Bíó og sjónvarp

Reyðarfjörður fullkominn fyrir Fortitude

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Reyðarfjörður breytist í bæinn Fortitude í þáttunum.
Reyðarfjörður breytist í bæinn Fortitude í þáttunum.
Patrick Spence, framleiðandi sjónvarpsþáttanna Fortitude, sem meðal annars voru teknir upp á Reyðarfirði, er í viðtali á vefsíðunni World Screen.

Þættirnir, sem eru í anda Twin Peaks, fjalla um smábæinn Fortitude sem er talinn vera einn öruggasti bær í heimi þangað til vísindamaður í bænum er myrtur og allir liggja undir grun. Glæpurinn setur allt á annan endann í Fortitude og enginn er óhultur.

Þættirnir voru einnig teknir upp í London en Patrick segir að Reyðarfjörður hafi verið fullkomin staðsetning fyrir tökustað þáttanna. Leitaði framleiðsluteymið meðal annars í Kanada og Noregi að hentugum tökustöðum áður en Ísland varð fyrir valinu.

Patrick segir ennfremur að veðrið á Íslandi hafi leikið framleiðsluteymið grátt.

„Þetta er mjög einangraður hluti heimsins. Það var mjög erfitt að finna gistingu. Það var ekki eins mikill snjór og við hefðum vonað þannig að það var áskorun. Það var erfitt að spá fyrir um veðrið þannig að við þurftum að fljúga tökuliði hingað - ekki bara frá London,“ segir Patrick og bætir við að stemningin á setti hafi verið góð en íslenska framleiðslufyrirtækið Pegasus aðstoðaði við tökurnar.

„Mikil fjölskyldustemning myndaðist meðal tökuliðsins. Það var æðislegt.“


Tengdar fréttir

Björn Hlynur landar stóru hlutverki í Fortitude

Ásamt Birni Hlyni mun leikkonan Sofie Gråbøl fara með hlutverk í þáttunum, en hún er hvað best þekkt fyrir hlutverk sitt sem Sarah Lund í dönsku þáttunum Forbrydelsen.

Stórstjörnur á leiðinni til landsins

Tökur á fyrstu seríu af sjónvarpsþáttunum Fortitude munu hefjast hér á landi í febrúar á næsta ári en þættirnir eru samstarfsverkefni sjónvarpsstöðvanna Sky Atlantic í Bretlandi og Starz í Bandaríkjunum. Alls verða teknir upp þrettán þættir og fara tökur aðallega fram á Reyðarfirði og Eskifirði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.