Ósáttur ljósmyndari náði sér niðri á Courtney Love Þórður Ingi Jónsson skrifar 9. september 2014 17:00 Fyrir fjórum árum var ljósmyndari að nafni J.M. Ladd beðinn um að taka upp ýmsa tónleika sem haldnir voru í tilefni af tískuvikunni í New York. Eitt af þessum verkefnum var að taka upp tónleika með Hole, hljómsveit Courtney Love, í SoHo-hverfi borgarinnar. Eftir tískuvikuna sat Ladd eftir með sárt ennið þar sem hann fékk aldrei borgað fyrir störf sín. Í gær ákvað Ladd síðan að setja myndband af tónleikunum á netið, þar sem má heyra einangraða upptöku af söng og gítarspili Courtney. „Ég var ráðinn í gegnum tónleikastaðinn til að taka þessa tónleika upp. Fjórum árum seinna er ég ennþá með þessi skjöl og hef í raun enga hugmynd hvað ég eigi að gera við þau. En ég hef gaman af því að deila á netinu,“ ritar hann. „Það sem þið heyrið hér er söngur og gítarleikur Courtney einangraður.“ „Til að svara augljósri spurningu sem ég á óhjákvæmilega eftir að fá – þetta er ekki falsað. Þú verður að ákveða sjálf/ur um hvort þér finnist hún einfaldlega vera hræðileg eða hvort þér finnist þetta gera hana að enn meiri „pönkara“. Ég birti aðeins staðreyndirnar eins og þær eru.“Hér fyrir neðan má síðan heyra lagið flutt eins og það hljómaði á tónleikunum. Tónlist Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Leiksigur Ladda Gagnrýni Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Fyrir fjórum árum var ljósmyndari að nafni J.M. Ladd beðinn um að taka upp ýmsa tónleika sem haldnir voru í tilefni af tískuvikunni í New York. Eitt af þessum verkefnum var að taka upp tónleika með Hole, hljómsveit Courtney Love, í SoHo-hverfi borgarinnar. Eftir tískuvikuna sat Ladd eftir með sárt ennið þar sem hann fékk aldrei borgað fyrir störf sín. Í gær ákvað Ladd síðan að setja myndband af tónleikunum á netið, þar sem má heyra einangraða upptöku af söng og gítarspili Courtney. „Ég var ráðinn í gegnum tónleikastaðinn til að taka þessa tónleika upp. Fjórum árum seinna er ég ennþá með þessi skjöl og hef í raun enga hugmynd hvað ég eigi að gera við þau. En ég hef gaman af því að deila á netinu,“ ritar hann. „Það sem þið heyrið hér er söngur og gítarleikur Courtney einangraður.“ „Til að svara augljósri spurningu sem ég á óhjákvæmilega eftir að fá – þetta er ekki falsað. Þú verður að ákveða sjálf/ur um hvort þér finnist hún einfaldlega vera hræðileg eða hvort þér finnist þetta gera hana að enn meiri „pönkara“. Ég birti aðeins staðreyndirnar eins og þær eru.“Hér fyrir neðan má síðan heyra lagið flutt eins og það hljómaði á tónleikunum.
Tónlist Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Leiksigur Ladda Gagnrýni Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira