Nói Siríus leitar að smökkurum Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. ágúst 2014 12:54 Sýnishorn af þeim vörum sem smakkararnir þurfa að dæma. MYND/NÓI SIRÍUS Sælgætisframleiðandinn Nói Siríus leitar nú að fólki í svokallaðan bragðpanil þar sem það fær sendar vörur sem fyrirtækið er að þróa. Viðkomandi smakkar vörurnar og gefur þeim einkunnir sem Nói byggir á þegar fyrirtækið ákveður hvort vörurnar verði framleiddar eða ekki. Á undanförnum árum hafa á bilinu 40 til 50 fjölskyldur fengið sendar vörur frá fyrirtækinu til mats og smökkunar en ákveðið var á fundi í stjórn fyrirtækisins í gær að fjölga í hópnum. Nói Siríus auglýsti eftir áhugasömum á Facebook-síðu sinni á ellefta tímanum í dag og viðbrögðin létu ekki á sér standa.514 manns höfðu skráð athugasemd við færsluna þegar einungis 20 mínútur voru liðnar frá birtingu hennar. Fyrirtækið íhugar að bæta þremur einstaklingum við bragðpanilinn og því er framboðið langt umfram eftirspurn. Ljóst er að nammigrísir landsins sjá sér gott til glóðarinnar og af athugasemdunum að dæma er mörgum í mun að detta í lukkupottinn.Vel valdar athugasemdir má sjá hér að neðan „Þið finnið varla meiri nammigrís en mig í þetta verkefni!! er mikið til í að vera með svo plís veljið mig:D“ „Atvinnu nammigrís á ferð! Skal glaður taka þetta að mér“ „Ég hef sinnt þessu starfi á óeigingjarnan hátt í mörg ár og mér finnst algjörlega kominn tími til að þið farið að taka mark á því sem ég segi! Ég býð mig þess vegna fram sem smakkara og mitt fyrsta mál á dagskrá verður að fá ykkur til að gera súkkulaðipoppið varanlegan hluta af Nóa en ekki aðeins í takmörkuðu magni!“ „Uuu hljómar eins og verkefni fyrir súkkulaðikjaft eins og mig Btw þá á maðurinn minn eftir að gera endalaust grín að mér fyrir að hafa kommentað hérna... Kv. Súkkulaðifíkillinn“ „Ég held að þetta sé uppfylling æskudraums, bara að sjá að jobbið sé til annars get ég alveg aðstoðað við þetta enda þekkt fyrir að eyðileggja megranir annarra með gjafmildi á sætindum.“ „Ég býð mig heilshugar fram. Er atvinnu smakkari frá Kjörís hér í den og ligg ekki á skoðunum þegar kemur að mikilvægum málefnum eins og nýju súkkulaði til dæmis. Get sent ykkur ferilskrá og meðmæli.“ „Já þetta starf myndi henta mér svakalega vel! Ég hefði mjög gaman af því að smakka hin ýmsu góðgæti“ Post by Nói Síríus. Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Sælgætisframleiðandinn Nói Siríus leitar nú að fólki í svokallaðan bragðpanil þar sem það fær sendar vörur sem fyrirtækið er að þróa. Viðkomandi smakkar vörurnar og gefur þeim einkunnir sem Nói byggir á þegar fyrirtækið ákveður hvort vörurnar verði framleiddar eða ekki. Á undanförnum árum hafa á bilinu 40 til 50 fjölskyldur fengið sendar vörur frá fyrirtækinu til mats og smökkunar en ákveðið var á fundi í stjórn fyrirtækisins í gær að fjölga í hópnum. Nói Siríus auglýsti eftir áhugasömum á Facebook-síðu sinni á ellefta tímanum í dag og viðbrögðin létu ekki á sér standa.514 manns höfðu skráð athugasemd við færsluna þegar einungis 20 mínútur voru liðnar frá birtingu hennar. Fyrirtækið íhugar að bæta þremur einstaklingum við bragðpanilinn og því er framboðið langt umfram eftirspurn. Ljóst er að nammigrísir landsins sjá sér gott til glóðarinnar og af athugasemdunum að dæma er mörgum í mun að detta í lukkupottinn.Vel valdar athugasemdir má sjá hér að neðan „Þið finnið varla meiri nammigrís en mig í þetta verkefni!! er mikið til í að vera með svo plís veljið mig:D“ „Atvinnu nammigrís á ferð! Skal glaður taka þetta að mér“ „Ég hef sinnt þessu starfi á óeigingjarnan hátt í mörg ár og mér finnst algjörlega kominn tími til að þið farið að taka mark á því sem ég segi! Ég býð mig þess vegna fram sem smakkara og mitt fyrsta mál á dagskrá verður að fá ykkur til að gera súkkulaðipoppið varanlegan hluta af Nóa en ekki aðeins í takmörkuðu magni!“ „Uuu hljómar eins og verkefni fyrir súkkulaðikjaft eins og mig Btw þá á maðurinn minn eftir að gera endalaust grín að mér fyrir að hafa kommentað hérna... Kv. Súkkulaðifíkillinn“ „Ég held að þetta sé uppfylling æskudraums, bara að sjá að jobbið sé til annars get ég alveg aðstoðað við þetta enda þekkt fyrir að eyðileggja megranir annarra með gjafmildi á sætindum.“ „Ég býð mig heilshugar fram. Er atvinnu smakkari frá Kjörís hér í den og ligg ekki á skoðunum þegar kemur að mikilvægum málefnum eins og nýju súkkulaði til dæmis. Get sent ykkur ferilskrá og meðmæli.“ „Já þetta starf myndi henta mér svakalega vel! Ég hefði mjög gaman af því að smakka hin ýmsu góðgæti“ Post by Nói Síríus.
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira