„Við elskum að drekka blóð“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. september 2014 15:07 Rabie Shehada Vísir/AFP/Skjáskot Liðsmenn Íslamska ríkisins, sem nú ráða stórum hluta landsvæðisins fyrir botni Miðjarðarhafs, hafa skotið heimsbyggðinni skelk í bringu með afhöfðunum sínum og fjöldamorðum en nú hefur meðlimur samtakanna stigið fram og sagt að samtökin hafi ánægju af því að „drekka blóð“. Skæruliðinn Rabie Shehada, sem segir sig tilheyra Íslamska ríkinu og gengur iðulega undir nafninu „Palestínuslátrarinn“, lét ummælin falla í myndbandi sem birt var á netinu í vikunni og nálgast má með því að smella hér. „Ég sver að við erum hópur fólks sem elskar dauðann rétt eins og þið elskið að lifa. Ég sver að við elskum að drekka blóð. Við komum hingað til að slátra ykkur,“ segir Shehada í myndskeiðinu. „Við elskum að deyja rétt eins og þið elskið að lifa,“ bætti hann við. Shehada er 26 ára gamall og er talinn hafa fæðst í Nasaret í norðurhluta Ísraels en meirihluti íbúa svæðisins eru af arabískum uppruna. Að sögn fréttamanns Al arabia lærði maðurinn vélarverkfræði í þrjá mánuði í Nasaret áður en hann hvarf úr háskólanum án nokkurra skýringa. Síðar kom í ljós að hann hafði stungið af til Tyrklands þar sem hann hélt yfir landamærin til Sýrlands þar sem hann gekk til liðs við Sýrlenska frelsisherinn. Þaðan hafi hann svo flutt sig yfir til Íslamska ríkisins. Í samtökunum tók hann svo upp skæruliðanafnið Abu Mussaab al-Saffouri í höfuðið á bænum Safouri nærri Nasaret. Að sögn fréttamannsins er fjölskylda mannsins – spúsa hans og sonur – í miklu ójafnvægi eftir að ummælin mannsins rötuðu á netið og neita að tjá sig opinberlega um hann. Utanríkisráðherrar fjölda ríkja hafa heitið því aðstoða írösk stjórnvöld í baráttu sinni gegn vígamönnum samtakanna. Verði „öllum ráðum beitt“ gegn samtökunum sem ráða yfir stórum landsvæðum í bæði Írak og Sýrlandi. AP fréttaveitan segir þingmenn í Bandaríkjunum, sem nú ræða áætlun Obama um árásir gegn Íslamska ríkinu, telja að Bandaríkin muni dragast inn í annað stríð í Mið-Austurlöndum. Tengdar fréttir Bandaríkin gera loftárásir í Írak Árásunum var ætlað að koma í veg fyrir að IS næði tökum á hinni mikilvægu Haditha stífu. 7. september 2014 19:27 Boðað til mótmæla gegn IS í Danmörku Boðað hefur verið til mótmæla gegn Íslamska ríkinu í Kaupmannahöfn og Árósum í dag og er búist við að hundruð múslimar taki þátt í þeim. Vel á annað þúsund hafa boðað komu sína á mótmælin í Kaupmannahöfn í gegnum Facebook. 13. september 2014 15:21 Bandarískir hermenn berjast mögulega gegn Íslamska ríkinu Bandarískir hermenn gætu verið nauðsynlegir í baráttunni gegn Íslamska ríkinu í Írak og Sýrlandi, gangi áætlun Barack Obama ekki eftir. 16. september 2014 22:20 Stjórnarher Íraks nær Haditha stíflunni á sitt vald Írakski stjórnarherinn segist hafa náð að flæma meðlimi Hins íslamska ríkis frá Haditha stíflunni og stórum svæðum þar í kring. Bandaríkjamenn hafa gert loftárásir á vígamenna á þessu svæði sem virðist hafa hjálpað stjórnarhernum í baráttunni. 8. september 2014 08:44 Obama safnar liði gegn vígasveitunum Bandaríkjaforseti hyggst útskýra hernaðaráform sín gegn Íslamska ríkinu, sem hefur vaðið uppi í Sýrlandi og Írak. Arababandalagið hefur samþykkt hernaðaraðgerðir gegn Íslamska ríkinu, en lýsir þó ekki stuðningi við áform Bandaríkjanna. 9. september 2014 08:30 Hersveitir Hins íslamska ríkis öflugri en áður var talið Bandaríska leyniþjónustun CIA telur að hersveitir Hins íslamska ríkis í Írak og Sýrlandi hafi nú rúmlega þrjátíu þúsund hermönnum á að skipa. 12. september 2014 06:49 Gerðu loftárásir á vígamenn í Írak Bandaríkjamenn hafa síðustu tvo daga gert harðar loftárásir á bækistöðvar Hins íslamska ríkis í Írak nálægt Sinjar fjalli suðvestur af höfuðborginni Bagdad. Þetta eru fyrstu árásirnar sem gerðar eru eftir að Obama forseti lýsti því yfir að gefa þyrfti í í baráttunni við vígamennina sem nú ráða stórum svæðum í Írak og í Sýrlandi. 16. september 2014 07:30 Þriðji Vesturlandabúinn tekinn af lífi "Þeir eru engir múslimar, þeir eru skrímsli,“ sagði David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, um liðsmenn Íslamska ríkisins sem í gær birtu myndband sem sagt var sýna afhöfðun bresks hjálparstarfsmanns, David Haines að nafni. 15. september 2014 06:00 Cameron útilokar ekki loftárásir Breta á Íslamska ríkið Leiðtogar NATO-ríkjanna ræða heimsmálin: Vígasveitir herskárra íslamista í Írak og Sýrlandi, átök við uppreisnarmenn í Úkraínu og breyttar áherslur í Afganistan. 5. september 2014 07:30 Íslamska ríkið mun ekki hræða Bandaríkin Barack Obama Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin muni ekki láta Íslamska ríkið hræða sig, eftir að hryðjuverkasamtökin afhöfðuðu bandaríska blaðamanninn Steve Sotloff. 4. september 2014 12:00 Funda í París um ástandið í Írak og Sýrlandi Johnn Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun í dag hitta kollega sína frá fjölda ríkja á fundi í París sem ætlað er að afla baráttunni við Hið íslamska ríki í Írak og í Sýrlandi fylgis. 15. september 2014 07:18 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Liðsmenn Íslamska ríkisins, sem nú ráða stórum hluta landsvæðisins fyrir botni Miðjarðarhafs, hafa skotið heimsbyggðinni skelk í bringu með afhöfðunum sínum og fjöldamorðum en nú hefur meðlimur samtakanna stigið fram og sagt að samtökin hafi ánægju af því að „drekka blóð“. Skæruliðinn Rabie Shehada, sem segir sig tilheyra Íslamska ríkinu og gengur iðulega undir nafninu „Palestínuslátrarinn“, lét ummælin falla í myndbandi sem birt var á netinu í vikunni og nálgast má með því að smella hér. „Ég sver að við erum hópur fólks sem elskar dauðann rétt eins og þið elskið að lifa. Ég sver að við elskum að drekka blóð. Við komum hingað til að slátra ykkur,“ segir Shehada í myndskeiðinu. „Við elskum að deyja rétt eins og þið elskið að lifa,“ bætti hann við. Shehada er 26 ára gamall og er talinn hafa fæðst í Nasaret í norðurhluta Ísraels en meirihluti íbúa svæðisins eru af arabískum uppruna. Að sögn fréttamanns Al arabia lærði maðurinn vélarverkfræði í þrjá mánuði í Nasaret áður en hann hvarf úr háskólanum án nokkurra skýringa. Síðar kom í ljós að hann hafði stungið af til Tyrklands þar sem hann hélt yfir landamærin til Sýrlands þar sem hann gekk til liðs við Sýrlenska frelsisherinn. Þaðan hafi hann svo flutt sig yfir til Íslamska ríkisins. Í samtökunum tók hann svo upp skæruliðanafnið Abu Mussaab al-Saffouri í höfuðið á bænum Safouri nærri Nasaret. Að sögn fréttamannsins er fjölskylda mannsins – spúsa hans og sonur – í miklu ójafnvægi eftir að ummælin mannsins rötuðu á netið og neita að tjá sig opinberlega um hann. Utanríkisráðherrar fjölda ríkja hafa heitið því aðstoða írösk stjórnvöld í baráttu sinni gegn vígamönnum samtakanna. Verði „öllum ráðum beitt“ gegn samtökunum sem ráða yfir stórum landsvæðum í bæði Írak og Sýrlandi. AP fréttaveitan segir þingmenn í Bandaríkjunum, sem nú ræða áætlun Obama um árásir gegn Íslamska ríkinu, telja að Bandaríkin muni dragast inn í annað stríð í Mið-Austurlöndum.
Tengdar fréttir Bandaríkin gera loftárásir í Írak Árásunum var ætlað að koma í veg fyrir að IS næði tökum á hinni mikilvægu Haditha stífu. 7. september 2014 19:27 Boðað til mótmæla gegn IS í Danmörku Boðað hefur verið til mótmæla gegn Íslamska ríkinu í Kaupmannahöfn og Árósum í dag og er búist við að hundruð múslimar taki þátt í þeim. Vel á annað þúsund hafa boðað komu sína á mótmælin í Kaupmannahöfn í gegnum Facebook. 13. september 2014 15:21 Bandarískir hermenn berjast mögulega gegn Íslamska ríkinu Bandarískir hermenn gætu verið nauðsynlegir í baráttunni gegn Íslamska ríkinu í Írak og Sýrlandi, gangi áætlun Barack Obama ekki eftir. 16. september 2014 22:20 Stjórnarher Íraks nær Haditha stíflunni á sitt vald Írakski stjórnarherinn segist hafa náð að flæma meðlimi Hins íslamska ríkis frá Haditha stíflunni og stórum svæðum þar í kring. Bandaríkjamenn hafa gert loftárásir á vígamenna á þessu svæði sem virðist hafa hjálpað stjórnarhernum í baráttunni. 8. september 2014 08:44 Obama safnar liði gegn vígasveitunum Bandaríkjaforseti hyggst útskýra hernaðaráform sín gegn Íslamska ríkinu, sem hefur vaðið uppi í Sýrlandi og Írak. Arababandalagið hefur samþykkt hernaðaraðgerðir gegn Íslamska ríkinu, en lýsir þó ekki stuðningi við áform Bandaríkjanna. 9. september 2014 08:30 Hersveitir Hins íslamska ríkis öflugri en áður var talið Bandaríska leyniþjónustun CIA telur að hersveitir Hins íslamska ríkis í Írak og Sýrlandi hafi nú rúmlega þrjátíu þúsund hermönnum á að skipa. 12. september 2014 06:49 Gerðu loftárásir á vígamenn í Írak Bandaríkjamenn hafa síðustu tvo daga gert harðar loftárásir á bækistöðvar Hins íslamska ríkis í Írak nálægt Sinjar fjalli suðvestur af höfuðborginni Bagdad. Þetta eru fyrstu árásirnar sem gerðar eru eftir að Obama forseti lýsti því yfir að gefa þyrfti í í baráttunni við vígamennina sem nú ráða stórum svæðum í Írak og í Sýrlandi. 16. september 2014 07:30 Þriðji Vesturlandabúinn tekinn af lífi "Þeir eru engir múslimar, þeir eru skrímsli,“ sagði David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, um liðsmenn Íslamska ríkisins sem í gær birtu myndband sem sagt var sýna afhöfðun bresks hjálparstarfsmanns, David Haines að nafni. 15. september 2014 06:00 Cameron útilokar ekki loftárásir Breta á Íslamska ríkið Leiðtogar NATO-ríkjanna ræða heimsmálin: Vígasveitir herskárra íslamista í Írak og Sýrlandi, átök við uppreisnarmenn í Úkraínu og breyttar áherslur í Afganistan. 5. september 2014 07:30 Íslamska ríkið mun ekki hræða Bandaríkin Barack Obama Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin muni ekki láta Íslamska ríkið hræða sig, eftir að hryðjuverkasamtökin afhöfðuðu bandaríska blaðamanninn Steve Sotloff. 4. september 2014 12:00 Funda í París um ástandið í Írak og Sýrlandi Johnn Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun í dag hitta kollega sína frá fjölda ríkja á fundi í París sem ætlað er að afla baráttunni við Hið íslamska ríki í Írak og í Sýrlandi fylgis. 15. september 2014 07:18 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Bandaríkin gera loftárásir í Írak Árásunum var ætlað að koma í veg fyrir að IS næði tökum á hinni mikilvægu Haditha stífu. 7. september 2014 19:27
Boðað til mótmæla gegn IS í Danmörku Boðað hefur verið til mótmæla gegn Íslamska ríkinu í Kaupmannahöfn og Árósum í dag og er búist við að hundruð múslimar taki þátt í þeim. Vel á annað þúsund hafa boðað komu sína á mótmælin í Kaupmannahöfn í gegnum Facebook. 13. september 2014 15:21
Bandarískir hermenn berjast mögulega gegn Íslamska ríkinu Bandarískir hermenn gætu verið nauðsynlegir í baráttunni gegn Íslamska ríkinu í Írak og Sýrlandi, gangi áætlun Barack Obama ekki eftir. 16. september 2014 22:20
Stjórnarher Íraks nær Haditha stíflunni á sitt vald Írakski stjórnarherinn segist hafa náð að flæma meðlimi Hins íslamska ríkis frá Haditha stíflunni og stórum svæðum þar í kring. Bandaríkjamenn hafa gert loftárásir á vígamenna á þessu svæði sem virðist hafa hjálpað stjórnarhernum í baráttunni. 8. september 2014 08:44
Obama safnar liði gegn vígasveitunum Bandaríkjaforseti hyggst útskýra hernaðaráform sín gegn Íslamska ríkinu, sem hefur vaðið uppi í Sýrlandi og Írak. Arababandalagið hefur samþykkt hernaðaraðgerðir gegn Íslamska ríkinu, en lýsir þó ekki stuðningi við áform Bandaríkjanna. 9. september 2014 08:30
Hersveitir Hins íslamska ríkis öflugri en áður var talið Bandaríska leyniþjónustun CIA telur að hersveitir Hins íslamska ríkis í Írak og Sýrlandi hafi nú rúmlega þrjátíu þúsund hermönnum á að skipa. 12. september 2014 06:49
Gerðu loftárásir á vígamenn í Írak Bandaríkjamenn hafa síðustu tvo daga gert harðar loftárásir á bækistöðvar Hins íslamska ríkis í Írak nálægt Sinjar fjalli suðvestur af höfuðborginni Bagdad. Þetta eru fyrstu árásirnar sem gerðar eru eftir að Obama forseti lýsti því yfir að gefa þyrfti í í baráttunni við vígamennina sem nú ráða stórum svæðum í Írak og í Sýrlandi. 16. september 2014 07:30
Þriðji Vesturlandabúinn tekinn af lífi "Þeir eru engir múslimar, þeir eru skrímsli,“ sagði David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, um liðsmenn Íslamska ríkisins sem í gær birtu myndband sem sagt var sýna afhöfðun bresks hjálparstarfsmanns, David Haines að nafni. 15. september 2014 06:00
Cameron útilokar ekki loftárásir Breta á Íslamska ríkið Leiðtogar NATO-ríkjanna ræða heimsmálin: Vígasveitir herskárra íslamista í Írak og Sýrlandi, átök við uppreisnarmenn í Úkraínu og breyttar áherslur í Afganistan. 5. september 2014 07:30
Íslamska ríkið mun ekki hræða Bandaríkin Barack Obama Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin muni ekki láta Íslamska ríkið hræða sig, eftir að hryðjuverkasamtökin afhöfðuðu bandaríska blaðamanninn Steve Sotloff. 4. september 2014 12:00
Funda í París um ástandið í Írak og Sýrlandi Johnn Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun í dag hitta kollega sína frá fjölda ríkja á fundi í París sem ætlað er að afla baráttunni við Hið íslamska ríki í Írak og í Sýrlandi fylgis. 15. september 2014 07:18