„Ég er kominn aftur Obama“ Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2014 11:01 Abdel-Majed Abdel Bary eða L Jinny er talinn hafa myrt Steven Setloff og James Foley. Maðurinn sem hefur myrt og afhöfðað tvo bandaríska blaðamenn gengur eingöngu undir dulnefninu Jihadi John. Greining á myndböndum af aftökunum á blaðamönnunum James Foley og Steven Sotloff hefur leitt í ljós að sami maðurinn sér um bæði morðin. „Ég er kominn aftur Obama,“ segir hann í mynbandinu af aftöku Steven Sotloff. „Vegna hrokafullar utanríkisstefnu þinnar varðandi Íslamska ríkið. Vegna þess að þið haldið áfram að varpa sprengjum á fólk okkar þrátt fyrir viðvaranir okkar.“ Sagði hann að Obama hafi enn og aftur valdið dauða bandarísks ríkisborgara með aðgerðum sínum. „Eins og flugskeytum þínum er áfram beitt gegn okkar fólki mun hnífi okkar vera beitt gegn þínum borgurum.“ Dulnefnið Jihadi John er til komið vegna þess að talið er að hann sé einn af þremur breskum ríkisborgurum sem hafa barist með IS í Sýrlandi. Þeir hafa notast við dulnefni sem tengjast Bítlunum. Á vef Independent er því haldið fram að leyniþjónusta Bretlands reyni nú að bera kennsl á manninn, sem hafi Lundúnahreim, með upptökum af rödd hans, auk annarra leiða. Abdel-Majed Abdel Bary er talinn vera einn af þeim sem rannsóknin snýr að. Hann fór til Sýrlands á síðasta ári og byrjaði að berjast með Íslamska ríkinu. Faðir hans var flóttamaður frá Egyptalandi sem talinn var einn af foringjum Al Kaída hryðjuverkasamtakanna. Hann var framseldur til Bandaríkjanna árið 2012 grunaður um aðild að sprengjuárásum á tvö sendiráð Bandaríkjanna í Vestur-Afríku árið 1998. Bary olli miklu fjaðrafoki í Bretlandi fyrr á þessu ári, þegar hann birti mynd af sér á Twitter reikningi sínum, þar sem hann hélt af höfði manns. Spjótin snéru að honum eftir að James Foley var myrtur, eins og sagt var frá á Vísi. Hér að neðan má sjá tónlistarmyndband frá Bary, en lög hans hafa meðal annars verið spiluð af BBC. Abdel-Majed Abdel Bary gekk undir listamannsnafninu L Jinny Tengdar fréttir Leit hafin að „Svarta bítlinum“ Maður sem var áður haldið í gíslingu í Sýrlandi segir böðulinn vera vel menntaðan Breta sem hafi gengið undir nafninu „John“. 21. ágúst 2014 10:51 Móðir bandarísks blaðamanns biðlar til leiðtoga IS Móðir Stevens Sotloff biður leiðtoga IS um að sleppa syni sínum í myndbandi sem birt var í dag. 27. ágúst 2014 16:50 „Réttlætinu verður fullnægt“ Barack Obama segir að Bandaríkin muni, ásamt öðrum þjóðum, eyða Íslamska ríkinu. 3. september 2014 10:58 IS birtir myndband af aftöku Sotloffs IS-samtökin hafa birt myndband af aftöku Stevens Sotloff, bandarísks blaðamanns sem var rænt í Sýrlandi á síðasta ári. 2. september 2014 17:25 Íslamistar í Írak birta myndband af aftöku blaðamanns Maðurinn sem er hálshöggvinn í myndbandinu er sagður vera bandaríski blaðamaðurinn James Foley. 19. ágúst 2014 22:28 Móðir Foley hvetur til að öðrum verði sleppt Talsmenn IS hafa varað við frekari aftökum á bandarískum gíslum. 20. ágúst 2014 10:17 Segja böðul Foley vera breskan rappara Sunday Times segir að sá grunaði sé Abdel-Majed Abdel Bary, 24 ára breskur rappari sem gekk undir listamannsnafninu L Jinny. 24. ágúst 2014 10:16 Íslamska ríkið mun ekki hræða Bandaríkin Barack Obama Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin muni ekki láta Íslamska ríkið hræða sig, eftir að hryðjuverkasamtökin afhöfðuðu bandaríska blaðamanninn Steve Sotloff. 4. september 2014 12:00 Staðfesta að myndbandið sé ófalsað Samtökin Íslamskt ríki birtu í gær myndbandið sem sýnir blaðamanninn Steven Sotloff vera afhöfðaðan. 3. september 2014 10:11 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira
Maðurinn sem hefur myrt og afhöfðað tvo bandaríska blaðamenn gengur eingöngu undir dulnefninu Jihadi John. Greining á myndböndum af aftökunum á blaðamönnunum James Foley og Steven Sotloff hefur leitt í ljós að sami maðurinn sér um bæði morðin. „Ég er kominn aftur Obama,“ segir hann í mynbandinu af aftöku Steven Sotloff. „Vegna hrokafullar utanríkisstefnu þinnar varðandi Íslamska ríkið. Vegna þess að þið haldið áfram að varpa sprengjum á fólk okkar þrátt fyrir viðvaranir okkar.“ Sagði hann að Obama hafi enn og aftur valdið dauða bandarísks ríkisborgara með aðgerðum sínum. „Eins og flugskeytum þínum er áfram beitt gegn okkar fólki mun hnífi okkar vera beitt gegn þínum borgurum.“ Dulnefnið Jihadi John er til komið vegna þess að talið er að hann sé einn af þremur breskum ríkisborgurum sem hafa barist með IS í Sýrlandi. Þeir hafa notast við dulnefni sem tengjast Bítlunum. Á vef Independent er því haldið fram að leyniþjónusta Bretlands reyni nú að bera kennsl á manninn, sem hafi Lundúnahreim, með upptökum af rödd hans, auk annarra leiða. Abdel-Majed Abdel Bary er talinn vera einn af þeim sem rannsóknin snýr að. Hann fór til Sýrlands á síðasta ári og byrjaði að berjast með Íslamska ríkinu. Faðir hans var flóttamaður frá Egyptalandi sem talinn var einn af foringjum Al Kaída hryðjuverkasamtakanna. Hann var framseldur til Bandaríkjanna árið 2012 grunaður um aðild að sprengjuárásum á tvö sendiráð Bandaríkjanna í Vestur-Afríku árið 1998. Bary olli miklu fjaðrafoki í Bretlandi fyrr á þessu ári, þegar hann birti mynd af sér á Twitter reikningi sínum, þar sem hann hélt af höfði manns. Spjótin snéru að honum eftir að James Foley var myrtur, eins og sagt var frá á Vísi. Hér að neðan má sjá tónlistarmyndband frá Bary, en lög hans hafa meðal annars verið spiluð af BBC. Abdel-Majed Abdel Bary gekk undir listamannsnafninu L Jinny
Tengdar fréttir Leit hafin að „Svarta bítlinum“ Maður sem var áður haldið í gíslingu í Sýrlandi segir böðulinn vera vel menntaðan Breta sem hafi gengið undir nafninu „John“. 21. ágúst 2014 10:51 Móðir bandarísks blaðamanns biðlar til leiðtoga IS Móðir Stevens Sotloff biður leiðtoga IS um að sleppa syni sínum í myndbandi sem birt var í dag. 27. ágúst 2014 16:50 „Réttlætinu verður fullnægt“ Barack Obama segir að Bandaríkin muni, ásamt öðrum þjóðum, eyða Íslamska ríkinu. 3. september 2014 10:58 IS birtir myndband af aftöku Sotloffs IS-samtökin hafa birt myndband af aftöku Stevens Sotloff, bandarísks blaðamanns sem var rænt í Sýrlandi á síðasta ári. 2. september 2014 17:25 Íslamistar í Írak birta myndband af aftöku blaðamanns Maðurinn sem er hálshöggvinn í myndbandinu er sagður vera bandaríski blaðamaðurinn James Foley. 19. ágúst 2014 22:28 Móðir Foley hvetur til að öðrum verði sleppt Talsmenn IS hafa varað við frekari aftökum á bandarískum gíslum. 20. ágúst 2014 10:17 Segja böðul Foley vera breskan rappara Sunday Times segir að sá grunaði sé Abdel-Majed Abdel Bary, 24 ára breskur rappari sem gekk undir listamannsnafninu L Jinny. 24. ágúst 2014 10:16 Íslamska ríkið mun ekki hræða Bandaríkin Barack Obama Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin muni ekki láta Íslamska ríkið hræða sig, eftir að hryðjuverkasamtökin afhöfðuðu bandaríska blaðamanninn Steve Sotloff. 4. september 2014 12:00 Staðfesta að myndbandið sé ófalsað Samtökin Íslamskt ríki birtu í gær myndbandið sem sýnir blaðamanninn Steven Sotloff vera afhöfðaðan. 3. september 2014 10:11 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira
Leit hafin að „Svarta bítlinum“ Maður sem var áður haldið í gíslingu í Sýrlandi segir böðulinn vera vel menntaðan Breta sem hafi gengið undir nafninu „John“. 21. ágúst 2014 10:51
Móðir bandarísks blaðamanns biðlar til leiðtoga IS Móðir Stevens Sotloff biður leiðtoga IS um að sleppa syni sínum í myndbandi sem birt var í dag. 27. ágúst 2014 16:50
„Réttlætinu verður fullnægt“ Barack Obama segir að Bandaríkin muni, ásamt öðrum þjóðum, eyða Íslamska ríkinu. 3. september 2014 10:58
IS birtir myndband af aftöku Sotloffs IS-samtökin hafa birt myndband af aftöku Stevens Sotloff, bandarísks blaðamanns sem var rænt í Sýrlandi á síðasta ári. 2. september 2014 17:25
Íslamistar í Írak birta myndband af aftöku blaðamanns Maðurinn sem er hálshöggvinn í myndbandinu er sagður vera bandaríski blaðamaðurinn James Foley. 19. ágúst 2014 22:28
Móðir Foley hvetur til að öðrum verði sleppt Talsmenn IS hafa varað við frekari aftökum á bandarískum gíslum. 20. ágúst 2014 10:17
Segja böðul Foley vera breskan rappara Sunday Times segir að sá grunaði sé Abdel-Majed Abdel Bary, 24 ára breskur rappari sem gekk undir listamannsnafninu L Jinny. 24. ágúst 2014 10:16
Íslamska ríkið mun ekki hræða Bandaríkin Barack Obama Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin muni ekki láta Íslamska ríkið hræða sig, eftir að hryðjuverkasamtökin afhöfðuðu bandaríska blaðamanninn Steve Sotloff. 4. september 2014 12:00
Staðfesta að myndbandið sé ófalsað Samtökin Íslamskt ríki birtu í gær myndbandið sem sýnir blaðamanninn Steven Sotloff vera afhöfðaðan. 3. september 2014 10:11