Hluti af starfsskyldum að fara á tónleika Timberlake Atli Ísleifsson skrifar 30. ágúst 2014 14:46 Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi VG í Kópavogi, var einn þeirra sem þáði boðsmiða á tónleika Justins Timberlake í Kórnum. Vísir/Andri Marínó „Ég leit þannig á að það væri hluti af starfsskyldum bæjarfulltrúa að fara á þessa tónleika þar sem þetta er í fyrsta sinn sem þetta hús er notað fyrir þetta,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi VG og félagshyggjufólks í Kópavogi, í samtali við Vísi. „Ef bærinn ætlar að halda áfram á þessari braut þá taldi ég það vera mjög mikilvægt fyrir kjörna fulltrúa að hafa séð þetta og hvernig það virkar. Það var komið hingað með þessa miða af starfsmönnum bæjarins og ég leit nú þannig á að ég væri þarna sem slíkur,“ segir Ólafur. Bæjarfulltrúum Kópavogsbæjar var boðið á tónleikana ásamt mökum, en Sena sendi frímiða á bæjarskrifstofurnar. Í Fréttablaðinu í morgun kom fram að Sigurjón Jónsson, varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, hafi lagt fram fyrirspurn um ferðir bæjarfulltrúa á tónleikana og hvort slíkt væri eðlilegt og kynni mögulega að stangast á við siðareglur.Ólafi finnst þetta þó alls ekki stangast á við siðareglur. „Við erum í rauninni að sumu leyti að rækja okkar starfsskyldur þarna. Okkur ber skylda til að sjá hvernig bærinn funkerar og hvað sé verið að gera, hvort sem það eru viðburðir á vegum bæjarins eða innan bæjar sem bærinn á einhvern þátt í eins og þarna. Þá skiptir það töluverðu máli að að minnsta kosti einhver okkar höfum reynslu frá fyrstu hendi hvernig til tókst og hvernig þetta hafi gengið fyrir sig. Ég leit miklu frekar á þetta þannig.“ Ólafur segist hafa verið niðri á gólfi og gert sér far um það að skoða útgönguleiðir, fylgjast með klósettum og sjá hvernig þetta virkaði allt saman. „Ég tók tímann á hinu og þessu, einfaldlega til þess að vita það. Ég leit allan tímann á það þannig að ég væri að sinna starfsskyldum mínum og ég vona að hinir bæjarfulltrúarnir hafi gert slíkt hið sama.“ Ólafur segir Kórinn hafa virkað alveg frábærlega sem tónleikastaður. „Það kom mér þægilega á óvart að þessi hönnun gekk alveg ljómandi vel upp. Hönnunin var upprunalega hugsuð þannig að mögulegt væri að halda svona stórviðburði. Þetta gekk alveg ljómandi vel upp.“ Að sögn Ólafs lagði hann bílnum á þar til gerðu stæði og tók svo strætó í Kórinn. „Ég bý vestast í vesturbæ Kópavogs. Ég held að frá því að tónleikunum lauk og þar til ég var kominn inn um dyrnar heima hafi liðið 25 mínútur. Mér fannst framkvæmdin heppnast mjög vel. Ég heyrði þó að það hafi verið meiri troðningur á öðrum bílastæðum, svo sem niðri í Smára, en það er eitthvað sem ég held að við ættum að geta lagað tiltölulega auðveldlega.“ Ólafur segist vita til þess að fjórir bæjarfulltrúar hafi farið á tónleikana, þó hann útiloki ekki að þeir hafi verið fleiri. Tengdar fréttir Sena bauð bæjarfulltrúum á Timberlake Varabæjarfulltrúi Framsóknarmanna í Kópavogi telur að siðareglur kunni að hafa verið brotnar er bæjarfulltrúar og makar fengu boðsmiða á tónleika Justins Timberlake. Hann bað sjálfur um miða en fékk ekki. Bæjarstjórinn svarar eftir helgi. 30. ágúst 2014 07:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira
„Ég leit þannig á að það væri hluti af starfsskyldum bæjarfulltrúa að fara á þessa tónleika þar sem þetta er í fyrsta sinn sem þetta hús er notað fyrir þetta,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi VG og félagshyggjufólks í Kópavogi, í samtali við Vísi. „Ef bærinn ætlar að halda áfram á þessari braut þá taldi ég það vera mjög mikilvægt fyrir kjörna fulltrúa að hafa séð þetta og hvernig það virkar. Það var komið hingað með þessa miða af starfsmönnum bæjarins og ég leit nú þannig á að ég væri þarna sem slíkur,“ segir Ólafur. Bæjarfulltrúum Kópavogsbæjar var boðið á tónleikana ásamt mökum, en Sena sendi frímiða á bæjarskrifstofurnar. Í Fréttablaðinu í morgun kom fram að Sigurjón Jónsson, varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, hafi lagt fram fyrirspurn um ferðir bæjarfulltrúa á tónleikana og hvort slíkt væri eðlilegt og kynni mögulega að stangast á við siðareglur.Ólafi finnst þetta þó alls ekki stangast á við siðareglur. „Við erum í rauninni að sumu leyti að rækja okkar starfsskyldur þarna. Okkur ber skylda til að sjá hvernig bærinn funkerar og hvað sé verið að gera, hvort sem það eru viðburðir á vegum bæjarins eða innan bæjar sem bærinn á einhvern þátt í eins og þarna. Þá skiptir það töluverðu máli að að minnsta kosti einhver okkar höfum reynslu frá fyrstu hendi hvernig til tókst og hvernig þetta hafi gengið fyrir sig. Ég leit miklu frekar á þetta þannig.“ Ólafur segist hafa verið niðri á gólfi og gert sér far um það að skoða útgönguleiðir, fylgjast með klósettum og sjá hvernig þetta virkaði allt saman. „Ég tók tímann á hinu og þessu, einfaldlega til þess að vita það. Ég leit allan tímann á það þannig að ég væri að sinna starfsskyldum mínum og ég vona að hinir bæjarfulltrúarnir hafi gert slíkt hið sama.“ Ólafur segir Kórinn hafa virkað alveg frábærlega sem tónleikastaður. „Það kom mér þægilega á óvart að þessi hönnun gekk alveg ljómandi vel upp. Hönnunin var upprunalega hugsuð þannig að mögulegt væri að halda svona stórviðburði. Þetta gekk alveg ljómandi vel upp.“ Að sögn Ólafs lagði hann bílnum á þar til gerðu stæði og tók svo strætó í Kórinn. „Ég bý vestast í vesturbæ Kópavogs. Ég held að frá því að tónleikunum lauk og þar til ég var kominn inn um dyrnar heima hafi liðið 25 mínútur. Mér fannst framkvæmdin heppnast mjög vel. Ég heyrði þó að það hafi verið meiri troðningur á öðrum bílastæðum, svo sem niðri í Smára, en það er eitthvað sem ég held að við ættum að geta lagað tiltölulega auðveldlega.“ Ólafur segist vita til þess að fjórir bæjarfulltrúar hafi farið á tónleikana, þó hann útiloki ekki að þeir hafi verið fleiri.
Tengdar fréttir Sena bauð bæjarfulltrúum á Timberlake Varabæjarfulltrúi Framsóknarmanna í Kópavogi telur að siðareglur kunni að hafa verið brotnar er bæjarfulltrúar og makar fengu boðsmiða á tónleika Justins Timberlake. Hann bað sjálfur um miða en fékk ekki. Bæjarstjórinn svarar eftir helgi. 30. ágúst 2014 07:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira
Sena bauð bæjarfulltrúum á Timberlake Varabæjarfulltrúi Framsóknarmanna í Kópavogi telur að siðareglur kunni að hafa verið brotnar er bæjarfulltrúar og makar fengu boðsmiða á tónleika Justins Timberlake. Hann bað sjálfur um miða en fékk ekki. Bæjarstjórinn svarar eftir helgi. 30. ágúst 2014 07:00