Jökulvatn yrði níu klukkustundir að Ásbyrgi Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. ágúst 2014 10:00 Ferðamenn ljósmynda Ásbyrgi í Vatnajökulsþjóðgarði. VÍSIR/PJETUR Skjálftavirknin í Bárðarbungu hefur nú færst að mestu yfir á línu með norðaustlæga stefnu, undir norðaustanverðum Dyngjujökli og ef kæmi til eldgoss á þessu svæði gæti orðið um að ræða sprungugos undir jöklinum. Vatnavárhópur Veðurstofu Íslands telur að bræðsluvatn myndi þá renna jafnóðum undan 150 til 600 metra þykkum jöklinum og valda flóði í Jökulsá á Fjöllum. Hópurinn leiðir líkur að því að ferðatími bræðsluvatns frá gosstað að jökuljaðri væri 1 til 1,5 klukkustund og líkleg stærð hlaups væri á bilinu 5.000 til 20.000 rúmmetrar á sekúndu. Frá gosstað niður að Herðubreiðarlindum væri líklegur ferðatími 4,5 klukkustundir, niður að brúnni á Jökulsá við Grímsstaði sjö klukkustundir og niður undir Ásbyrgi um níu klukkustundir.Jarðhræringar í Bárðarbungu.Vísir/Grafík Vegna frétta af því að allstór svæði umhverfis Jökulsá gætu farið undir vatn ef til stórhlaups kæmi af völdum eldsumbrota, auk þess sem brúm á ánni væri hætta búin telur Vatnavárhópurinn rétt að benda á að hlaup í Jökulsá á Fjöllum hafa verið mjög mismunandi að stærð. Þau hafi verið allt frá forsögulegum hamfaraflóðum, sem mynduðu Jökulsárgljúfur og Ásbyrgi, niður í minniháttar hlaup. Taldar eru þó mjög litlar líkur á gosi sem leiða mundi til hamfarahlaups af stærðinni 100 til 200 þúsund rúmmetrar á sekúndu. Þrjár aldir eru liðnar frá umtalsverðu hlaupi í ánni. Í sögulegu samhengi eru nefnd dæmi um hlaup í ánni á 15., 17. og 18. öld sem ollu tjóni í Kelduhverfi og Öxarfirði, og eru sum hlaupin sögð hafa náð vestur í Víkingavatn í Kelduhverfi. Nú sé hins vegar landslag á söndunum inn af Axarfirði breytt eftir Kröfluelda á árunum 1975 til 1984 og því líkur á að hlaup sem kæmi í dag myndi fylla í flestar lægðir sem eru á sandinum, til dæmis Skjálftavatn. Tengdar fréttir 700 skjálftar frá miðnætti Um 700 jarðskjálftar hafa mælst við Bárðarbungu frá því á miðnætti. Jarðeðlisfræðingur segir um sé að ræða stærstu jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu í lengri tíma. 17. ágúst 2014 20:00 Lýsa yfir óvissustigi vegna Bárðarbungu Miklar hræringar eru nú í fjallinu 16. ágúst 2014 15:14 Verður fimm stiga skjálfti rásmerki Bárðarbungu? Kröftugur jarðskjálfti í Bárðarbungu um 5 á Richter var það sem hleypti af Gjálpargosinu í Vatnajökli árð 1996. 17. ágúst 2014 12:30 Alþjóðleg flugfélög ekki verið í sambandi við Isavia Alþjóðasamtök flugfélaga hafa sent tilkynningu til félagsmanna sinna um að vera á varðbergi gagnvart hugsanlegum eldsumbrotum á Íslandi. 20. ágúst 2014 09:18 Stærsti skjálftinn til þessa Jarðskjálfti upp á að minnsta kosti 3,8 stig varð í grennd við Kistufell í norð-vestanverðum Vatnajökli í nótt og er þetta sterkasti skjálftinn sem mælst hefur í hrinunni, sem hófst um helgina. Hann fannst meðal annars á Akureyri. 18. ágúst 2014 06:57 Næstum 3000 skjálftar á þremur dögum Skjálftarnir hafa færst til norðurs og austurs að undanförnu. Flestir skjálftarnir hafa til þessa átt upptök sín á um 5 til 10 kílómetra dýpi og engar vísbendingar eru um að þeir séu að færast ofar. 18. ágúst 2014 23:48 Líklegra að jarðskjálftavirknin lognist útaf Fundur Vísindamannaráðs Almannavarna vegna jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu lauk á sjöunda tímanum í kvöld. 