Sjáðu samninginn: 5,5 milljónir í leigutekjur til Kópavogs vegna tónleika Justin Timberlake Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. september 2014 10:15 Frá tónleikum Justin Timberlake í Kórnum. Vísir/Andri Marinó Sena greiddi Kópavogsbæ 8.250.000 krónur fyrir átta daga leigu á íþróttahúsinu Kórnum í Kópavogi þar sem tónleikar Justin Timberlake fóru fram þann 24. ágúst. Þegar gjöld bæjarins hafa verið dregin frá kemur í ljós að nettóleigutekjur bæjarins námu 5.5 milljónum króna. Þetta kemur fram í svari bæjarins við fyrirspurn Vísis.Bærinn mat það upphaflega sem svo að það samræmdist ekki viðskiptahagsmunum bæjarsins að gefa leiguverðið upp. Kórinn væri í samkeppni við önnur mannvirki á höfuðborgarsvæðinu sem leigð eru út fyrir tónleika af þessum toga. „Þess má geta að í aðdraganda samningsins um tónleika í Kórnum neituðu samkeppnisaðilar að gefa upp leiguverð þegar eftir var leitað. Í ljósi ásakana um spillingu er metið sem svo að það sé rétt að fórna hugsanlegum viðskiptahagsmunum bæjarins.“ Leiga Kópavogsbæjar á Kórnum hefur verið töluvert til umfjöllunar undanfarna daga eftir að Sigurjón Jónsson, varabæjarfulltrúi í Framsókn, óskaði eftir því að leigan yrði gefin upp. Þá kallaði hann eftir því að upplýst yrði hvaða bæjarfulltrúar hefðu þegið miða á tónleikana. Vísaði hann í siðareglur bæjarins og velti því fyrir sér hvort þær hefðu verið brotnar. Sigurjón hafði ætlað að þiggja boðsmiða á tónleikana en í ljós kom að þeir voru bara ætlaðir bæjarfulltrúum. Kópavogsbær fékk 30 boðsmiða frá Senu á tónleikana. Taldi Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri það mikilvægt að bæjarfulltrúar fengju að upplifa tónleikana til að vera betur í stakk búnir til að meta framtíðarmöguleika íþróttahússins. Allir bæjarfulltrúarnir ellefu þáðu miðana en mökum var einnig boðið. Sagði Ármann í kvöldfréttum Stöðvar 2 það eðlilegt enda væri um sunnudagskvöld að ræða. Hinir miðarnir átta fóru til Páls Magnússonar bæjarritara og Steingríms Haukssonar, sviðsstjóra umhverfissviðs, sem hvor fékk tvo miða. Þá fengu Jón Júlíusson, deildarstjóri íþróttadeildar, Gunnar Guðmundsson íþróttafulltrúi, Valdimar F. Valdimarsson, rekstrarfulltrúi á íþróttadeild og Sævar Sigurðsson sérfræðingur á íþróttadeild sinn miðann hver.Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri.Vísir/Anton BrinkEins og áður segir greiddi Sena 8.25 milljónir króna til Kópavogsbæjar. Fjórar milljónir í leiguverð og 4.25 milljónir í annan kostnað þ.m.t. leiga á gólfi, þrif á gólfi og grasi og flutningar. Þá voru talin með þrif á húsnæðinu. Kópavogsbær greiddi Handknattleiksfélagi Kópavogs 800 þúsund krónur vegna vinnu við tónleikana og Strætó bs. 1.950.000 krónur vegna fólksflutninga. Nettóleigutekjurnar voru því 5.5 milljónir króna. Í svari Kópavogsbæjar kemur fram að lítil starfsemi sé í Kórnum yfir sumartímann. Þá átta daga sem Sena leigði húsið hafi engin starfsemi verið fyrirhuguð. Miðað við leiguverð í Kórnum og fulla nýtingu á húsnæðinu frá morgni til kvölds væru leigutekjur fyrir dagana átta 3.826.000 krónur. Leigutekjur vegna tónleikanna voru því umfram áætlaðar tekjur af leigu hússins. Hönnun Kórsins miðast við að 19.000 manns geti verið í honum en flóttaleiðir hússins miða við það. Í samningi Kópavogsbæjar við Senu, sem lesa má í heild sinni hér að neðan, er kveðið á um að hámarksfjöldi gesta á þennan viðburð sé 17.500 og öryggis- og rýmingaráætlanir miðuðu við þann fjölda. Stærð og staðsetning sviðsins takmarkaði fjölda gesta við 17.500 manns.Í viðhengi hér að neðan má sjá verðskrá Kórsins auk samningsins sem Kópavogsbær gerði við Senu. Tengdar fréttir Dósirnar komnar í leitirnar "Það var bara einn starfsmaður hússins sem fór í rölt um nærsvæðið og fann pokana fyrir aftan hurð neðst í hesthúsabyggðinni,“ segir Torfi Jóhannsson, verkefnisstjóri hjá HK, í samtali við Vísi. 28. ágúst 2014 22:48 „Frábærar fréttir, ég er klár ásamt maka“ Bæjarstjóri Kópavogs segir hvern og einn bæjarfulltrúa hafa þegið tvo boðsmiða á tónleika Justins Timberlake. Varabæjarfulltrúi Framsóknar, sem telur siðareglur kunna að hafa verið brotnar, fékk enga miða því bæjarfulltrúi flokksins nýtti þá. 2. september 2014 07:30 „Ég svaraði bara um hæl án þess að pæla“ Varafulltrúi Framsóknarflokksins segir leiguverð á Kórnum í Kópavogi lykilatriði. 2. september 2014 10:41 Tónleikar Justin Timberlake: 20 þúsund dósum stolið af HK-ingum „Maður er hræddur um það,“ segir Torfi Jóhannsson, verkefnisstjóri hjá HK, í samtali við Vísi. Fjáröflun Kópavogsliðsins í kjölfar tónleika Justins Timberlake í Kórnum á sunnudaginn virðist hafa farið út um þúfur. 28. ágúst 2014 13:58 Hvetja dósaþjófinn til að fara beint í endurvinnsluna „Hann hefur að öllum líkindum verið á stórum sendiferðabíl. Bíll með kerru dugar ekki í þetta,“ segir Torfi Jóhannsson, verkefnastjóri hjá HK. 28. ágúst 2014 18:00 Upplýsir ekki um leiguverð vegna Timberlake-tónleika Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogsbæjar segir að verð sem Sena greiddi fyrir leigu á Kórnum undir tónleika Justin Timberlake sé trúnaðarmál. Auk bæjarfulltrúa fengu makar bæjarfulltrúa boðsmiða á tónleikana en Ármann segir að boðsmiðar fyrir maka hafi verið vegna fjölskyldustefnu Kópavogsbæjar. 2. september 2014 19:26 Hluti af starfsskyldum að fara á tónleika Timberlake Bæjarfulltrúi VG í Kópavogi var einn þeirra sem þáði boðsmiða sem bárust bæjarskrifstofum frá Senu til að fara á tónleika Justins Timberlake í Kórnum um síðustu helgi. 30. ágúst 2014 14:46 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Innlent Fleiri fréttir Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Sjá meira
Sena greiddi Kópavogsbæ 8.250.000 krónur fyrir átta daga leigu á íþróttahúsinu Kórnum í Kópavogi þar sem tónleikar Justin Timberlake fóru fram þann 24. ágúst. Þegar gjöld bæjarins hafa verið dregin frá kemur í ljós að nettóleigutekjur bæjarins námu 5.5 milljónum króna. Þetta kemur fram í svari bæjarins við fyrirspurn Vísis.Bærinn mat það upphaflega sem svo að það samræmdist ekki viðskiptahagsmunum bæjarsins að gefa leiguverðið upp. Kórinn væri í samkeppni við önnur mannvirki á höfuðborgarsvæðinu sem leigð eru út fyrir tónleika af þessum toga. „Þess má geta að í aðdraganda samningsins um tónleika í Kórnum neituðu samkeppnisaðilar að gefa upp leiguverð þegar eftir var leitað. Í ljósi ásakana um spillingu er metið sem svo að það sé rétt að fórna hugsanlegum viðskiptahagsmunum bæjarins.“ Leiga Kópavogsbæjar á Kórnum hefur verið töluvert til umfjöllunar undanfarna daga eftir að Sigurjón Jónsson, varabæjarfulltrúi í Framsókn, óskaði eftir því að leigan yrði gefin upp. Þá kallaði hann eftir því að upplýst yrði hvaða bæjarfulltrúar hefðu þegið miða á tónleikana. Vísaði hann í siðareglur bæjarins og velti því fyrir sér hvort þær hefðu verið brotnar. Sigurjón hafði ætlað að þiggja boðsmiða á tónleikana en í ljós kom að þeir voru bara ætlaðir bæjarfulltrúum. Kópavogsbær fékk 30 boðsmiða frá Senu á tónleikana. Taldi Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri það mikilvægt að bæjarfulltrúar fengju að upplifa tónleikana til að vera betur í stakk búnir til að meta framtíðarmöguleika íþróttahússins. Allir bæjarfulltrúarnir ellefu þáðu miðana en mökum var einnig boðið. Sagði Ármann í kvöldfréttum Stöðvar 2 það eðlilegt enda væri um sunnudagskvöld að ræða. Hinir miðarnir átta fóru til Páls Magnússonar bæjarritara og Steingríms Haukssonar, sviðsstjóra umhverfissviðs, sem hvor fékk tvo miða. Þá fengu Jón Júlíusson, deildarstjóri íþróttadeildar, Gunnar Guðmundsson íþróttafulltrúi, Valdimar F. Valdimarsson, rekstrarfulltrúi á íþróttadeild og Sævar Sigurðsson sérfræðingur á íþróttadeild sinn miðann hver.Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri.Vísir/Anton BrinkEins og áður segir greiddi Sena 8.25 milljónir króna til Kópavogsbæjar. Fjórar milljónir í leiguverð og 4.25 milljónir í annan kostnað þ.m.t. leiga á gólfi, þrif á gólfi og grasi og flutningar. Þá voru talin með þrif á húsnæðinu. Kópavogsbær greiddi Handknattleiksfélagi Kópavogs 800 þúsund krónur vegna vinnu við tónleikana og Strætó bs. 1.950.000 krónur vegna fólksflutninga. Nettóleigutekjurnar voru því 5.5 milljónir króna. Í svari Kópavogsbæjar kemur fram að lítil starfsemi sé í Kórnum yfir sumartímann. Þá átta daga sem Sena leigði húsið hafi engin starfsemi verið fyrirhuguð. Miðað við leiguverð í Kórnum og fulla nýtingu á húsnæðinu frá morgni til kvölds væru leigutekjur fyrir dagana átta 3.826.000 krónur. Leigutekjur vegna tónleikanna voru því umfram áætlaðar tekjur af leigu hússins. Hönnun Kórsins miðast við að 19.000 manns geti verið í honum en flóttaleiðir hússins miða við það. Í samningi Kópavogsbæjar við Senu, sem lesa má í heild sinni hér að neðan, er kveðið á um að hámarksfjöldi gesta á þennan viðburð sé 17.500 og öryggis- og rýmingaráætlanir miðuðu við þann fjölda. Stærð og staðsetning sviðsins takmarkaði fjölda gesta við 17.500 manns.Í viðhengi hér að neðan má sjá verðskrá Kórsins auk samningsins sem Kópavogsbær gerði við Senu.
Tengdar fréttir Dósirnar komnar í leitirnar "Það var bara einn starfsmaður hússins sem fór í rölt um nærsvæðið og fann pokana fyrir aftan hurð neðst í hesthúsabyggðinni,“ segir Torfi Jóhannsson, verkefnisstjóri hjá HK, í samtali við Vísi. 28. ágúst 2014 22:48 „Frábærar fréttir, ég er klár ásamt maka“ Bæjarstjóri Kópavogs segir hvern og einn bæjarfulltrúa hafa þegið tvo boðsmiða á tónleika Justins Timberlake. Varabæjarfulltrúi Framsóknar, sem telur siðareglur kunna að hafa verið brotnar, fékk enga miða því bæjarfulltrúi flokksins nýtti þá. 2. september 2014 07:30 „Ég svaraði bara um hæl án þess að pæla“ Varafulltrúi Framsóknarflokksins segir leiguverð á Kórnum í Kópavogi lykilatriði. 2. september 2014 10:41 Tónleikar Justin Timberlake: 20 þúsund dósum stolið af HK-ingum „Maður er hræddur um það,“ segir Torfi Jóhannsson, verkefnisstjóri hjá HK, í samtali við Vísi. Fjáröflun Kópavogsliðsins í kjölfar tónleika Justins Timberlake í Kórnum á sunnudaginn virðist hafa farið út um þúfur. 28. ágúst 2014 13:58 Hvetja dósaþjófinn til að fara beint í endurvinnsluna „Hann hefur að öllum líkindum verið á stórum sendiferðabíl. Bíll með kerru dugar ekki í þetta,“ segir Torfi Jóhannsson, verkefnastjóri hjá HK. 28. ágúst 2014 18:00 Upplýsir ekki um leiguverð vegna Timberlake-tónleika Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogsbæjar segir að verð sem Sena greiddi fyrir leigu á Kórnum undir tónleika Justin Timberlake sé trúnaðarmál. Auk bæjarfulltrúa fengu makar bæjarfulltrúa boðsmiða á tónleikana en Ármann segir að boðsmiðar fyrir maka hafi verið vegna fjölskyldustefnu Kópavogsbæjar. 2. september 2014 19:26 Hluti af starfsskyldum að fara á tónleika Timberlake Bæjarfulltrúi VG í Kópavogi var einn þeirra sem þáði boðsmiða sem bárust bæjarskrifstofum frá Senu til að fara á tónleika Justins Timberlake í Kórnum um síðustu helgi. 30. ágúst 2014 14:46 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Innlent Fleiri fréttir Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Sjá meira
Dósirnar komnar í leitirnar "Það var bara einn starfsmaður hússins sem fór í rölt um nærsvæðið og fann pokana fyrir aftan hurð neðst í hesthúsabyggðinni,“ segir Torfi Jóhannsson, verkefnisstjóri hjá HK, í samtali við Vísi. 28. ágúst 2014 22:48
„Frábærar fréttir, ég er klár ásamt maka“ Bæjarstjóri Kópavogs segir hvern og einn bæjarfulltrúa hafa þegið tvo boðsmiða á tónleika Justins Timberlake. Varabæjarfulltrúi Framsóknar, sem telur siðareglur kunna að hafa verið brotnar, fékk enga miða því bæjarfulltrúi flokksins nýtti þá. 2. september 2014 07:30
„Ég svaraði bara um hæl án þess að pæla“ Varafulltrúi Framsóknarflokksins segir leiguverð á Kórnum í Kópavogi lykilatriði. 2. september 2014 10:41
Tónleikar Justin Timberlake: 20 þúsund dósum stolið af HK-ingum „Maður er hræddur um það,“ segir Torfi Jóhannsson, verkefnisstjóri hjá HK, í samtali við Vísi. Fjáröflun Kópavogsliðsins í kjölfar tónleika Justins Timberlake í Kórnum á sunnudaginn virðist hafa farið út um þúfur. 28. ágúst 2014 13:58
Hvetja dósaþjófinn til að fara beint í endurvinnsluna „Hann hefur að öllum líkindum verið á stórum sendiferðabíl. Bíll með kerru dugar ekki í þetta,“ segir Torfi Jóhannsson, verkefnastjóri hjá HK. 28. ágúst 2014 18:00
Upplýsir ekki um leiguverð vegna Timberlake-tónleika Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogsbæjar segir að verð sem Sena greiddi fyrir leigu á Kórnum undir tónleika Justin Timberlake sé trúnaðarmál. Auk bæjarfulltrúa fengu makar bæjarfulltrúa boðsmiða á tónleikana en Ármann segir að boðsmiðar fyrir maka hafi verið vegna fjölskyldustefnu Kópavogsbæjar. 2. september 2014 19:26
Hluti af starfsskyldum að fara á tónleika Timberlake Bæjarfulltrúi VG í Kópavogi var einn þeirra sem þáði boðsmiða sem bárust bæjarskrifstofum frá Senu til að fara á tónleika Justins Timberlake í Kórnum um síðustu helgi. 30. ágúst 2014 14:46