Skoðun

Vertu virkur – taktu þátt

Unnur Pétursdóttir skrifar
Í skýrslu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) segir að endurhæfing sé góð fjárfesting því hún byggi upp mannauð. Engum blöðum er um það að fletta að öflug sjúkraþjálfun er gríðarlega góð fjárfesting fyrir þjóðfélagið, hún eflir mannauð landsins og gerir fólki kleift að njóta sín til fulls.

Í september ár hvert fagna sjúkraþjálfarar um allan heim alþjóðlegum degi sjúkraþjálfunar og nota hann til að draga athygli að framlagi sjúkraþjálfara til heilsu og vellíðunar einstaklinga og þjóða. Skilaboð alþjóðasambands sjúkraþjálfara þetta árið er að einstaklingar með fötlun og/eða langvinna sjúkdóma eigi rétt á að taka fullan þátt í þjóðfélaginu og að sjúkraþjálfarar skipti gjarnan höfuðmáli í því að gera fólki kleift að standa undir slagorðinu „Virkni til þátttöku“.

Sjúkraþjálfarar eru sérhæfðir í hreyfigreiningu og þjálfun. Þeir greina hreyfivanda sem og annan vanda sem aftrar fólki frá því að vera eins virkt og sjálfstætt og möguleiki er á og finna út frá því leiðir til aukinnar þátttöku með meðferð, endurhæfingu, þjálfun og hvatningu.

Vönduð sjúkraþjálfun er þjóðfélaginu afar dýrmæt og skapar verðmæti langt umfram það sem talið verður í krónum og aurum.




Skoðun

Skoðun

Kona, vertu ekki fyrir!

Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar

Sjá meira


×