Hundaræktandinn á Dalsmynni vill ógilda átta fullyrðingar Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. september 2014 11:30 Árni Stefán Árnason lögfræðingur. VÍSIr/stefán Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Ástu Sigurðardóttur og Hundaræktarinnar ehf. að Dalsmynni gegn lögfræðingnum Árna Stefáni Árnasyni hefst í Héraðsdómi Reykjarvíkur á morgun. Árna er gefið að sök að hafa með ærumeiðandi ummælum í október í fyrra, í fréttum á dv.is og í þættinum Málinu á Skjá einum, vegið alvarlega að starfsheiðri Ástu og starfseminnar í Dalsmynni. Alls er farið fram á að átta ummæli verði dæmd ógild og ómerk og er þess þá einnig krafist að Árni greiði Ástu tvær milljónir króna með vöxtum frá 9 október í fyrra í miskabætur. Málsatvik eru þau að þann 8. október 2013 birtist frétt á vefsíðunni dv.is undir fyrirsögninni „Dýraverndarlögfræðingur: „Þá væri ég löngu búinn að loka þessum stað“. Í fréttinni var greint frá því að sama kvöld yrði sýndur sjónvarpsþáttur á sjónvarpsstöðinni Skjá einum, þar sem fjallað yrði um starfsemi Hundaræktarinnar í Dalsmynni, en Ásta Sigurðadóttir veitir henni forstöðu. Í fréttinni og í sjónvarpsþættinum fullyrti Árni að í rekstri Hundaræktarinnar hefðu um langan tíma verið brotin dýraverndarlög og í færslu á bloggsíðu sinni daginn eftir fullyrti hann einnig að Ásta hefði augljóslega gerst brotleg við lög, að Hundaræktin viðhefði framleiðslu á dýrum við bágborin skilyrði og að Ásta „hefði eitthvað að fela“Ummælin átta Ummæli Árna, sem farið er fram á að verði dæmd ógild og ómerk, eru eftirfarandi: „Þá væri ég löngu búinn að loka þessum stað“„Alveg örugglega. Ég hef verið sannfærður í langan tíma um að þarna sé verið að brjóta nokkur ákvæði dýraverndarlaga. Ef ég væri í stöðu til að vera héraðsdýralæknir og með þá reynslu sem ég hef að dýrahaldi, þá væri ég löngu búinn að loka þessum stað“„Dýraníð að Dalsmynni“„Rekstraraðilinn Ásta Sigurðardóttir hefur augljóslega einnig gerst brotleg við dýraverndarlög með ýmsum hætti. Við brotum Ástu eins og þau blasa við mér getur refsing varðar allt að tveggja ára fangelsi.“„Gæsalappir eru hér notaðar því ég tel að starfsemin eigi ekkert skylt við ræktun.“„Að Dalsmynni fer fram framleiðsla á dýrum við bágborin skilyrði“„Það á ekki við um Ástu sem hefur eitthvað að fela.“„Réttilega verður starfsemin að Kjalarnesi aðeins nefnd einu nafni, hvolpaframleiðsla“Starfsheitið eykur vigtinaÍ stefnunni á hendur Árna eru ummælin hér að ofan sögð fela í sér „alvarlegar og óviðurkvæmilegar aðdróttanir og ærumeiðingar“ um að Dalsmynni stundi dýraníð, brjóti dýraverndarlög og hafi hluti að fela, „svo fátt sé nefnt“. Ekki sé um gildisdóma að ræða heldur staðhæfingar um staðreyndir og eru ummælin sögð sérstaklega alvarleg í ljósi þess að Árni kynnir sig ýmist sem dýraverndarlögfræðing eða lögfræðing með dýrarétt sem sérsvið. „Það ljær ummælum hans trúverðugleika í augum almennings og eru ærumeiðingar og aðdróttanir hans því enn alvarlegri en ef leikmaður hefði viðhaft þær,“ er fram kemur í stefnunni.Ásta áður sigrað Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ásta stefnir fyrir ærumeiðandi ummæli um Dalsmynni en árið 2009 sigraði hún meiðyrðamál gegn Hrafnhildi Jónu Þórisdóttur. Þá var um að ræða fjögur ummæli af sjö sem voru dæmd ómerk. Öll voru þau birt á heimasíðunni hundaspjall.is en það va rbloggsíða í umsjá Hrafnhildar.Hrafnhildi var gert að greiða Ástu hálfa milljón í málskostnað en kröfu um miskabætur var hafnað.Nánar er rætt við Ástu Sigurðardóttur í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Tengdar fréttir Hundaræktandi á Dalsmynni sigrar í meiðyrðamáli Húsfreyjan á hundaræktunarbúinu Dalsmynni, Ásta Sigurðardóttir, sigraði meiðyrðamál gegn Hrafnhildi Jónu Þórisdóttur, en ummælin höfðu verið skrifuð á bloggsíðu í umsjá Hrafnhildar. Um er að ræða fjögur ummæli af sjö sem voru dæmd ómerk. 