Innlent

Innanlandsflug liggur niðri vegna óveðurs

Bjarki Ármannsson skrifar
Frá Reykjavíkurflugvelli.
Frá Reykjavíkurflugvelli. Vísir/GVA
Allt innanlandsflug Flugfélags Íslands og Flugfélagsins Ernir hefur legið niðri í dag vegna veðurs. Varað hefur verið við bæði ókyrrð og ísingu í lofti. Staðan verður næst tekin klukkan fimm á því hvort öruggt sé að fljúga.

Nýhafið gos í Holuhrauni hefur aftur á móti engin áhrif á flugumferð samkvæmt tilkynningu frá Isavia. Hættusvæði vegna blindflugs umhverfis eldstöðina hefur verið skilgreint og nær það norður undir Mývatn og einungis upp í sex þúsund feta hæð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×