Utan vallar: Stærsti litli stóri maðurinn í Evrópu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2014 13:30 Hlynur Bæringsson. Vísir/Vilhelm Íslenska körfuboltalandsliðið vann stórbrotinn og dramatískan sigur á Bretum í London á miðvikudagskvöldið og er komið með níu og hálfan putta á farseðilinn á EM. Jón Arnór Stefánsson og Hörður Axel Vilhjálmsson áttu báðir frábæran leik og fengu báðir mikið hrós sem þeir áttu skilið en þegar ég fór að hugsa aðeins meira um leikinn þá kom aftur og aftur upp í hugann frammistaða eins manns. Ef það er einhver maður sem er táknmynd fyrir afrek litla Íslands að komast upp á stóra sviðið með risunum í evrópska körfuboltanum þá er það fyrirliðinn Hlynur Bæringsson. Hann er ekki einu sinni stærsti leikmaður liðsins en tekur að sér risavaxið hlutverk í glímu sinni við miðherja mótherjanna. Talandi um stórt íslenskt hjarta og íslenskan baráttuanda. Hlynur var jú bara eins og við þekkjum Hlyn en hversu magnað er að sjá það í hverjum leik. Fyrirliði liðsins berst fyrir hverju frákasti og hverjum sentímetra á móti risavöxnum leikmönnum mótherjanna. Hlynur var rosalegur í þessum mikilvæga leik við Breta. Hann var út um allt, var grimmur í fráköstum og hélt endalaust mörgum sóknum og vörnum á lífi með útsjónarsemi sinni og dugnaði. Hver mun einhvern tímann gleyma því þegar hann náði sóknarfrákasti og tókst að gefa frábæra stoðsendingu þrátt fyrir að skella með látum í gólfinu? Hver gleymir því þegar Hlynur meiddist illa á ökkla í lok leiks en ætlaði samt bara að harka að af sér? Íslenski víkingurinn á ótrúlega mikið í því að litla Ísland á möguleika gegn miklu hávaxnari liðum. Hann felur sentímetraskortinn af þvílíkri snilld að eftir er tekið í Evrópu. Hlynur Bæringsson skilar alltaf sínu og var kannski smá fórnarlamb þess á miðvikudagskvöldið. Hann er algjörlega ómissandi fyrir íslenska landsliðið. Því gætum við kynnst í lokaleiknum við Bosníu ef hann getur ekki verið með vegna meiðsla. Eftir því sem ég hugsaði meira um þennan sögulega leik í Koparhöllinni varð ég sannfærðari um það að við erum á leiðinni á EM af því að við eigum stærsta litla stóra mann í Evrópu. Það er og væri vissulega slæmt að vera án leikmanna eins og Jóns Arnórs, Harðar Axels, Loga Gunnars eða Hauks Helga en íslenska landsliðið er ekki í sama klassa án Hlyns Bæringssonar.Vísir/Vilhelm Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Grindavík | Toppleikur á Króknum Í beinni: Álftanes - KR | Ögurstund fyrir heimamenn? Í beinni: Stjarnan - Haukar | Toppur og botn en allt getur gerst Í beinni: Njarðvík - Höttur | Geta unnið fjórða í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið vann stórbrotinn og dramatískan sigur á Bretum í London á miðvikudagskvöldið og er komið með níu og hálfan putta á farseðilinn á EM. Jón Arnór Stefánsson og Hörður Axel Vilhjálmsson áttu báðir frábæran leik og fengu báðir mikið hrós sem þeir áttu skilið en þegar ég fór að hugsa aðeins meira um leikinn þá kom aftur og aftur upp í hugann frammistaða eins manns. Ef það er einhver maður sem er táknmynd fyrir afrek litla Íslands að komast upp á stóra sviðið með risunum í evrópska körfuboltanum þá er það fyrirliðinn Hlynur Bæringsson. Hann er ekki einu sinni stærsti leikmaður liðsins en tekur að sér risavaxið hlutverk í glímu sinni við miðherja mótherjanna. Talandi um stórt íslenskt hjarta og íslenskan baráttuanda. Hlynur var jú bara eins og við þekkjum Hlyn en hversu magnað er að sjá það í hverjum leik. Fyrirliði liðsins berst fyrir hverju frákasti og hverjum sentímetra á móti risavöxnum leikmönnum mótherjanna. Hlynur var rosalegur í þessum mikilvæga leik við Breta. Hann var út um allt, var grimmur í fráköstum og hélt endalaust mörgum sóknum og vörnum á lífi með útsjónarsemi sinni og dugnaði. Hver mun einhvern tímann gleyma því þegar hann náði sóknarfrákasti og tókst að gefa frábæra stoðsendingu þrátt fyrir að skella með látum í gólfinu? Hver gleymir því þegar Hlynur meiddist illa á ökkla í lok leiks en ætlaði samt bara að harka að af sér? Íslenski víkingurinn á ótrúlega mikið í því að litla Ísland á möguleika gegn miklu hávaxnari liðum. Hann felur sentímetraskortinn af þvílíkri snilld að eftir er tekið í Evrópu. Hlynur Bæringsson skilar alltaf sínu og var kannski smá fórnarlamb þess á miðvikudagskvöldið. Hann er algjörlega ómissandi fyrir íslenska landsliðið. Því gætum við kynnst í lokaleiknum við Bosníu ef hann getur ekki verið með vegna meiðsla. Eftir því sem ég hugsaði meira um þennan sögulega leik í Koparhöllinni varð ég sannfærðari um það að við erum á leiðinni á EM af því að við eigum stærsta litla stóra mann í Evrópu. Það er og væri vissulega slæmt að vera án leikmanna eins og Jóns Arnórs, Harðar Axels, Loga Gunnars eða Hauks Helga en íslenska landsliðið er ekki í sama klassa án Hlyns Bæringssonar.Vísir/Vilhelm
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Grindavík | Toppleikur á Króknum Í beinni: Álftanes - KR | Ögurstund fyrir heimamenn? Í beinni: Stjarnan - Haukar | Toppur og botn en allt getur gerst Í beinni: Njarðvík - Höttur | Geta unnið fjórða í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Sjá meira