Kennarar tala um viðsnúning stjórnvalda í menntamálum 18. september 2014 13:07 Kennarasamband Íslands harmar að í nýkynntu fjárlagafrumvarpi ársins skuli enn vera þrengt að framhaldsskólum landsins. Stjórn sambandsins segir í ályktun að verið sé að skerða aðgengi ungs fólks að námi. Í ályktuninni segir að rekstur framhaldsskóla landsins sé fyrir löngu kominn að þolmörkum. Það skjóti því skökku við að á sama tíma og stjórnvöld afþakki tekjustofna sé boðaður áframhaldandi niðurskurður í skólakerfinu. Guðríður Arnardóttir er formaður félags framhaldsskólakennara segir að þessi nýja stefna boði gjörbreytingu á íslenskri menntapólitík. „Það liggur fyrir og er beinlínis sagt í frumvarpinu, að nemendur sem eru yfir 25 ára munu ekki njóta forgangs í framhaldsskóla. Það kemur fram í fjárlagafrumvarpinu að það eigi að fækka um 4,7 prósent í framhaldsskólum landsins. Það mun leggjast af tvöföldum þunga á haustönnina 2015 því ég geri ekki ráð fyrir að skólarnir nái að bregðast við strax um áramót. Það liggur þá alveg fyrir að fjöldi nemenda, 25 ára og eldri, munu ekki eiga vísa skólavist í framhaldsskólum landsin,“ segir Guðríður. „Þetta er auðvitað viðsnúningur í menntapólitík því það er ekki að sjá í þessu frumvarpi neinar mótvægisaðgerðir.“ Guðríður segir að kennarar séu búnir að óska eftir fundi með ráðherra og fulltrúum ráðuneytisins til þess að fara nánar yfir frumvarpið en hún segir að engin svör hafi borist frá stjórnvöldum. „Það kom hér út hvítbók í vor þar sem eru reifaðar ýmsar hugmyndir varðandi breytingar á menntakerfinu og ráðherra hefur sjálfur sagt að hvítbókin sé umræðugrundvöllur. Við höfum beðið eftir því að verða kölluð til samráðs og frekari stefnumótunarvinnu á grundvelli hvítbókar en það hefur ekkert samband verið haft við okkur.“ Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Kennarasamband Íslands harmar að í nýkynntu fjárlagafrumvarpi ársins skuli enn vera þrengt að framhaldsskólum landsins. Stjórn sambandsins segir í ályktun að verið sé að skerða aðgengi ungs fólks að námi. Í ályktuninni segir að rekstur framhaldsskóla landsins sé fyrir löngu kominn að þolmörkum. Það skjóti því skökku við að á sama tíma og stjórnvöld afþakki tekjustofna sé boðaður áframhaldandi niðurskurður í skólakerfinu. Guðríður Arnardóttir er formaður félags framhaldsskólakennara segir að þessi nýja stefna boði gjörbreytingu á íslenskri menntapólitík. „Það liggur fyrir og er beinlínis sagt í frumvarpinu, að nemendur sem eru yfir 25 ára munu ekki njóta forgangs í framhaldsskóla. Það kemur fram í fjárlagafrumvarpinu að það eigi að fækka um 4,7 prósent í framhaldsskólum landsins. Það mun leggjast af tvöföldum þunga á haustönnina 2015 því ég geri ekki ráð fyrir að skólarnir nái að bregðast við strax um áramót. Það liggur þá alveg fyrir að fjöldi nemenda, 25 ára og eldri, munu ekki eiga vísa skólavist í framhaldsskólum landsin,“ segir Guðríður. „Þetta er auðvitað viðsnúningur í menntapólitík því það er ekki að sjá í þessu frumvarpi neinar mótvægisaðgerðir.“ Guðríður segir að kennarar séu búnir að óska eftir fundi með ráðherra og fulltrúum ráðuneytisins til þess að fara nánar yfir frumvarpið en hún segir að engin svör hafi borist frá stjórnvöldum. „Það kom hér út hvítbók í vor þar sem eru reifaðar ýmsar hugmyndir varðandi breytingar á menntakerfinu og ráðherra hefur sjálfur sagt að hvítbókin sé umræðugrundvöllur. Við höfum beðið eftir því að verða kölluð til samráðs og frekari stefnumótunarvinnu á grundvelli hvítbókar en það hefur ekkert samband verið haft við okkur.“
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira