Það má búast við hverju sem er Kristján Már Unnarsson skrifar 31. ágúst 2014 20:08 Hraungos sem hófst norðan Vatnajökjuls í nótt stendur enn yfir, en það er talið allt að 50 sinnum stærra en gosið sem var þar í fyrradag. Vísindamenn segja ómögulegt að spá fyrir um framhaldið en segja atburðarás síðustu daga minna á upphaf Kröfluelda. Á meðfylgjandi myndbandi má sjá hvernig eldgosið blasti við snemma í morgun á vefmyndavél Mílu en það kom upp á sama stað og gosið aðfararnótt föstudags. Áætlað var að kvikustrókurinn næði 20-30 metra hæð. Gossprungan náði þó lengra til norðurs og var áætluð um einn og hálfur kílómetra á lengd. Fljótlega varð ljóst að þetta gos var mun öflugra, og hraun rennslið jafnvel 10-20 sinnum meira en í fyrsta gosinu, að mati Ármanns Höskuldssonar jarðeðlisfræðings, sem var með þeim fyrstu á vettvang. Ármann tók margar þeirra mynda sem sjá má í meðfylgjandi myndbandi, ásamt þeim Benedikt Ófeigssyni, jarðeðlisfræðingi á Veðurstofu Íslands, og Þorsteini Jónssyni, tæknimanni á Raunvísindastofnun Háskóla Íslands. Þeir voru í nótt í skálanum í Drekagili, ásamt fleiri vísindamönnum, en skálinn er i 25 kílómetra fjarlægð frá gosstöðvunum. Þeir Benedikt og Þorsteinn komu akandi til byggða upp úr hádegi og fréttamaður Stöðvar 2 náði tali af þeim við Skútustaði í Mývatnssveit. “Við fengum hringingu um klukkan 6 í morgun og okkur sagt að það liti út fyrir að það væri aftur gos í gangi við Holuhraunið. Við fórum á vettvang og það stóð heima,” sagði Benedikt.Virtist ykkur vera sæmilegur kraftur í þessu?“Ég myndi ekki segja að það væri mikill kraftur í þessu, en við sáum eldtungur koma upp úr sprungunum.Hraunið var þunnfljótandi og rann tiltölulega hratt.” Benedikt segir atburðarás undanfarinna daga minna um margt á upphafið af Kröflueldum en hann segir ómögulegt að spá fyrir um framhaldið. “Ég vil ekki giska á það. Það getur haldið áfram að gjósa og svo getur þetta líka hætt snögglega. Menn verða líka aða hafa í huga að það er heilmikið að gera í Bárðarbunguöskjunni. Menn verða bara að halda áfram að fylgjast með og búast við hverju sem er.” Óveðurslægðin hefur aldeilis sett strik í reikninginn og hamlað flugi yfir gosstöðvarnar. Ókyrrðin þar var sögð það mikil í dag hún væri beinlínis hættuleg flugvélum og það var ekki reynandi og komast þangað akandi, eins og tæknimaður Raunvisindastofnunar lýsti: “Það var alveg snælduvitlaust, við sáum ekki framfyrir rúðuna á bílnum,” segir Þorsteinn og segir bæði mönnum og tækjum hafa verið hætta búin á staðnum. Hann segir það magnað að hafa upplifað gosið með þessum hætti. “Þetta er magnaður atburður,” segir Þorsteinn og bætir við að örlítil hræðsla hafi gripið um sig í nálægð við gosið. “Maður verður svo lítill gagnvart þessu.” Gosstöðvar eru í um það bil 75 kílómetra fjarlægð frá Skútustöðum í Mývatnssveit, nánast í hásuður, og fréttamaður og myndatökumaður Stöðvar 2 hafa af og til verið að skima til fjalla ef ske kynni að sæist í gosmökk. Þeir höfðu séð heilmið mistur suður af, en ómögulegt sé að fullyrða um hvort um sandfok eða ösku sé að ræða. Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Hraungos sem hófst norðan Vatnajökjuls í nótt stendur enn yfir, en það er talið allt að 50 sinnum stærra en gosið sem var þar í fyrradag. Vísindamenn segja ómögulegt að spá fyrir um framhaldið en segja atburðarás síðustu daga minna á upphaf Kröfluelda. Á meðfylgjandi myndbandi má sjá hvernig eldgosið blasti við snemma í morgun á vefmyndavél Mílu en það kom upp á sama stað og gosið aðfararnótt föstudags. Áætlað var að kvikustrókurinn næði 20-30 metra hæð. Gossprungan náði þó lengra til norðurs og var áætluð um einn og hálfur kílómetra á lengd. Fljótlega varð ljóst að þetta gos var mun öflugra, og hraun rennslið jafnvel 10-20 sinnum meira en í fyrsta gosinu, að mati Ármanns Höskuldssonar jarðeðlisfræðings, sem var með þeim fyrstu á vettvang. Ármann tók margar þeirra mynda sem sjá má í meðfylgjandi myndbandi, ásamt þeim Benedikt Ófeigssyni, jarðeðlisfræðingi á Veðurstofu Íslands, og Þorsteini Jónssyni, tæknimanni á Raunvísindastofnun Háskóla Íslands. Þeir voru í nótt í skálanum í Drekagili, ásamt fleiri vísindamönnum, en skálinn er i 25 kílómetra fjarlægð frá gosstöðvunum. Þeir Benedikt og Þorsteinn komu akandi til byggða upp úr hádegi og fréttamaður Stöðvar 2 náði tali af þeim við Skútustaði í Mývatnssveit. “Við fengum hringingu um klukkan 6 í morgun og okkur sagt að það liti út fyrir að það væri aftur gos í gangi við Holuhraunið. Við fórum á vettvang og það stóð heima,” sagði Benedikt.Virtist ykkur vera sæmilegur kraftur í þessu?“Ég myndi ekki segja að það væri mikill kraftur í þessu, en við sáum eldtungur koma upp úr sprungunum.Hraunið var þunnfljótandi og rann tiltölulega hratt.” Benedikt segir atburðarás undanfarinna daga minna um margt á upphafið af Kröflueldum en hann segir ómögulegt að spá fyrir um framhaldið. “Ég vil ekki giska á það. Það getur haldið áfram að gjósa og svo getur þetta líka hætt snögglega. Menn verða líka aða hafa í huga að það er heilmikið að gera í Bárðarbunguöskjunni. Menn verða bara að halda áfram að fylgjast með og búast við hverju sem er.” Óveðurslægðin hefur aldeilis sett strik í reikninginn og hamlað flugi yfir gosstöðvarnar. Ókyrrðin þar var sögð það mikil í dag hún væri beinlínis hættuleg flugvélum og það var ekki reynandi og komast þangað akandi, eins og tæknimaður Raunvisindastofnunar lýsti: “Það var alveg snælduvitlaust, við sáum ekki framfyrir rúðuna á bílnum,” segir Þorsteinn og segir bæði mönnum og tækjum hafa verið hætta búin á staðnum. Hann segir það magnað að hafa upplifað gosið með þessum hætti. “Þetta er magnaður atburður,” segir Þorsteinn og bætir við að örlítil hræðsla hafi gripið um sig í nálægð við gosið. “Maður verður svo lítill gagnvart þessu.” Gosstöðvar eru í um það bil 75 kílómetra fjarlægð frá Skútustöðum í Mývatnssveit, nánast í hásuður, og fréttamaður og myndatökumaður Stöðvar 2 hafa af og til verið að skima til fjalla ef ske kynni að sæist í gosmökk. Þeir höfðu séð heilmið mistur suður af, en ómögulegt sé að fullyrða um hvort um sandfok eða ösku sé að ræða.
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira