Apple hjálpar notendum að losa sig við U2 Samúel Karl Ólason skrifar 15. september 2014 19:12 Tim Cook, framkvæmdastjóri Apple, og U2 á kynningunni. Vísir/AFP Á kynningu Apple á Apple Watch og iPhone 6 og 6 plus þann 9. september síðastliðinn, steig hljómsveitin U2 á svið og flutti nýtt lag af plötunni Songs of Innocence. Eftir kynninguna urðu árvökulir notendur iTunes tónlistarspilarans varir við að plötunni hafði verið niðurhalað í tölvu þeirra. Án kostnaðar, en þó án samþykkis. Margir hverjir kunnu þó ekki að meta þetta framlag Apple. Einhverjir settur sig í samband við fyrirtækið því þau kunnu ekki að eyða lögunum af tölvum sínum. „Hluti viðskiptavina okkar óskuðu eftir leiðum til að eyða Songs of Innocence úr tölvum sínum,“ hefur BBC eftir Adam Howorth, talsmanni Apple. Fyrirtækið útbjó því einfalda leið svo notendur gætu auðveldlega eytt lögunum. Fimm hundruð milljónir manna í 119 löndum fengu ókeypis aðgang að lögum U2. Bono, söngvari U2, skrifaði á heimasíðu hljómsveitarinnar að margir sem hafi aldrei áður hlustað á lög þeirra gætu gert það nú. Þar tók hann fram að Apple hafi greitt fyrir ómakið. BBC telur að samstarf Apple við U2 hafi kostað allt að hundrað milljónir dala, eða um tólf milljarða króna. Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Á kynningu Apple á Apple Watch og iPhone 6 og 6 plus þann 9. september síðastliðinn, steig hljómsveitin U2 á svið og flutti nýtt lag af plötunni Songs of Innocence. Eftir kynninguna urðu árvökulir notendur iTunes tónlistarspilarans varir við að plötunni hafði verið niðurhalað í tölvu þeirra. Án kostnaðar, en þó án samþykkis. Margir hverjir kunnu þó ekki að meta þetta framlag Apple. Einhverjir settur sig í samband við fyrirtækið því þau kunnu ekki að eyða lögunum af tölvum sínum. „Hluti viðskiptavina okkar óskuðu eftir leiðum til að eyða Songs of Innocence úr tölvum sínum,“ hefur BBC eftir Adam Howorth, talsmanni Apple. Fyrirtækið útbjó því einfalda leið svo notendur gætu auðveldlega eytt lögunum. Fimm hundruð milljónir manna í 119 löndum fengu ókeypis aðgang að lögum U2. Bono, söngvari U2, skrifaði á heimasíðu hljómsveitarinnar að margir sem hafi aldrei áður hlustað á lög þeirra gætu gert það nú. Þar tók hann fram að Apple hafi greitt fyrir ómakið. BBC telur að samstarf Apple við U2 hafi kostað allt að hundrað milljónir dala, eða um tólf milljarða króna.
Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira