Erlent

Bólusetning gerir apa ónæma fyrir ebólu

Samúel Karl Ólason skrifar
Tilraunir á bólusetningum manna eru hafnar og öryggi bólusetningar kemur í ljós í nóvember.
Tilraunir á bólusetningum manna eru hafnar og öryggi bólusetningar kemur í ljós í nóvember. Vísir/AFP
Apar sem voru bólusettir gegn ebólu fengu langvarandi ónæmi fyrir veirunni. Rannsóknin, sem framkvæmd var af heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna, hefur aukið vonir manna á því að niðurstöður rannsóknar á mönnum verði jákvæðar.

Rannsóknir á bólusetningum manna hófust í Bandaríkjunum í síðust viku og þær verða einnig framkvæmdar í Bretlandi og Vestur-Afríku. Samkvæmt Alþjóða heilbrigðisstofnuninni, eða WHO, hafa rúmlega tvö þúsund manns látið lífið vegna veirunnar.

Á vef BBC segir að nú séu nokkrar rannsóknir í framkvæmd, sem ætlað er að hjálpa við baráttuna við ebólu faraldurinn í Afríku.

Niðurstöður úr rannsókninni á öpunum hafi verið birtar á netinu. Fjórir apar voru bólusettir og fjórum vikum seinna voru þeir smitaðir af ebólu. Allir lifðu þeir það af, en þegar þeir voru aftur sprautaðir af veirunni tíu mánuðum seinna dóu tveir.

WHO segir að í nóvember verði ljóst hvort bólusetningin sé örugg manninum og reynist svo verði henni beitt í Afríku samstundis. Heilbrigðisstarfsmenn og aðrir sem berjist gegn útbreiðslu ebólu yrðu þeir fyrstu sem yrðu bólusettir.


Tengdar fréttir

Ebólufaraldurinn á eftir að versna enn frekar

Sóttvarnalæknir Bandaríska landlæknisembættisins segir ljóst að ebólufaraldurinn sem nú geisi í vestur Afríku eigi eftir að versna áður en mönnum tekst að draga úr honum.

Baráttan gegn ebólu að tapast

Samtökin Læknar án landamæra segja að heimsbyggðin sé að tapa í baráttunni gegn ebóluveirunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×