Peterson segist ekki vera barnaníðingur 16. september 2014 13:30 Adrian Peterson. vísir/getty Það er fast sótt að einni stærstu stjörnu NFL-deildarinnar, Adrian Peterson, þessa dagana eftir að hann lamdi son sinn með trjágrein. Peterson spilaði ekki með Minnesota Vikings um helgina vegna málsins en hann hefur verið kærður fyrir barnaníð enda sást á syninum unga. Hann mun þó spila um næstu helgi ef að líkum lætur. Hlauparinn öflugi hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ekki vera fullkominn en þrátt fyrir það sé hann enginn barnaníðingur. „Ég bjóst aldrei við því að vera í þeirri stöðu að heimurinn efaðist um hæfileika mína sem foreldri eða teldi mig vera barnaníðing. Ég ætlaði mér aldrei að meiða son minn," segir Peterson meðal annars í yfirlýsingunni og heldur áfram. „Ég þarf að lifa með þeirri staðreynd að ég agaði son minn eins og ég var agaður er ég var barn. Hann meiddi sig mun meira en til stóð. Ég veit að margir eru mótfallnir mínum aðferðum til þess að aga barn og ég veit líka, eftir að hafa hitt sálfræðing, að það eru til fleiri aðferðir til þess að aga börn. „Ég hef lært mikið af þessu og þarf að endurskoða mínar aðgerðir. Ég mun læra af mistökunum og reyna að verða betra foreldri. Ég er ekki fullkominn sonur, eiginmaður né foreldri en ég er alls enginn barnaníðingur." Yfirlýsing Peterson hefur verið talsvert gagnrýnd enda biðst hann ekki afsökunar á hegðun sinni og þar kemur einnig fram að hún sé skrifuð að beiðni lögfræðings hans. Í gærkvöld komu svo fram nýjar ásakanir sem eiga að vera um ársgamlar. Þá meiddist sonurinn á höfði og Peterson er sagður eiga sökina. Það mál mun skýrast betur á næstu dögum. NFL Tengdar fréttir Einn besti leikmaður NFL handtekinn fyrir að slá son sinn með trjágrein Adrian Peterson sem af mörgum er talinn besti hlaupari í NFL deildinni í amerískum fótbolta var handtekinn í gær fyrir að slá fjögurra ára son sinn með trjágrein. 13. september 2014 17:30 Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Sport Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Sjá meira
Það er fast sótt að einni stærstu stjörnu NFL-deildarinnar, Adrian Peterson, þessa dagana eftir að hann lamdi son sinn með trjágrein. Peterson spilaði ekki með Minnesota Vikings um helgina vegna málsins en hann hefur verið kærður fyrir barnaníð enda sást á syninum unga. Hann mun þó spila um næstu helgi ef að líkum lætur. Hlauparinn öflugi hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ekki vera fullkominn en þrátt fyrir það sé hann enginn barnaníðingur. „Ég bjóst aldrei við því að vera í þeirri stöðu að heimurinn efaðist um hæfileika mína sem foreldri eða teldi mig vera barnaníðing. Ég ætlaði mér aldrei að meiða son minn," segir Peterson meðal annars í yfirlýsingunni og heldur áfram. „Ég þarf að lifa með þeirri staðreynd að ég agaði son minn eins og ég var agaður er ég var barn. Hann meiddi sig mun meira en til stóð. Ég veit að margir eru mótfallnir mínum aðferðum til þess að aga barn og ég veit líka, eftir að hafa hitt sálfræðing, að það eru til fleiri aðferðir til þess að aga börn. „Ég hef lært mikið af þessu og þarf að endurskoða mínar aðgerðir. Ég mun læra af mistökunum og reyna að verða betra foreldri. Ég er ekki fullkominn sonur, eiginmaður né foreldri en ég er alls enginn barnaníðingur." Yfirlýsing Peterson hefur verið talsvert gagnrýnd enda biðst hann ekki afsökunar á hegðun sinni og þar kemur einnig fram að hún sé skrifuð að beiðni lögfræðings hans. Í gærkvöld komu svo fram nýjar ásakanir sem eiga að vera um ársgamlar. Þá meiddist sonurinn á höfði og Peterson er sagður eiga sökina. Það mál mun skýrast betur á næstu dögum.
NFL Tengdar fréttir Einn besti leikmaður NFL handtekinn fyrir að slá son sinn með trjágrein Adrian Peterson sem af mörgum er talinn besti hlaupari í NFL deildinni í amerískum fótbolta var handtekinn í gær fyrir að slá fjögurra ára son sinn með trjágrein. 13. september 2014 17:30 Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Sport Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Sjá meira
Einn besti leikmaður NFL handtekinn fyrir að slá son sinn með trjágrein Adrian Peterson sem af mörgum er talinn besti hlaupari í NFL deildinni í amerískum fótbolta var handtekinn í gær fyrir að slá fjögurra ára son sinn með trjágrein. 13. september 2014 17:30