugsar til félaga sinna í Kelduhverfinu "Þetta er high-risk svæði þannig að það er algjör slóðaháttur að yfirvöld hafi ekki tekið sig saman í andlitinu og komið þessu í lag,“ segir Erlendur Garðarsson. 23. ágúst 2014 16:20 Fólk í grennd við gosstöðvarnar hvatt til að fylgjast vel með fréttum Búið er að loka Jökulsárgljúfrum og hafin rýming ferðamanna þaðan sem og af Dettifosssvæðinu í ljósi þess að gos er hafið undir sporði Dyngjujökuls. Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að að svo stöddu sé ekki talin ástæða til að rýma íbúa- og frístundabyggð í Kelduhverfi, Öxarfirði og Núpasveit. 23. ágúst 2014 14:58 Sigmundur Davíð kallaður út í Skógarhlíð Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Bjarni Benediktsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Haraldur Jóhannesson funda nú í Samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð ásamt fleirum vegna gossins í Dyngjujökli. 23. ágúst 2014 15:45 Svipað magn kviku undir jöklinum og kom úr Eyjafjallajökli „Mat jarðvísindamanna er að nú þegar hafi kvika safnast saman sem er með svipuð að rúmmáli og sú sem kom upp úr Eyjafjallajökli á 39 dögum.“ 23. ágúst 2014 16:27 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Vísindamenn Veðurstofu Íslands telja að lítið eldgos sé hafið undir sporði Dyngjujökuls. Þar sem atburður er hafinn hefur Ríkislögreglustjóri ákveðið að færa hættustig upp á neyðarstig og Veðurstofa Íslands hefur fært litakóða vegna flugs upp á rautt, sem þýðir að blindflug, þ.e. flug farþegaþota og stærri flugvéla, er nú bannað yfir svæðinu. Talið er að um lítinn atburð sé að ræða enn sem komið er og vegna þrýstings frá jöklinum er óljóst hvort gosið muni eingöngu verða undir jökli eða koma upp úr honum.English version here. Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF er komin að jöklinum með sérfræðinga frá Veðurstofunni og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands ásamt fulltrúum Almannavarna innanborðs. Ekki er að sjá gosmökk yfir jöklinum. Engar vísbendingar eru um bráðnun frá jöklinum eða hlaup vegna goss. Á þessu stigi miðast viðbúnaður við lítinn atburð. Búið er að loka Jökulsárgljúfrum og hafin rýming ferðamanna þaðan sem og af Dettifosssvæðinu. Að svo stöddu er ekki talin ástæða til að rýma íbúa- og frístundabyggð í Kelduhverfi, Öxarfirði og Núpasveit. Fólk á þessu svæði er hvatt til að fylgjast grannt með fréttum og vera í stöðugu farsímasambandi. Talið er að lítið hraungos sé hafið undir Dyngjujökli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. Talið er að um 150-400 metra þykkur ís sé yfir svæðinu. Litakóði fyrir flug hefur verið færður upp færður úr appelsínugulu í rautt. Skjálfti að stærð 4,5 stig mældist klukkan 14:04. Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF fór í loftið um hádegið með sérfræðinga frá Veðurstofunni og Jarðvísindastofnun Háskólans ásamt fulltrúum Almannavarna. Gögn frá tækjabúnaði vélarinnar munu berast síðar í dag. Gögn frá ratsjám og vefmyndavélum eru að berast og sýna ekki merki um breytingar á yfirborði jökulsins.Íslagið á því svæði þar sem talið er að gos sé hafið er um 100-400 metra þykkt. Það mun því líklega taka nokkra stund að bræða ísinn ofan af sér.Melissa Anne Pfeffe, sérfræðingur á sviði ösku- og efnadreifingar hjá Veðurstofunni, segir í samtali við blaðamann Vísis að enn sé um lítið magn kviku að ræða sem nái ekki að bræða af sér ísinn. Því er ekki talið líklegt að flóð verði mikið af þessum völdum. Uppfært klukkan 17:17 Veðurstofa Íslands hefur sent frá sér skýrslu byggða á jarðskjálftamælingum, GPS-mælingum og vatnssýnum um stöðu mála vegna jarðhræringanna í nágrenni Bárðarbungu og Dyngjujökli. Enginn gosmökkur hefur enn sést en sterkar vísbendingar eru um gos undir jökli.Gosmökkur Hæð: Sterkar vísbendingar um gos undir jökli. Enginn gosmökkur. Stefna: Sterkar vísbendingar um gos undir jökli. Enginn gosmökkur. Litur: Sterkar vísbendingar um gos undir jökli. Enginn gosmökkur. Gjóskufall: Sterkar vísbendingar um gos undir jökli. Enginn gosmökkur. Eldingar: Sterkar vísbendingar um gos undir jökli. Enginn gosmökkur. Drunur: Sterkar vísbendingar um gos undir jökli. Enginn gosmökkur.Bræðsluvatn Vatnshæðar- og leiðnimælingar við Upptyppinga sýna ekki gildi utan þess sem við er að búast miðað við mælingar síðastliðinn áratug. Það myndi taka 0-20 klst fyrir mögulegt bræðsluvatn frá Dyngjujökli að berast að mælistöð við Upptyppinga.Aðstæður á gosstað Sterkar vísbendingar um gos undir jökli.