Porsche Cayenne uppfærður Finnur Thorlacius skrifar 2. september 2014 11:45 Porsche Cayenne E-Hybrid fær öfluga drifrás en eyðir engu að síður mjög litlu. Nú á haustmánuðum kemur Cayenne jeppinn frá Porsche með breyttan svip og ýmsar áhugaverðar breytingar frá fyrri gerð. Ekki er um að ræða kynslóðarbreytingu á bílnum en þói er ansi margt nýtt í bílnum. Bíllinn breytist nokkuð útlitslega, fær nýja húddlínu og stærra grill og mun líkjast mjög nefinu á nýja Porsche Macan sportjeppanum. Xeneon ljós verða staðalbúnaður í öllum útfærslum Cayenne.Erfir ýmislegt frá Macan Afturljósin verða líka breytt og önnur breyting að aftan felur í sér að pústin koma nú út úr afturstuðaranum. Afturhlerinn verður auk þess rafdrifinn. Hliðarsvipur Cayenne mun ekki breytast að ráði. Að innan má helst nefna að stýrið verður það sama og er í Macan. Það er leðurklætt aðgerðarstýri og mjög sportlegt. Enn mun bætast við gríðarmikinn staðalbúnað í bílnum, en var hann þó ærinn fyrir.Öflugri dísilvél sem eyðir minna Ef til vill er stærsta breytingin fólgin í betrumbættri dísilvél, en þannig búinn hafa flestir Cayenne bílar selst hérlendis. Eldri vélin var 245 hestöfl en fer nú í 262 höstöfl. Tog hennar fer frá 550 Nm í 580 Nm. Með nýju vélinn er Cayenne 7,3 sekúndur í hundraðið en var 7,6 sekúndur með þeirri eldri. Þrátt fyrir aukið afl er eyðsla þessarar nýju vélar aðeins 6,6 lítrar en var 7,2 í þeirri eldri. Þetta eru alveg magnaðar tölur fyrir svona stóran bíl og hreint óskiljanlegt hvernig Porsche tekst ávallt að auka afl véla sinna og minnka eyðslu þeirra í leiðinni. Verð á nýjum Cayenne mun haldast óbreytt, eða 13.990.000 krónur.Nýr Cayenne E-hybrid Með þessum breytta Cayenne mun Porsche nú bjóða uppá enn eina gerð hans, Cayenne E-hybrid. Þetta er Plug-In-Hybrid bíll sem stungið er í samband við heimilisrafmagn. Hleðslustöð fylgir bílnum. Hér er um að ræða mjög áhugaverða og aflmikla útgáfu bílsins. Hann er 416 hestöfl og koma 333 þeirra frá 3,0 lítra bensínvél og restin frá rafmótorum. Þessi bíll er ekki nema 5,9 sekúndur í hundraðið en samt er uppgefin eyðsla hans 3,4 lítrar á hverja hundrað kílómetra. Drægni á rafmagninu er 18-36 kílómetrar og er hugsað aðallega til borgaraksturs. Vélbúnaður þessa bíls er kunnuglegur en sama drifrás er í stóra Porsche Panamera bílnum. Þessi gerð bílsins kemur örlítið seinna á markað en dísilútgáfan. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent
Nú á haustmánuðum kemur Cayenne jeppinn frá Porsche með breyttan svip og ýmsar áhugaverðar breytingar frá fyrri gerð. Ekki er um að ræða kynslóðarbreytingu á bílnum en þói er ansi margt nýtt í bílnum. Bíllinn breytist nokkuð útlitslega, fær nýja húddlínu og stærra grill og mun líkjast mjög nefinu á nýja Porsche Macan sportjeppanum. Xeneon ljós verða staðalbúnaður í öllum útfærslum Cayenne.Erfir ýmislegt frá Macan Afturljósin verða líka breytt og önnur breyting að aftan felur í sér að pústin koma nú út úr afturstuðaranum. Afturhlerinn verður auk þess rafdrifinn. Hliðarsvipur Cayenne mun ekki breytast að ráði. Að innan má helst nefna að stýrið verður það sama og er í Macan. Það er leðurklætt aðgerðarstýri og mjög sportlegt. Enn mun bætast við gríðarmikinn staðalbúnað í bílnum, en var hann þó ærinn fyrir.Öflugri dísilvél sem eyðir minna Ef til vill er stærsta breytingin fólgin í betrumbættri dísilvél, en þannig búinn hafa flestir Cayenne bílar selst hérlendis. Eldri vélin var 245 hestöfl en fer nú í 262 höstöfl. Tog hennar fer frá 550 Nm í 580 Nm. Með nýju vélinn er Cayenne 7,3 sekúndur í hundraðið en var 7,6 sekúndur með þeirri eldri. Þrátt fyrir aukið afl er eyðsla þessarar nýju vélar aðeins 6,6 lítrar en var 7,2 í þeirri eldri. Þetta eru alveg magnaðar tölur fyrir svona stóran bíl og hreint óskiljanlegt hvernig Porsche tekst ávallt að auka afl véla sinna og minnka eyðslu þeirra í leiðinni. Verð á nýjum Cayenne mun haldast óbreytt, eða 13.990.000 krónur.Nýr Cayenne E-hybrid Með þessum breytta Cayenne mun Porsche nú bjóða uppá enn eina gerð hans, Cayenne E-hybrid. Þetta er Plug-In-Hybrid bíll sem stungið er í samband við heimilisrafmagn. Hleðslustöð fylgir bílnum. Hér er um að ræða mjög áhugaverða og aflmikla útgáfu bílsins. Hann er 416 hestöfl og koma 333 þeirra frá 3,0 lítra bensínvél og restin frá rafmótorum. Þessi bíll er ekki nema 5,9 sekúndur í hundraðið en samt er uppgefin eyðsla hans 3,4 lítrar á hverja hundrað kílómetra. Drægni á rafmagninu er 18-36 kílómetrar og er hugsað aðallega til borgaraksturs. Vélbúnaður þessa bíls er kunnuglegur en sama drifrás er í stóra Porsche Panamera bílnum. Þessi gerð bílsins kemur örlítið seinna á markað en dísilútgáfan.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent