Erlent

Telja að blóð geti hjálpað ebólusýktum

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/afp
Talið er að blóð úr þeim sem læknast hafa af ebóluveirunni geti hjálpað þeim sem sýkst hafa af þessari skæðu veiru. Meðferðin er talin einföld en heldur óvenjuleg.  Ýmsir sérfræðingar, flestir á vegum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, funda nú um málið í Genf.

„Þarna fáum við tækifæri til þess að prófa nýjar meðferðir. Af hverju ekki að prófa þetta, svo lengi sem þetta er ekki skaðlegt? Vonandi hjálpar þetta sjúklingunum og vonandi lærum við af þessu,“ segir Dr. Colin Brown, sem starfað hefur á heilsugæslustöðvum í Sierra Leone, í samtali við fréttastofu AP.

Frá fundinum í Genf í Sviss.vísir/afp
Meðferðin er ein af fjölmörgum tilraunameðferðum og leita sérfræðingar á vegum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar meðferðar sem talin er hvað öruggust.  Tilraunalyfið ZMapp hefur þegar verið tekið í notkun og var það gefið sjö einstaklingum. Tveir þeirra eru látnir. Lyfið er þó  uppurið og talið er að það muni taka nokkra mánuði að framleiða fleiri skammta.

Um 1.900 manns hafa orðið faraldrinum að bráð frá því hann kom fyrst upp í Vestur-Afríku á þessu ári. Um 3.500 eru sýktir og telur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin líkur á að um 20 þúsund til viðbótar muni sýkjast af veirunni.  Stofnunin segir ebóluna stjórnlausa og telja samtökin Læknar án landamæra að heimsbyggðin sé að tapa í baráttunni gegn veirunni.


Tengdar fréttir

Lést þrátt fyrir ebóla-lyf

Líberískur læknir, sem var á meðal þriggja Afríkubúa sem fengu tilraunalyf við ebóla-veirunni, er látinn.

Annar sérfræðingur fellur í Síerra Leone

Mikill skortur er nú á læknum í landinu en andlát Dr. Modupeh Cole, ber að einungis tveimur vikum eftir fráfall dr. Sheiks Omarrs Khan sem stjórnaði aðgerðum gegn veirunni í austurhluta landins.

Óttast frekari útbreiðslu ebólu

Yfirvöld í Líberíu óttast frekari útbreiðslu ebólu eftir að ráðist var á heilsugæslustöð sem hýst einstaklinga sem grunaðir voru um að hafa smitast af ebólu.

Skorað á WHO að útvega Afríku ebólalyf

Sérfræðingar segja að til séu nokkur mismunandi lyf og bóluefni sem hægt væri að nota til þess að berjast gegn þessum illskeytta sjúkdómi.

Fjöldi ebólusmitaðra gæti margfaldast

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur gefið út að ríflega tuttugu þúsund manns til viðbótar eigi á hættu að smitast af ebólu.

Baráttan gegn ebólu að tapast

Samtökin Læknar án landamæra segja að heimsbyggðin sé að tapa í baráttunni gegn ebóluveirunni.

Meira en þúsund manns hafa látið lífið

Einungis tveir Bandaríkjamenn og einn Spánverji hafa til þessa fengið að njóta góðs af lyfjum. Afríkubúar hafa hins vegar enn engin lyf fengið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×