Enski boltinn

Diego Costa sló Gylfa niður | Myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Diego Costa skoraði þrennu í 4-2 sigri Chelsea á Swansea um helgina. En í stöðunni 1-0 hefði hann mögulega átt að fara af velli með rautt spjald.

Í meðfylgjandi upptöku sést að Costa slær í átt að Gylfa Þór Sigurðssyni, landsliðsmanni og leikmanni Swansea, þannig að Gylfi liggur eftir í grasinu.

Atvikið átti sér stað á 27. mínútu en staðan var þá 1-0 fyrir Swansea. Costa skoraði næstu þrjú mörk leiksins og gerði þannig út um hann en Chelsea trónir á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir.

Þess má geta að bæði Gylfi Þór og Costa voru tilnefndir sem leikmenn ágústmánaðar í ensku úrvalsdeildinni en sá síðarnefndi varð fyrir valinu.

Swansea hafði unnið fyrstu þrjá leiki sína á tímabilinu og er nú í þriðja sæti deildarinnar með níu stig.


Tengdar fréttir

Fabregas og Costa í metabækurnar

Cesc Fabregas skráði nafn sitt í sögubækurnar í dag þegar hann gaf stoðsendingu í sjötta leiknum sínum í röð í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Ég mun ekki skora svona endalaust

Framherjinn Diego Costa hefur farið af stað með ævintýralegum látum hjá Chelsea. Hann er búinn að skora sjö mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum með liðinu.

Costa valinn leikmaður mánaðarins

Diego Costa, framherji Chelsea og spænska landsliðsins, var í dag valinn leikmaður mánaðarins í ágústmánuði í ensku úrvalsdeildinni en Gylfi Þór Sigurðsson var einnig tilnefndur.

Costa sá um Swansea

Gylfi Sigurðsson lék allan leikinn fyrir Swansea sem tapaði 4-2 fyrir Chelsea á Stamford Bridge í Lundúnum í dag. Diego Costa skoraði þrennu í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×