16. ágúst 2014 20:10 Líkist æ meir kvikuinnskoti sem ekki nái til yfirborðs Atburðarásin í Bárðarbungu minnir mjög á Kröfluelda, segir Páll Einarsson prófessor, og telur þetta geta verið upphafið að margra ára ferli, en segir þó minnkandi líkur á að eldgos sé yfirvofandi. 17. ágúst 2014 19:30 Bárðarbunga gæti valdið hamförum við Dettifoss Almannavarnir lýstu í dag yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir í Bárðarbungu frá því í nótt. Kvika er talin vera á hreyfingu í eldstöðinni. 16. ágúst 2014 19:30 Brýrnar gætu sópast burt og Dettifoss sorfist niður Hrinan í Bárðarbungu er mjög öflug og full ástæða til að gera ráð fyrir eldgosi, að mati sérfræðings Veðurstofu Íslands. Viðvörun gagnvart alþjóðaflugi var í dag sett á næstefsta stig. 18. ágúst 2014 19:30 Hættustigi almannavarna lýst yfir vegna jarðhræringa Ákveðið hefur verið að loka og rýma hálendið norðan Dyngjujökuls. 19. ágúst 2014 18:24 Hamfarir þegar eldgos bræðir þykkt jökulfarg Hamfarahlaup niður Jökulsá á Fjöllum vegna eldgoss í Bárðarbungu gæti orðið tífalt meðalrennsli Ölfusár, að mati Helga Björnssonar jöklafræðings. 19. ágúst 2014 11:45 Komin á gulan lit fyrir alþjóðaflug Veðurstofan hefur sent út viðvörun til alþjóðaflugsins vegna þeirrar óvissu sem nú er í Bárðarbungu. 17. ágúst 2014 11:30 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira
Skjálftavirknin í Bárðarbungu hefur nú færst að mestu yfir á línu með norðaustlæga stefnu, undir norðaustanverðum Dyngjujökli og ef kæmi til eldgoss á þessu svæði gæti orðið um að ræða sprungugos undir jöklinum. Vatnavárhópur Veðurstofu Íslands telur að bræðsluvatn myndi þá renna jafnóðum undan 150 til 600 metra þykkum jöklinum og valda flóði í Jökulsá á Fjöllum. Hópurinn leiðir líkur að því að ferðatími bræðsluvatns frá gosstað að jökuljaðri væri 1 til 1,5 klukkustund og líkleg stærð hlaups væri á bilinu 5.000 til 20.000 rúmmetrar á sekúndu. Frá gosstað niður að Herðubreiðarlindum væri líklegur ferðatími 4,5 klukkustundir, niður að brúnni á Jökulsá við Grímsstaði sjö klukkustundir og niður undir Ásbyrgi um níu klukkustundir.Jarðhræringar í Bárðarbungu.Vísir/Grafík Vegna frétta af því að allstór svæði umhverfis Jökulsá gætu farið undir vatn ef til stórhlaups kæmi af völdum eldsumbrota, auk þess sem brúm á ánni væri hætta búin telur Vatnavárhópurinn rétt að benda á að hlaup í Jökulsá á Fjöllum hafa verið mjög mismunandi að stærð. Þau hafi verið allt frá forsögulegum hamfaraflóðum, sem mynduðu Jökulsárgljúfur og Ásbyrgi, niður í minniháttar hlaup. Taldar eru þó mjög litlar líkur á gosi sem leiða mundi til hamfarahlaups af stærðinni 100 til 200 þúsund rúmmetrar á sekúndu. Þrjár aldir eru liðnar frá umtalsverðu hlaupi í ánni. Í sögulegu samhengi eru nefnd dæmi um hlaup í ánni á 15., 17. og 18. öld sem ollu tjóni í Kelduhverfi og Öxarfirði, og eru sum hlaupin sögð hafa náð vestur í Víkingavatn í Kelduhverfi. Nú sé hins vegar landslag á söndunum inn af Axarfirði breytt eftir Kröfluelda á árunum 1975 til 1984 og því líkur á að hlaup sem kæmi í dag myndi fylla í flestar lægðir sem eru á sandinum, til dæmis Skjálftavatn.
