Viðskipti innlent

Hallgrímur fór yfir málin með ritstjórninni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hallgrímur ræðir við starfsfólk DV í morgun.
Hallgrímur ræðir við starfsfólk DV í morgun. Vísir/GVA
Nýr ritstjóri DV, Hallgrímur Thorsteinsson, fundaði með ritstjórn sinni í húsakynnum DV í Tryggvagötu í morgun. Hallgrímur var ráðinn ritstjóri DV og DV.is á fundi nýrrar stjórnar í gær.

Líkt og fjallað var um á Vísi í gær var Reynir Traustason leystur undan ritstjórnarlegum skyldum sínum á miðlinum í gær.

„Ég hlakka til að hefja störf með öflugum hópi fagfólks á þessum mikilvæga fréttamiðli,” sagði Hallgrímur í tilkynningu í gær. Hann hefur undanfarin misseri stýrt útvarpsþættinum Vikulokin á Rás 1.

„Nú liggur fyrir að stjórn DV ehf. hefur leyst mig frá störfum og meinað mér aðgang að starfsstöð. Jafnframt er með bannað að skipta mér af fréttum eða öðru. Ef ég brýt gegn fyrirmælum stjórnar jafngildir það brottrekstri án frekari fyrirvara. Þessi ákvörðun gildir til næstu mánaðarmóta,“ deildi Reynir með fylgjendum sínum á Facebook í gær.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×