Lífið

Vilhjálmur og Katrín eiga von á öðru barni

Vísir/getty
Vilhjálmur, Bretaprins og Katrín, hertogaynja af Cambrigde eiga von á öðru barni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bresku kongungshöllinni í dag. 

Fyrir eiga þau Vilhjálmur og Katrín soninn Georg sem er 14 mánaða gamall. 

David Cameron meðal þeirra sem hefur óskað þeim til hamingju á samskiptamiðlinum Twitter. 

Hér er tilkynningin í heild sinni: 

Hertogahjónin af Cambrigde er glöð að tilkynna að hertigaynjan af Cambrigde á von á þeirra öðru barni. 

Drottningin og aðrir fjölskyldumeðlimir eru í skýjunum með gleðifregnirnar. 

Eins og á fyrri meðgöngu þjáist Hertogaynjan af Hyperemesis Gravidarum. Hún mun því taka sér frí frá skyldustörfum í dag og er í umsjá lækna á Kensington Palace. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.