11. febrúar 2009 13:09 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent „Það er allt á floti“ Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Ástu Sigurðardóttur og Hundaræktarinnar ehf. að Dalsmynni gegn lögfræðingnum Árna Stefáni Árnasyni hefst í Héraðsdómi Reykjarvíkur á morgun. Árna er gefið að sök að hafa með ærumeiðandi ummælum í október í fyrra, í fréttum á dv.is og í þættinum Málinu á Skjá einum, vegið alvarlega að starfsheiðri Ástu og starfseminnar í Dalsmynni. Alls er farið fram á að átta ummæli verði dæmd ógild og ómerk og er þess þá einnig krafist að Árni greiði Ástu tvær milljónir króna með vöxtum frá 9 október í fyrra í miskabætur. Málsatvik eru þau að þann 8. október 2013 birtist frétt á vefsíðunni dv.is undir fyrirsögninni „Dýraverndarlögfræðingur: „Þá væri ég löngu búinn að loka þessum stað“. Í fréttinni var greint frá því að sama kvöld yrði sýndur sjónvarpsþáttur á sjónvarpsstöðinni Skjá einum, þar sem fjallað yrði um starfsemi Hundaræktarinnar í Dalsmynni, en Ásta Sigurðadóttir veitir henni forstöðu. Í fréttinni og í sjónvarpsþættinum fullyrti Árni að í rekstri Hundaræktarinnar hefðu um langan tíma verið brotin dýraverndarlög og í færslu á bloggsíðu sinni daginn eftir fullyrti hann einnig að Ásta hefði augljóslega gerst brotleg við lög, að Hundaræktin viðhefði framleiðslu á dýrum við bágborin skilyrði og að Ásta „hefði eitthvað að fela“Ummælin átta Ummæli Árna, sem farið er fram á að verði dæmd ógild og ómerk, eru eftirfarandi: „Þá væri ég löngu búinn að loka þessum stað“„Alveg örugglega. Ég hef verið sannfærður í langan tíma um að þarna sé verið að brjóta nokkur ákvæði dýraverndarlaga. Ef ég væri í stöðu til að vera héraðsdýralæknir og með þá reynslu sem ég hef að dýrahaldi, þá væri ég löngu búinn að loka þessum stað“„Dýraníð að Dalsmynni“„Rekstraraðilinn Ásta Sigurðardóttir hefur augljóslega einnig gerst brotleg við dýraverndarlög með ýmsum hætti. Við brotum Ástu eins og þau blasa við mér getur refsing varðar allt að tveggja ára fangelsi.“„Gæsalappir eru hér notaðar því ég tel að starfsemin eigi ekkert skylt við ræktun.“„Að Dalsmynni fer fram framleiðsla á dýrum við bágborin skilyrði“„Það á ekki við um Ástu sem hefur eitthvað að fela.“„Réttilega verður starfsemin að Kjalarnesi aðeins nefnd einu nafni, hvolpaframleiðsla“Starfsheitið eykur vigtinaÍ stefnunni á hendur Árna eru ummælin hér að ofan sögð fela í sér „alvarlegar og óviðurkvæmilegar aðdróttanir og ærumeiðingar“ um að Dalsmynni stundi dýraníð, brjóti dýraverndarlög og hafi hluti að fela, „svo fátt sé nefnt“. Ekki sé um gildisdóma að ræða heldur staðhæfingar um staðreyndir og eru ummælin sögð sérstaklega alvarleg í ljósi þess að Árni kynnir sig ýmist sem dýraverndarlögfræðing eða lögfræðing með dýrarétt sem sérsvið. „Það ljær ummælum hans trúverðugleika í augum almennings og eru ærumeiðingar og aðdróttanir hans því enn alvarlegri en ef leikmaður hefði viðhaft þær,“ er fram kemur í stefnunni.Ásta áður sigrað Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ásta stefnir fyrir ærumeiðandi ummæli um Dalsmynni en árið 2009 sigraði hún meiðyrðamál gegn Hrafnhildi Jónu Þórisdóttur. Þá var um að ræða fjögur ummæli af sjö sem voru dæmd ómerk. Öll voru þau birt á heimasíðunni hundaspjall.is en það va rbloggsíða í umsjá Hrafnhildar.Hrafnhildi var gert að greiða Ástu hálfa milljón í málskostnað en kröfu um miskabætur var hafnað.Nánar er rætt við Ástu Sigurðardóttur í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.
Tengdar fréttir Hundaræktandi á Dalsmynni sigrar í meiðyrðamáli Húsfreyjan á hundaræktunarbúinu Dalsmynni, Ásta Sigurðardóttir, sigraði meiðyrðamál gegn Hrafnhildi Jónu Þórisdóttur, en ummælin höfðu verið skrifuð á bloggsíðu í umsjá Hrafnhildar. Um er að ræða fjögur ummæli af sjö sem voru dæmd ómerk. 11. febrúar 2009 13:09 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent „Það er allt á floti“ Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Hundaræktandi á Dalsmynni sigrar í meiðyrðamáli Húsfreyjan á hundaræktunarbúinu Dalsmynni, Ásta Sigurðardóttir, sigraði meiðyrðamál gegn Hrafnhildi Jónu Þórisdóttur, en ummælin höfðu verið skrifuð á bloggsíðu í umsjá Hrafnhildar. Um er að ræða fjögur ummæli af sjö sem voru dæmd ómerk. 11. febrúar 2009 13:09