Elmiraj verður smíðaður Finnur Thorlacius skrifar 19. september 2014 16:45 Þrusu fallegir bíll og ógnarstór. Í dag tilkynnti Cadillac að fyrirtækið muni hefja smíði síns stærsta bíls uppúr hugmyndabílnum Elmiraj sem vakti gríðarlega athygli á bílasýningunni í Frankfurt í fyrra. Þetta flaggskip Cadillac er risastór bíll sem etja mun kappi við lúxusbíla Bentley og Rolls Royce, en líklega kosta öllu minna. Ekki er víst að bíllinn muni halda nafninu Elmiraj og allt eins víst að hann fá þriggja stafa skammstöfun og hafa stafirnir LTS verið nefndir í því sambandi. Væri það í samræmi við aðra bíla Cadillac sem bera slíka þriggja bókstafa runu. Bíllinn er afturhjóladrifinn sem eðlilegt má telja um slíkan bíl. Hann verður hlaðinn lúxus og Cadillac segir að sú tækni sem mun í honum sjást eigi sér enga hliðstæðu. Cadillac segist að auki nota óvenjulegar framleiðsluaðferðir við smíði hans. Þau orð benda til þess að ekki verði aftur snúið við framleiðslu bílsins, enda á hann að koma á markað á næsta ári, þó á 4. ársfjórðungi. Það kom þá að því að bandarískir bílaframleiðendur færu aftur að smíða risastóra lúxusbíla sem keppt gætu við vandaða smíða breskra lúxusbílaframleiðendanna. Það á reyndar eftir að koma í ljós hvernig honum verður tekið.Alls ekki slæmt að hafa einn svona á bílaplaninu.Alls ekki dónalegur að innan heldur. Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent
Í dag tilkynnti Cadillac að fyrirtækið muni hefja smíði síns stærsta bíls uppúr hugmyndabílnum Elmiraj sem vakti gríðarlega athygli á bílasýningunni í Frankfurt í fyrra. Þetta flaggskip Cadillac er risastór bíll sem etja mun kappi við lúxusbíla Bentley og Rolls Royce, en líklega kosta öllu minna. Ekki er víst að bíllinn muni halda nafninu Elmiraj og allt eins víst að hann fá þriggja stafa skammstöfun og hafa stafirnir LTS verið nefndir í því sambandi. Væri það í samræmi við aðra bíla Cadillac sem bera slíka þriggja bókstafa runu. Bíllinn er afturhjóladrifinn sem eðlilegt má telja um slíkan bíl. Hann verður hlaðinn lúxus og Cadillac segir að sú tækni sem mun í honum sjást eigi sér enga hliðstæðu. Cadillac segist að auki nota óvenjulegar framleiðsluaðferðir við smíði hans. Þau orð benda til þess að ekki verði aftur snúið við framleiðslu bílsins, enda á hann að koma á markað á næsta ári, þó á 4. ársfjórðungi. Það kom þá að því að bandarískir bílaframleiðendur færu aftur að smíða risastóra lúxusbíla sem keppt gætu við vandaða smíða breskra lúxusbílaframleiðendanna. Það á reyndar eftir að koma í ljós hvernig honum verður tekið.Alls ekki slæmt að hafa einn svona á bílaplaninu.Alls ekki dónalegur að innan heldur.
Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent