Mál hlauparans Adrian Peterson tóku óvæntan snúning í gærkvöld þegar félag hans, Minnesota Vikings, ákvað að halda honum áfram fyrir utan liðið.
Peterson spilaði ekki með Vikings um síðustu helgi í kjölfar þess að hann var kærður fyrir barnaníð. Það stóð þó aldrei annað til en hann myndi spila um næstu helgi.
Félagið hefur aftur á móti ákveðið að senda hann upp í stúku og þar verður hann þar til hans mál hafa verið útkljáð. Þetta er mikið högg fyrir liðið enda er Peterson besti leikmaður liðsins.
Kæra Peterson var aftur á móti farin að hafa áhrif á Vikings. Einn styrktaraðili var búinn að slíta samstarfi við félagið og svo er Nike-búðin í Minnesota hætt að selja varning með hans nafni.
Félagið segir að það sé best fyrir alla aðila að klára þetta mál áður en Peterson snýr aftur.
Peterson spilar ekki með Vikings á næstunni
Tengdar fréttir
Einn besti leikmaður NFL handtekinn fyrir að slá son sinn með trjágrein
Adrian Peterson sem af mörgum er talinn besti hlaupari í NFL deildinni í amerískum fótbolta var handtekinn í gær fyrir að slá fjögurra ára son sinn með trjágrein.
Peterson segist ekki vera barnaníðingur
Það er fast sótt að einni stærstu stjörnu NFL-deildarinnar, Adrian Peterson, þessa dagana eftir að hann lamdi son sinn með trjágrein.