Erlent

Bandaríkjaher reyndi að bjarga Foley

Randver Kári Randversson skrifar
Bandaríski blaðamaðurinn James Foley hafði verið í haldi mannræningja frá árinu 2012.
Bandaríski blaðamaðurinn James Foley hafði verið í haldi mannræningja frá árinu 2012. Vísir/AP
Barack Obama, Bandaríkjaforseti, heimilaði í síðustu viku sérstakar aðgerðir til að frelsa bandaríska gísla í haldi samtakanna Íslamskt ríki í Írak, eftir að upplýsingar lágu fyrir um þeir væru í hættu. Aðgerðirnar mistókust þar sem ekki tókst að ákvarða staðsetningu gíslana.

Í yfirlýsingu frá einum af þjóðaröryggisráðgjafa Baracks Obama segir að forsetinn hafi heimilað þessar aðgerðir í síðustu viku þegar óyggjandi upplýsingar lágu fyrir um að gíslarnir væru í brýnni hættu.

Á vef Sky News er greint frá því að þann 13. ágúst hafi ættingjum Foleys borist tölvupóstur þar sem loftárásir Bandaríkjamanna í Írak hafi verið gagnrýndar og því verið hótað að Foley yrði drepinn. Obama hafi þá fyrirskipað aðgerðir til að frelsa þá gísla sem samtökin Íslamskt ríki hafa í haldi í Írak. Aðgerðirnar fóru fram bæði í lofti og á landi, en mistókust þar sem ekki tókst að staðsetja gíslana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×