„Það er stöðugt verið að plata okkur neytendur“ Ellý Ármanns skrifar 17. september 2014 13:15 Hrönn Hjálmarsdóttir rekstarfræðingur og heilsumarkþjálfi setti meðfylgjandi mynd á Facebooksíðuna sína þar sem hún vekur athygli á sykurmagni í drykk sem hún keypti handa syni sínum. Hér má sjá skilaboðin sem hún setti með myndinni þar sem hún sýnir myndrænt svakalegt sykurmagn í drykknum:„Lét undan miklum þrýstingi og keypti Fruit Shoot handa syninum sem verðlaun en hann hefur aldrei fengið að kaupa sér svona áður. Við höfum séð marga krakka með svona og þetta lítur alveg út fyrir að vera eitthvað gott fyrir börn - eða hvað ?? Ég vissi reyndar að þarna leynist ekki nein hollusta EN... Í einni 275 ml flösku eru 28 gr af hreinum sykri. Þetta eru 7 teskeiðar .... SJÖ TESKEIÐAR SYKUR !!! Mér til mikillar gleði fannst syninum þetta vont og þetta fer í tunnuna. Enda var ekki 1 gramm af hollustu í þessari flösku. Kæru foreldrar, látum börnin okkar drekka vatn - íslenskt vatn er best í heimi.„ Meðvituð um innihaldið „Ég les allar innihaldslýsingar af þeirri ástæðu að það er stöðugt verið að plata okkur neytendur. Þekki það á eigin skinni hvað öll þessi aukaefni eru slæm fyrir okkur og þá er sykurinn oft fremstur í flokki. Hvað varðar þennan tiltekna drykk þá las ég innihaldslýsinguna áður en ég keypti en ég þekki börnin mín nokkuð vel og grunaði að þetta myndi ekki slá ég gegn. Ákvað því að gera þetta einu sinni og sýna honum svo jafnframt sykurinn sem er í drykknum,“ segir Hrönn spurð hvað fékk hana til að skoða innihaldslýsinguna á þessum tiltekna drykk. „Sonur minn er 6 ára og mjög duglegur að borða flest allan mat. Hann smakkar líka allt og mér sýnist hann vera nokkuð ánægður með mömmu sína, svona oftast. Ég kaupi til dæmis engar mjólkurvörur handa börnunum með viðbættum sykri. Hef eingöngu hreina jógúrt og AB mjólk ef þau vilja svoleiðis í morgunmat og bæti frekar sjálf sætu við ef þarf,“ segir hún.Sykurneysla á Íslandi skelfilega mikil Þegar talið berst að sykri og sykurneyslu hér á landi segir Hrönn: “Sykurneysla á Íslandi er alveg skelfilega mikil og sennilega einn stærsti skaðvaldurinn þegar kemur að heilsufari okkar. Það sem við getum gert held ég er fyrst og fremst að hætta að drekka sykraða gosdrykki og safa en rúmlega fjórðungur sykurneyslu okkar kemur úr sykruðum drykkjum.“ „Einnig eigum við að vera vakandi og lesa á umbúðir og forðast þannig viðbættan sykur. Þannig er kannski hægt að leyfa sér eitthvað gott annað slagið með góðri samvisku. Ég get lengi haldið áfram til dæmis hvað varðar sykurneyslu barna en samkvæmt Neytendasamtökunum borða leikskólabörn að meðaltali 54 gr af sykri á dag en það er um 19 kg á ári. Það á enginn að borða þyngd sína í sykri árlega það vitum við.“ „Svo er líka afar slæmt fyrir börn að fá sætan morgunmat því það hefur áhrif á einbeitingu við lærdóminn þegar líður á morguninn og blóðsykurinn fer að lækka. Við eigum ekki að láta framleiðendur fara illa með okkur og okkar vopn er að sniðganga þær vörur sem eru fullar af sykri.“Vefsíða Hrannar. Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
Hrönn Hjálmarsdóttir rekstarfræðingur og heilsumarkþjálfi setti meðfylgjandi mynd á Facebooksíðuna sína þar sem hún vekur athygli á sykurmagni í drykk sem hún keypti handa syni sínum. Hér má sjá skilaboðin sem hún setti með myndinni þar sem hún sýnir myndrænt svakalegt sykurmagn í drykknum:„Lét undan miklum þrýstingi og keypti Fruit Shoot handa syninum sem verðlaun en hann hefur aldrei fengið að kaupa sér svona áður. Við höfum séð marga krakka með svona og þetta lítur alveg út fyrir að vera eitthvað gott fyrir börn - eða hvað ?? Ég vissi reyndar að þarna leynist ekki nein hollusta EN... Í einni 275 ml flösku eru 28 gr af hreinum sykri. Þetta eru 7 teskeiðar .... SJÖ TESKEIÐAR SYKUR !!! Mér til mikillar gleði fannst syninum þetta vont og þetta fer í tunnuna. Enda var ekki 1 gramm af hollustu í þessari flösku. Kæru foreldrar, látum börnin okkar drekka vatn - íslenskt vatn er best í heimi.„ Meðvituð um innihaldið „Ég les allar innihaldslýsingar af þeirri ástæðu að það er stöðugt verið að plata okkur neytendur. Þekki það á eigin skinni hvað öll þessi aukaefni eru slæm fyrir okkur og þá er sykurinn oft fremstur í flokki. Hvað varðar þennan tiltekna drykk þá las ég innihaldslýsinguna áður en ég keypti en ég þekki börnin mín nokkuð vel og grunaði að þetta myndi ekki slá ég gegn. Ákvað því að gera þetta einu sinni og sýna honum svo jafnframt sykurinn sem er í drykknum,“ segir Hrönn spurð hvað fékk hana til að skoða innihaldslýsinguna á þessum tiltekna drykk. „Sonur minn er 6 ára og mjög duglegur að borða flest allan mat. Hann smakkar líka allt og mér sýnist hann vera nokkuð ánægður með mömmu sína, svona oftast. Ég kaupi til dæmis engar mjólkurvörur handa börnunum með viðbættum sykri. Hef eingöngu hreina jógúrt og AB mjólk ef þau vilja svoleiðis í morgunmat og bæti frekar sjálf sætu við ef þarf,“ segir hún.Sykurneysla á Íslandi skelfilega mikil Þegar talið berst að sykri og sykurneyslu hér á landi segir Hrönn: “Sykurneysla á Íslandi er alveg skelfilega mikil og sennilega einn stærsti skaðvaldurinn þegar kemur að heilsufari okkar. Það sem við getum gert held ég er fyrst og fremst að hætta að drekka sykraða gosdrykki og safa en rúmlega fjórðungur sykurneyslu okkar kemur úr sykruðum drykkjum.“ „Einnig eigum við að vera vakandi og lesa á umbúðir og forðast þannig viðbættan sykur. Þannig er kannski hægt að leyfa sér eitthvað gott annað slagið með góðri samvisku. Ég get lengi haldið áfram til dæmis hvað varðar sykurneyslu barna en samkvæmt Neytendasamtökunum borða leikskólabörn að meðaltali 54 gr af sykri á dag en það er um 19 kg á ári. Það á enginn að borða þyngd sína í sykri árlega það vitum við.“ „Svo er líka afar slæmt fyrir börn að fá sætan morgunmat því það hefur áhrif á einbeitingu við lærdóminn þegar líður á morguninn og blóðsykurinn fer að lækka. Við eigum ekki að láta framleiðendur fara illa með okkur og okkar vopn er að sniðganga þær vörur sem eru fullar af sykri.“Vefsíða Hrannar.
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira