Lífið

"Við erum að tala um 10 milljónir“

Ellý Ármanns skrifar
Jón Jónsson dómari í Ísland Got Talent.
Jón Jónsson dómari í Ísland Got Talent.
Áheyrnaprufur fyrir Ísland Got Talent verða í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, næsta laugardag og sunnudag, 20. og 21. september, frá klukkan 10.

Skráning er í fullum gangi og landsmenn virðast vera mjög spenntir fyrir nýrri þáttaröð. Stöð 2 leitar að fólki á öllum aldri sem hafa einstaka hæfileika til að syngja, dansa, leika á hljóðfæri, sýna töfrabrögð, fara með uppistand eða annað sem mun heilla þjóðina. Siguratriðið hlýtur 10 milljónir króna.  

„Þeir sem hafa snefil af hæfileikum ættu að drífa sig í prufu því þetta er einstakt tækifæri að koma sér á framfæri. Sama hvernig fer þá stígur maður alltaf í burtu reynslunni ríkar. Það skemmir náttúrulega ekki fyrir að við erum að tala um 10 milljónir í verðlaun. Þannig að þetta er ágætist tímakaup fyrir vinningshafann," segir Jón Jónsson einn af dómurum keppninnar spurður af hverju fólk ætti að mæta í prufurnar og láta ljós sitt skína.

Hér fer skráningin fram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.