„Einhver vanhugsaðasta aðgerð sem ég man eftir“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. september 2014 13:30 Fiskistofa er ein sérhæfðasta stofnun ríkisins. Vísir/Valli Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR, stéttarfélags í almannaþjónustu, segir flutning Fiskistofu til Akureyrar einhverja vanhugsuðustu aðgerð sem hann man eftir í sambandi við breytingar á rekstri ríkisstofnunar. Fiskistofa sé ein sérhæfðasta stofnun ríkisins og gríðarlega mikil þekking muni tapast ef starfsfólkið flytji ekki með til Akureyrar. „Ég held að þessar 3 milljónir sem verið er að bjóða starfsfólki ef það flytur til Akureyrar sé sá verðmiði sem ráðuneytið setur ef það þyrfti að þjálfa upp nýtt starfsfólk fyrir Fiskistofu. Ég held reyndar að þetta sé mjög vanreiknað hjá ráðuneytinu og að það muni kosta mun meira en 3 milljónir að þjálfa upp einn nýjan starfsmann hjá Fiskistofu. Flutningur Fiskistofu mun því kosta mun meira ef starfsfólkið flytur ekki með,“ segir Þórarinn. Þórarinn segir að hafa verði í huga þegar talað er um flutning Fiskistofu að sé mjög sérhæft starfsfólk sem hafi mikla sérþekkingu á kvótakerfinu. Það sé því líklegt að það muni taka langan tíma að þjálfa upp nýtt starfsfólk. „Allt regluverkið í kringum kvótalögin og framkvæmd þeirra er mjög mikill frumskógur. Það er enginn sem þekkir það betur en starfsfólk Fiskistofu enda er hlutverk stofnunarinnar að fylgjast með því að farið sé að kvótalögunum.“ Þórarinn segir Fiskistofu sinna flóknum verkefnum sem snúa meðal annars að útgerðunum, fiskveiðiheimildum og flutningi á aflaheimildum.Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR.Verið er að leggja niður störf með því að flytja starfsemina Þórarinn segist ekki muna til þess að starfsfólki hafi áður verið greitt fyrir að flytja á milli landshluta vegna starfs síns. Í þessu tilfelli sé áætlað að flytja sérþekkingu milli landshluta og það kosti einfaldlega mikla peninga. Hvað varðar biðlaunarétt starfsfólks segir Þórarinn ágreining uppi um það. Ákvæði í lögum um opinbera starfsmenn kveði á um að ef starf sé lagt niður eigi starfsmaðurinn rétt á biðlaunum, en þetta á einungis við um starfsfólk sem tók til starfa fyrir 1. júlí 1996. „Við hjá stéttarfélaginu túlkum þetta þannig að þegar störf séu flutt á milli landshluta þá sé í raun verið að leggja þau niður því fólki er auðvitað gert ókleift að sækja starf sitt. Mannauðsskrifstofa fjármálaráðuneytisins lítur hins vegar ekki svo á að um niðurlagningu starfa sé að ræða. Hvernig fer með biðlaunaréttinn liggur því ekki fyrir.“ Tengdar fréttir Býður starfsfólki Fiskistofu þrjár milljónir Starfsmenn Fiskistofu geta fengið styrk ef þeir flytjast með stofunni norður til Akureyrar. Ráðuneytið mun ekki segja upp því starfsfólki sem flytur ekki norður né leggja niður störf þess. Starfsmenn þurfa sjálfir að segja upp. 18. september 2014 10:57 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR, stéttarfélags í almannaþjónustu, segir flutning Fiskistofu til Akureyrar einhverja vanhugsuðustu aðgerð sem hann man eftir í sambandi við breytingar á rekstri ríkisstofnunar. Fiskistofa sé ein sérhæfðasta stofnun ríkisins og gríðarlega mikil þekking muni tapast ef starfsfólkið flytji ekki með til Akureyrar. „Ég held að þessar 3 milljónir sem verið er að bjóða starfsfólki ef það flytur til Akureyrar sé sá verðmiði sem ráðuneytið setur ef það þyrfti að þjálfa upp nýtt starfsfólk fyrir Fiskistofu. Ég held reyndar að þetta sé mjög vanreiknað hjá ráðuneytinu og að það muni kosta mun meira en 3 milljónir að þjálfa upp einn nýjan starfsmann hjá Fiskistofu. Flutningur Fiskistofu mun því kosta mun meira ef starfsfólkið flytur ekki með,“ segir Þórarinn. Þórarinn segir að hafa verði í huga þegar talað er um flutning Fiskistofu að sé mjög sérhæft starfsfólk sem hafi mikla sérþekkingu á kvótakerfinu. Það sé því líklegt að það muni taka langan tíma að þjálfa upp nýtt starfsfólk. „Allt regluverkið í kringum kvótalögin og framkvæmd þeirra er mjög mikill frumskógur. Það er enginn sem þekkir það betur en starfsfólk Fiskistofu enda er hlutverk stofnunarinnar að fylgjast með því að farið sé að kvótalögunum.“ Þórarinn segir Fiskistofu sinna flóknum verkefnum sem snúa meðal annars að útgerðunum, fiskveiðiheimildum og flutningi á aflaheimildum.Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR.Verið er að leggja niður störf með því að flytja starfsemina Þórarinn segist ekki muna til þess að starfsfólki hafi áður verið greitt fyrir að flytja á milli landshluta vegna starfs síns. Í þessu tilfelli sé áætlað að flytja sérþekkingu milli landshluta og það kosti einfaldlega mikla peninga. Hvað varðar biðlaunarétt starfsfólks segir Þórarinn ágreining uppi um það. Ákvæði í lögum um opinbera starfsmenn kveði á um að ef starf sé lagt niður eigi starfsmaðurinn rétt á biðlaunum, en þetta á einungis við um starfsfólk sem tók til starfa fyrir 1. júlí 1996. „Við hjá stéttarfélaginu túlkum þetta þannig að þegar störf séu flutt á milli landshluta þá sé í raun verið að leggja þau niður því fólki er auðvitað gert ókleift að sækja starf sitt. Mannauðsskrifstofa fjármálaráðuneytisins lítur hins vegar ekki svo á að um niðurlagningu starfa sé að ræða. Hvernig fer með biðlaunaréttinn liggur því ekki fyrir.“
Tengdar fréttir Býður starfsfólki Fiskistofu þrjár milljónir Starfsmenn Fiskistofu geta fengið styrk ef þeir flytjast með stofunni norður til Akureyrar. Ráðuneytið mun ekki segja upp því starfsfólki sem flytur ekki norður né leggja niður störf þess. Starfsmenn þurfa sjálfir að segja upp. 18. september 2014 10:57 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Býður starfsfólki Fiskistofu þrjár milljónir Starfsmenn Fiskistofu geta fengið styrk ef þeir flytjast með stofunni norður til Akureyrar. Ráðuneytið mun ekki segja upp því starfsfólki sem flytur ekki norður né leggja niður störf þess. Starfsmenn þurfa sjálfir að segja upp. 18. september 2014 10:57