Tengdar fréttir 700 skjálftar frá miðnætti Um 700 jarðskjálftar hafa mælst við Bárðarbungu frá því á miðnætti. Jarðeðlisfræðingur segir um sé að ræða stærstu jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu í lengri tíma. 17. ágúst 2014 20:00 Lýsa yfir óvissustigi vegna Bárðarbungu Miklar hræringar eru nú í fjallinu 16. ágúst 2014 15:14 Verður fimm stiga skjálfti rásmerki Bárðarbungu? Kröftugur jarðskjálfti í Bárðarbungu um 5 á Richter var það sem hleypti af Gjálpargosinu í Vatnajökli árð 1996. 17. ágúst 2014 12:30 Alþjóðleg flugfélög ekki verið í sambandi við Isavia Alþjóðasamtök flugfélaga hafa sent tilkynningu til félagsmanna sinna um að vera á varðbergi gagnvart hugsanlegum eldsumbrotum á Íslandi. 20. ágúst 2014 09:18 Stærsti skjálftinn til þessa Jarðskjálfti upp á að minnsta kosti 3,8 stig varð í grennd við Kistufell í norð-vestanverðum Vatnajökli í nótt og er þetta sterkasti skjálftinn sem mælst hefur í hrinunni, sem hófst um helgina. Hann fannst meðal annars á Akureyri. 18. ágúst 2014 06:57 Næstum 3000 skjálftar á þremur dögum Skjálftarnir hafa færst til norðurs og austurs að undanförnu. Flestir skjálftarnir hafa til þessa átt upptök sín á um 5 til 10 kílómetra dýpi og engar vísbendingar eru um að þeir séu að færast ofar. 18. ágúst 2014 23:48 Líklegra að jarðskjálftavirknin lognist útaf Fundur Vísindamannaráðs Almannavarna vegna jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu lauk á sjöunda tímanum í kvöld. 16. ágúst 2014 20:10 Líkist æ meir kvikuinnskoti sem ekki nái til yfirborðs Atburðarásin í Bárðarbungu minnir mjög á Kröfluelda, segir Páll Einarsson prófessor, og telur þetta geta verið upphafið að margra ára ferli, en segir þó minnkandi líkur á að eldgos sé yfirvofandi. 17. ágúst 2014 19:30 Bárðarbunga gæti valdið hamförum við Dettifoss Almannavarnir lýstu í dag yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir í Bárðarbungu frá því í nótt. Kvika er talin vera á hreyfingu í eldstöðinni. 16. ágúst 2014 19:30 Brýrnar gætu sópast burt og Dettifoss sorfist niður Hrinan í Bárðarbungu er mjög öflug og full ástæða til að gera ráð fyrir eldgosi, að mati sérfræðings Veðurstofu Íslands. Viðvörun gagnvart alþjóðaflugi var í dag sett á næstefsta stig. 18. ágúst 2014 19:30 Hættustigi almannavarna lýst yfir vegna jarðhræringa Ákveðið hefur verið að loka og rýma hálendið norðan Dyngjujökuls. 19. ágúst 2014 18:24 Hamfarir þegar eldgos bræðir þykkt jökulfarg Hamfarahlaup niður Jökulsá á Fjöllum vegna eldgoss í Bárðarbungu gæti orðið tífalt meðalrennsli Ölfusár, að mati Helga Björnssonar jöklafræðings. 19. ágúst 2014 11:45 Komin á gulan lit fyrir alþjóðaflug Veðurstofan hefur sent út viðvörun til alþjóðaflugsins vegna þeirrar óvissu sem nú er í Bárðarbungu. 17. ágúst 2014 11:30 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira
700 skjálftar frá miðnætti Um 700 jarðskjálftar hafa mælst við Bárðarbungu frá því á miðnætti. Jarðeðlisfræðingur segir um sé að ræða stærstu jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu í lengri tíma. 17. ágúst 2014 20:00
Verður fimm stiga skjálfti rásmerki Bárðarbungu? Kröftugur jarðskjálfti í Bárðarbungu um 5 á Richter var það sem hleypti af Gjálpargosinu í Vatnajökli árð 1996. 17. ágúst 2014 12:30
Alþjóðleg flugfélög ekki verið í sambandi við Isavia Alþjóðasamtök flugfélaga hafa sent tilkynningu til félagsmanna sinna um að vera á varðbergi gagnvart hugsanlegum eldsumbrotum á Íslandi. 20. ágúst 2014 09:18
Stærsti skjálftinn til þessa Jarðskjálfti upp á að minnsta kosti 3,8 stig varð í grennd við Kistufell í norð-vestanverðum Vatnajökli í nótt og er þetta sterkasti skjálftinn sem mælst hefur í hrinunni, sem hófst um helgina. Hann fannst meðal annars á Akureyri. 18. ágúst 2014 06:57
Næstum 3000 skjálftar á þremur dögum Skjálftarnir hafa færst til norðurs og austurs að undanförnu. Flestir skjálftarnir hafa til þessa átt upptök sín á um 5 til 10 kílómetra dýpi og engar vísbendingar eru um að þeir séu að færast ofar. 18. ágúst 2014 23:48
Líklegra að jarðskjálftavirknin lognist útaf Fundur Vísindamannaráðs Almannavarna vegna jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu lauk á sjöunda tímanum í kvöld. 16. ágúst 2014 20:10
Líkist æ meir kvikuinnskoti sem ekki nái til yfirborðs Atburðarásin í Bárðarbungu minnir mjög á Kröfluelda, segir Páll Einarsson prófessor, og telur þetta geta verið upphafið að margra ára ferli, en segir þó minnkandi líkur á að eldgos sé yfirvofandi. 17. ágúst 2014 19:30
Bárðarbunga gæti valdið hamförum við Dettifoss Almannavarnir lýstu í dag yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir í Bárðarbungu frá því í nótt. Kvika er talin vera á hreyfingu í eldstöðinni. 16. ágúst 2014 19:30
Brýrnar gætu sópast burt og Dettifoss sorfist niður Hrinan í Bárðarbungu er mjög öflug og full ástæða til að gera ráð fyrir eldgosi, að mati sérfræðings Veðurstofu Íslands. Viðvörun gagnvart alþjóðaflugi var í dag sett á næstefsta stig. 18. ágúst 2014 19:30
Hættustigi almannavarna lýst yfir vegna jarðhræringa Ákveðið hefur verið að loka og rýma hálendið norðan Dyngjujökuls. 19. ágúst 2014 18:24
Hamfarir þegar eldgos bræðir þykkt jökulfarg Hamfarahlaup niður Jökulsá á Fjöllum vegna eldgoss í Bárðarbungu gæti orðið tífalt meðalrennsli Ölfusár, að mati Helga Björnssonar jöklafræðings. 19. ágúst 2014 11:45
Komin á gulan lit fyrir alþjóðaflug Veðurstofan hefur sent út viðvörun til alþjóðaflugsins vegna þeirrar óvissu sem nú er í Bárðarbungu. 17. ágúst 2014 11:30