Órói Klukkan 11:18 fór að bera á skjálftaóróa á bilinu 1-1,5 Hz. Þetta bendir til mögulegs samspils á milli íss og kviku. Óróanum svipar til þess sem mældist á meðan gos var í Fimmvörðuhálsi þar sem flæðandi hraun komst í snertingu við ís. Engin merki um sprengingar sjást í óróagögnum sem benda til þess að mjög lítið kvikumagn sé að koma upp á yfirborð.Jarðskjálftar Jarðskjálftatíðni er það há að atburðir skarast á og erfitt er að greina þá í sundur. Talið er að flestir jarðskjálftarnir séu á 5-10 km dýpi sem er talið vera botn berggangsins. Gangurinn hefur lengst um 5 km til norðurs síðastliðinn sólarhring.GPS-aflögun Nýjustu gögn frá GPS landmælum benda til þess að kvika sé enn að flæða inn í bergganginn. Frá því skjálftavirknin byrjaði þann 16. ágúst hefur 20 cm heildarfærsla mælst yfir bergganginn. Samkvæmt módelreikningum er heildarrúmmál kviku í bergganginum u.þ.b. 250 milljón rúmmetrar. GPS stöðvarnar á Dyngjuhálsi og Kverkfjöllum sýna áframhaldandi aflögun.Heildarmat Litakóði fyrir flug hefur verið færður úr appelsínugulu yfir í rautt þar sem gos undir jökli er talið vera hafið. Ísþykkt þar sem kvikan gæti verið í snertingu við ís er mjög óviss og gæti verið á bilinu 100-400 m. Það myndi taka kviku um 0-20 klst að brjótast í gegnum ísinn. Það er einnig mögulegt að kvika nái ekki að bræða sig upp úr jöklinum.
Tengdar fréttir Ómar fylgist með jöklinum „Ég er búinn að vera hérna að horfa á jökulinn síðan í hádeginu,“ segir Ómar Ragnarsson. 23. ágúst 2014 15:42 Stórt svæði lokað Stórt svæði yfir suðaustanverðu landinu er lokað fyrir flugumferð, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu og Samhæfingamiðstöðinni. Ákvörðun um þessa lokun er endurmetin á tveggja klukkutíma fresti. 23. ágúst 2014 16:51 Vegir verða rofnir komi til flóðs Vegir við brýrnar yfir Jökulsá á Fjöllum verða rofnir komi til flóðs. Tæki eru til staðar í Öxarfirði og tæki eru á leiðinni að brúnni við Grímsstaði. 23. ágúst 2014 16:16 Alþjóðaflugið enn opið Ekki hefur verið lokað fyrir flug til og frá landinu. Talið er að lítið gos sé hafið undir Dyngjujökli að því er kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. 23. ágúst 2014 15:04 Skjálftavirkni aukist gríðarlega Á þrívíddarkorti sem Bæring Gunnar Steinþórsson gerði má sjá fjölda skjálfta og hversu djúpt þeir liggja. Stærsti skjálftinn er 4,5 og var á 12 kílómetra dýpi. Á kortinu má sjá einnig sjá yfirlitstöflu yfir skjálftana. 23. ágúst 2014 16:43 Aukafréttatími Stöðvar 2 klukkan fimm Nýjustu fregnir af eldgosinu. Hægt er að horfa á fréttatímann hér í fréttinni. 23. ágúst 2014 15:54 Engin ummerki um gos úr lofti Vísindamenn um borð í flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-Sif, sem flaug yfir Dyngjujökul í dag, sáu engin ummerki um að eldgos sé hafið undir jöklinum 23. ágúst 2014 16:00 Landsnet í viðbragðsstöðu vegna Dyngjujökuls Kröflulína 2 og Kópaskerslína 1 kunna að vera í hættu. 23. ágúst 2014 16:52 Jökulsárgljúfur rýmt: Einn fjölmennasti dagur ársins á svæðinu Mikið er af göngu- og hjólafólki vestan megin við Jökulsá og hefur því verið gert að yfirgefa svæðið, vegna ólgunnar undir Dyngjujökli og flóðahættu vegna þess. 23. ágúst 2014 16:16 Undirbúa opnun fjöldahjálparstöðva Undirbúningar er hafinn að því að opna fjöldahjálparstöðvar á Húsavík, Kópaskeri og í grunnskólanum í Reykjahlíð á Mývatni komi til þess að byggðirnar í Kelduhverfi, Núpasveit og Öxarfirði verði rýmdar. 23. ágúst 2014 15:45 Hugsar til félaga sinna í Kelduhverfinu "Þetta er high-risk svæði þannig að það er algjör slóðaháttur að yfirvöld hafi ekki tekið sig saman í andlitinu og komið þessu í lag,“ segir Erlendur Garðarsson. 23. ágúst 2014 16:20 Fólk í grennd við gosstöðvarnar hvatt til að fylgjast vel með fréttum Búið er að loka Jökulsárgljúfrum og hafin rýming ferðamanna þaðan sem og af Dettifosssvæðinu í ljósi þess að gos er hafið undir sporði Dyngjujökuls. Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að að svo stöddu sé ekki talin ástæða til að rýma íbúa- og frístundabyggð í Kelduhverfi, Öxarfirði og Núpasveit. 23. ágúst 2014 14:58 Sigmundur Davíð kallaður út í Skógarhlíð Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Bjarni Benediktsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Haraldur Jóhannesson funda nú í Samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð ásamt fleirum vegna gossins í Dyngjujökli. 23. ágúst 2014 15:45 Svipað magn kviku undir jöklinum og kom úr Eyjafjallajökli „Mat jarðvísindamanna er að nú þegar hafi kvika safnast saman sem er með svipuð að rúmmáli og sú sem kom upp úr Eyjafjallajökli á 39 dögum.“ 23. ágúst 2014 16:27 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Ómar fylgist með jöklinum „Ég er búinn að vera hérna að horfa á jökulinn síðan í hádeginu,“ segir Ómar Ragnarsson. 23. ágúst 2014 15:42
Stórt svæði lokað Stórt svæði yfir suðaustanverðu landinu er lokað fyrir flugumferð, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu og Samhæfingamiðstöðinni. Ákvörðun um þessa lokun er endurmetin á tveggja klukkutíma fresti. 23. ágúst 2014 16:51
Vegir verða rofnir komi til flóðs Vegir við brýrnar yfir Jökulsá á Fjöllum verða rofnir komi til flóðs. Tæki eru til staðar í Öxarfirði og tæki eru á leiðinni að brúnni við Grímsstaði. 23. ágúst 2014 16:16
Alþjóðaflugið enn opið Ekki hefur verið lokað fyrir flug til og frá landinu. Talið er að lítið gos sé hafið undir Dyngjujökli að því er kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. 23. ágúst 2014 15:04
Skjálftavirkni aukist gríðarlega Á þrívíddarkorti sem Bæring Gunnar Steinþórsson gerði má sjá fjölda skjálfta og hversu djúpt þeir liggja. Stærsti skjálftinn er 4,5 og var á 12 kílómetra dýpi. Á kortinu má sjá einnig sjá yfirlitstöflu yfir skjálftana. 23. ágúst 2014 16:43
Aukafréttatími Stöðvar 2 klukkan fimm Nýjustu fregnir af eldgosinu. Hægt er að horfa á fréttatímann hér í fréttinni. 23. ágúst 2014 15:54
Engin ummerki um gos úr lofti Vísindamenn um borð í flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-Sif, sem flaug yfir Dyngjujökul í dag, sáu engin ummerki um að eldgos sé hafið undir jöklinum 23. ágúst 2014 16:00
Landsnet í viðbragðsstöðu vegna Dyngjujökuls Kröflulína 2 og Kópaskerslína 1 kunna að vera í hættu. 23. ágúst 2014 16:52
Jökulsárgljúfur rýmt: Einn fjölmennasti dagur ársins á svæðinu Mikið er af göngu- og hjólafólki vestan megin við Jökulsá og hefur því verið gert að yfirgefa svæðið, vegna ólgunnar undir Dyngjujökli og flóðahættu vegna þess. 23. ágúst 2014 16:16
Undirbúa opnun fjöldahjálparstöðva Undirbúningar er hafinn að því að opna fjöldahjálparstöðvar á Húsavík, Kópaskeri og í grunnskólanum í Reykjahlíð á Mývatni komi til þess að byggðirnar í Kelduhverfi, Núpasveit og Öxarfirði verði rýmdar. 23. ágúst 2014 15:45
Hugsar til félaga sinna í Kelduhverfinu "Þetta er high-risk svæði þannig að það er algjör slóðaháttur að yfirvöld hafi ekki tekið sig saman í andlitinu og komið þessu í lag,“ segir Erlendur Garðarsson. 23. ágúst 2014 16:20
Fólk í grennd við gosstöðvarnar hvatt til að fylgjast vel með fréttum Búið er að loka Jökulsárgljúfrum og hafin rýming ferðamanna þaðan sem og af Dettifosssvæðinu í ljósi þess að gos er hafið undir sporði Dyngjujökuls. Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að að svo stöddu sé ekki talin ástæða til að rýma íbúa- og frístundabyggð í Kelduhverfi, Öxarfirði og Núpasveit. 23. ágúst 2014 14:58
Sigmundur Davíð kallaður út í Skógarhlíð Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Bjarni Benediktsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Haraldur Jóhannesson funda nú í Samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð ásamt fleirum vegna gossins í Dyngjujökli. 23. ágúst 2014 15:45
Svipað magn kviku undir jöklinum og kom úr Eyjafjallajökli „Mat jarðvísindamanna er að nú þegar hafi kvika safnast saman sem er með svipuð að rúmmáli og sú sem kom upp úr Eyjafjallajökli á 39 dögum.“ 23. ágúst 2014 16:27