„Fjöldi hluta“ sundruðu vélinni í lofti Atli Ísleifsson skrifar 9. september 2014 08:41 MH17 vél Malaysia Airlines var skotin niður í austurhluta Úkraínu þann 17. júlí síðastliðinn. Vísir/AFP Hollenskir sérfræðingar segja að MH17-vél malasíska flugfélagsins Malaysia Airlines hafi eyðilagst í lofti eftir að hafa orðið fyrir „fjölda hluta“ sem „hafi gatað vélina á miklum hraða“. Í skýrslu Hollendinganna kemur fram að engar vísbendingar hafi komið fram um að um tæknileg eða mannleg mistök hafi verið að ræða. Allir 298 sem voru um borð í vélinni fórust, en grunur leikur á að aðskilnaðarsinnar á bandi Rússlandsstjórnar hafi skotið vélina niður. Flestir hinna látnu voru Hollendingar. Vélin var á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur þann 17. júlí en var skotin niður í austurhluta Úkraínu milli Krasni Luch í Luhansk-héraði og Shakhtarsk í Donetsk-héraði.Í frétt BBC kemur fram að hollensku sérfræðingarnir byggi rannsókn sína á upplýsingum úr flugrita vélarinnar, frá flugumferðastjórn, gervihnattamyndum og ljósmyndum af vettvangi þar sem brak vélarinnar lá dreift um stórt landsvæði í Úkraínu. Segja þeir vélina hafa „hafa eyðilagst í lofti, líklegast vegna skemmda af völdum fjölda hluta sem komu að vélinni að utan og á miklum hraða.“ Úkraínsk stjórnvöld og vestrænir leiðtogar segja sterkar vísbendingar hafa komið fram um að aðskilnaðarsinnar í austurhluta Úkraínu hafi skotið niður vélina með Buk-flugskeyti sem er sérhannað til að skjóta niður flugvélar sem fljúga í mikilli hæð. Rússar hafa staðfestlega hafnað ásökunum um að hafa útvegað aðskilnaðarsinnum flugskeyti eða annars konar vopn. Skýrslan sem birt var í dag er bráðabirgðaskýrsla en búist er við að lokaskýrsla verði birt innan árs. Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira
Hollenskir sérfræðingar segja að MH17-vél malasíska flugfélagsins Malaysia Airlines hafi eyðilagst í lofti eftir að hafa orðið fyrir „fjölda hluta“ sem „hafi gatað vélina á miklum hraða“. Í skýrslu Hollendinganna kemur fram að engar vísbendingar hafi komið fram um að um tæknileg eða mannleg mistök hafi verið að ræða. Allir 298 sem voru um borð í vélinni fórust, en grunur leikur á að aðskilnaðarsinnar á bandi Rússlandsstjórnar hafi skotið vélina niður. Flestir hinna látnu voru Hollendingar. Vélin var á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur þann 17. júlí en var skotin niður í austurhluta Úkraínu milli Krasni Luch í Luhansk-héraði og Shakhtarsk í Donetsk-héraði.Í frétt BBC kemur fram að hollensku sérfræðingarnir byggi rannsókn sína á upplýsingum úr flugrita vélarinnar, frá flugumferðastjórn, gervihnattamyndum og ljósmyndum af vettvangi þar sem brak vélarinnar lá dreift um stórt landsvæði í Úkraínu. Segja þeir vélina hafa „hafa eyðilagst í lofti, líklegast vegna skemmda af völdum fjölda hluta sem komu að vélinni að utan og á miklum hraða.“ Úkraínsk stjórnvöld og vestrænir leiðtogar segja sterkar vísbendingar hafa komið fram um að aðskilnaðarsinnar í austurhluta Úkraínu hafi skotið niður vélina með Buk-flugskeyti sem er sérhannað til að skjóta niður flugvélar sem fljúga í mikilli hæð. Rússar hafa staðfestlega hafnað ásökunum um að hafa útvegað aðskilnaðarsinnum flugskeyti eða annars konar vopn. Skýrslan sem birt var í dag er bráðabirgðaskýrsla en búist er við að lokaskýrsla verði birt innan árs.
Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira