Kristín Ingólfs sækist ekki eftir endurkjöri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. september 2014 15:43 Kristín Ingólfsdóttir. Vísir/Anton Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, tilkynnti starfsfólki skólans á opnum fundi fyrr í dag að hún hygðist ekki sækjast eftir endurkjöri þegar öðru kjörtímabili hennar sem rektor lýkur 1. júlí á næsta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HÍ. Kristín var fyrst kjörin rektor árið 2005. Lög um skólann og reglur hans takmarka ekki hversu lengi sama manneskja getur gegnt rektorsstarfi en Kristín kvaðst telja að tíu ár væri hámarkstími, bæði fyrir stofnunina og fyrir þann sem starfinu gegnir. Kristín sagði mikilvægt fyrir skólann að endurnýja reglulega stefnu sína og meta áhersluverkefni. Hún rakti þau verkefni sem nú eru brýnust. Þar ber hæst áhersla á að styrkja fjármögnun starfseminnar, efla þverfræðilega samhæfingu innan skólans og samstarf við atvinnulíf, áhersla á nýsköpun fyrir samfélagið, efling kennaramenntunar og þróun nýrra kennsluhátta við háskólann. Kristín nefndi að eðli margra námsgreina væri að breytast og því fylgdu nýjar áherslur og kröfur, m.a. um aukna stærðfræðiþekkingu í hug- og félagsvísindum og aukna þekkingu í upplýsingatækni í mörgum greinum líf- og heilbrigðisvísinda. Þá sagði Kristín að beðið væri skýrslu utanaðkomandi erlendra og innlendra sérfræðinga á stöðu kennaramenntunar við HÍ í alþjóðlegum samanburði og ráðgjafar um hvernig efla megi kennaramenntun í landinu. Kristín gerði að sérstöku umtalsefni framlag jarðvísindamanna Háskóla Íslands og Veðurstofu Íslands vegna yfirstandandi eldsumbrota. Þarna væri um að ræða gífurlega mikilvægt framlag til vísinda en ekki síður framlag í formi samfélagslegrar ábyrgðar, sem felst í upplýsingagjöf til almennings gegnum fjölmiðla og samfélagsmiðla sem og ráðgjöf í samstarfi við Almannavarnir. Rektor ræddi um nýlega samninga sem HÍ hefur gert við erlenda háskóla í Bandaríkjunum, Ástralíu og Kína, og þá möguleika sem þeir skapa fyrir stúdenta og starfsfólk. Nýir samningar við Cornell-háskóla og University of Wisconsin gefa nemendum HÍ kost á að taka hluta af námi við þessa háskóla án þess að greiða skólagjöld. Þessir samningar opna því svipaða möguleika fyrir stúdenta og samningar sem gerðir hafa verið við Stanford-háskóla, University of California og Caltech. Skólagjöld við bandaríska og breska háskóla hafa hækkað mikið að undanförnu og sem dæmi má nefna að árleg skólagjöld við Cornell-háskóla nema um sex milljónum króna. Kristín nefndi sérstaklega nýgerðan samning við Tsinghua-háskóla í Kína, en honum er oft líkt við MIT í Bandaríkjunum. Með samningnum opnast möguleikar fyrir nemendur í kínversku og fjölmörgum greinum innan skólans að taka hluta af námi við Tsinghua segir í tilkynningunni. Kristín lauk fundi sínum með starfsfólki skólans með því að lýsa því hversu mikil forréttindi hefðu fylgt því að gegna starfi rektors og fyrir að fá að fylgjast með metnaði, vinnuhörku, sókn og árangri starfsfólks í kennslu og vísindum við erfiðar aðstæður. Þar hafi sameinaður vilji til þjóna íslensku samfélagi sem best ráðið för. Kristín sagðist vona að þetta væri í síðasta sinn sem niðurskurður og hagræðingarkrafa gagnvart Háskóla Íslands einkenndu fjárlagafrumvarpið. Hún myndi kappkosta í vetur að treysta eftir megni fjármögnun skólans og tryggja að staðið yrði við loforð sem skólanum hafa verið gefin um fjármögnun til framtíðar og vinna að því að treysta nýjar leiðir til fjáröflunar. Allt yrði gert til að tryggja að nýr rektor og háskólasamfélagið allt geti horft fram á bjartari tíma. Mest lesið „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Fleiri fréttir Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Sjá meira
Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, tilkynnti starfsfólki skólans á opnum fundi fyrr í dag að hún hygðist ekki sækjast eftir endurkjöri þegar öðru kjörtímabili hennar sem rektor lýkur 1. júlí á næsta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HÍ. Kristín var fyrst kjörin rektor árið 2005. Lög um skólann og reglur hans takmarka ekki hversu lengi sama manneskja getur gegnt rektorsstarfi en Kristín kvaðst telja að tíu ár væri hámarkstími, bæði fyrir stofnunina og fyrir þann sem starfinu gegnir. Kristín sagði mikilvægt fyrir skólann að endurnýja reglulega stefnu sína og meta áhersluverkefni. Hún rakti þau verkefni sem nú eru brýnust. Þar ber hæst áhersla á að styrkja fjármögnun starfseminnar, efla þverfræðilega samhæfingu innan skólans og samstarf við atvinnulíf, áhersla á nýsköpun fyrir samfélagið, efling kennaramenntunar og þróun nýrra kennsluhátta við háskólann. Kristín nefndi að eðli margra námsgreina væri að breytast og því fylgdu nýjar áherslur og kröfur, m.a. um aukna stærðfræðiþekkingu í hug- og félagsvísindum og aukna þekkingu í upplýsingatækni í mörgum greinum líf- og heilbrigðisvísinda. Þá sagði Kristín að beðið væri skýrslu utanaðkomandi erlendra og innlendra sérfræðinga á stöðu kennaramenntunar við HÍ í alþjóðlegum samanburði og ráðgjafar um hvernig efla megi kennaramenntun í landinu. Kristín gerði að sérstöku umtalsefni framlag jarðvísindamanna Háskóla Íslands og Veðurstofu Íslands vegna yfirstandandi eldsumbrota. Þarna væri um að ræða gífurlega mikilvægt framlag til vísinda en ekki síður framlag í formi samfélagslegrar ábyrgðar, sem felst í upplýsingagjöf til almennings gegnum fjölmiðla og samfélagsmiðla sem og ráðgjöf í samstarfi við Almannavarnir. Rektor ræddi um nýlega samninga sem HÍ hefur gert við erlenda háskóla í Bandaríkjunum, Ástralíu og Kína, og þá möguleika sem þeir skapa fyrir stúdenta og starfsfólk. Nýir samningar við Cornell-háskóla og University of Wisconsin gefa nemendum HÍ kost á að taka hluta af námi við þessa háskóla án þess að greiða skólagjöld. Þessir samningar opna því svipaða möguleika fyrir stúdenta og samningar sem gerðir hafa verið við Stanford-háskóla, University of California og Caltech. Skólagjöld við bandaríska og breska háskóla hafa hækkað mikið að undanförnu og sem dæmi má nefna að árleg skólagjöld við Cornell-háskóla nema um sex milljónum króna. Kristín nefndi sérstaklega nýgerðan samning við Tsinghua-háskóla í Kína, en honum er oft líkt við MIT í Bandaríkjunum. Með samningnum opnast möguleikar fyrir nemendur í kínversku og fjölmörgum greinum innan skólans að taka hluta af námi við Tsinghua segir í tilkynningunni. Kristín lauk fundi sínum með starfsfólki skólans með því að lýsa því hversu mikil forréttindi hefðu fylgt því að gegna starfi rektors og fyrir að fá að fylgjast með metnaði, vinnuhörku, sókn og árangri starfsfólks í kennslu og vísindum við erfiðar aðstæður. Þar hafi sameinaður vilji til þjóna íslensku samfélagi sem best ráðið för. Kristín sagðist vona að þetta væri í síðasta sinn sem niðurskurður og hagræðingarkrafa gagnvart Háskóla Íslands einkenndu fjárlagafrumvarpið. Hún myndi kappkosta í vetur að treysta eftir megni fjármögnun skólans og tryggja að staðið yrði við loforð sem skólanum hafa verið gefin um fjármögnun til framtíðar og vinna að því að treysta nýjar leiðir til fjáröflunar. Allt yrði gert til að tryggja að nýr rektor og háskólasamfélagið allt geti horft fram á bjartari tíma.
Mest lesið „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Fleiri fréttir Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Sjá meira