Bandarískur nýliði ekur í Spa Finnur Thorlacius skrifar 22. ágúst 2014 13:04 Alexander Rossi verður í fyrsta skipti undir stýri í Formúlu 1 um helgina. Í fyrsta skipti frá árinu 2007 verður bandarískur ökumaður undir stýri á Formúlu 1 bíl þegar kappaksturinn í Spa í Belgíu verður ræstur um helgina. Það er hinn 22 ára Alexander Rossi sem mun aka fyrir Marussia liðið. Hann leysir Max Chilton af hólmi en ekki er ljóst hvort það verði til frambúðar. Alexander Rossi er vonarglæta Bandaríkjamanna í þessum þekktasta kappakstri heims en hlutur Bandaríkjamanna hefur verið æði rýr í Formúlu 1 á síðustu árum, eða í raun áratugum. Þessi umskipti á ökumönnum hjá Marussia liðinu er mjög óvænt og engar fréttir eru af því af hverju Max Chilton ekur ekki fyrir liðið um helgina. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent
Í fyrsta skipti frá árinu 2007 verður bandarískur ökumaður undir stýri á Formúlu 1 bíl þegar kappaksturinn í Spa í Belgíu verður ræstur um helgina. Það er hinn 22 ára Alexander Rossi sem mun aka fyrir Marussia liðið. Hann leysir Max Chilton af hólmi en ekki er ljóst hvort það verði til frambúðar. Alexander Rossi er vonarglæta Bandaríkjamanna í þessum þekktasta kappakstri heims en hlutur Bandaríkjamanna hefur verið æði rýr í Formúlu 1 á síðustu árum, eða í raun áratugum. Þessi umskipti á ökumönnum hjá Marussia liðinu er mjög óvænt og engar fréttir eru af því af hverju Max Chilton ekur ekki fyrir liðið um helgina.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent