Hallur Hallsson hellti sér yfir þjálfara Vals Henry Birgir Gunnarsson skrifar 15. september 2014 13:45 Hallur var ekki sáttur við Magnús og lét hann fá það óþvegið. „Það var heldur betur fast sótt að mér og þetta er bara fótbolti," segir Magnús Gylfason, þjálfari Vals, en hann lenti í kröppum dansi á Víkingsvellinum í gær. Sótt var að honum bæði í hálfleik og eftir leik síns liðs gegn Víkingi. Valsmenn voru sakaðir um að hafa viljandi sparkað Víkinginn Aron Elís Þrándarson úr leiknum en hann fór meiddur af velli í fyrri hálfleik. „Þetta var alveg ótrúlegt enda hef ég fengið milljón símtöl í morgun þar sem menn eru nánast hlæjandi." Mikill hiti var í mönnum á Víkingsvellinum í gær enda mikið undir. Sótt var að Magnúsi strax í leikhléi. „Forráðamenn Víkings komu með dónaskap og látum bæði í leikhléi og eftir leik. Ég var bara að taka í hendina á þeim og þakka þeim fyrir leikinn enda þekki ég þessa menn. Þá komu bara svívirðingar og rugl. Einn af þeim hringdi í morgun og baðst ekki beint afsökunar. Hann gaf þó í skyn að þetta væri ekki neitt eftir að þeir hefðu séð þetta aftur. Þetta væri bara stormur í vatnsglasi. Þeir sögðust ekkert vera fúlir og svona," segir Magnús en hvað sögðu forráðamenn Víkings við hann? „Þeir sögðu að hitt og þetta væri til skammar. Það væri svívirðilegt hvernig ég hefði lagt upp leikinn og svona kjaftæði. Ég þakkaði þeim fyrir leikinn, hristi hausinn og labbaði í burtu."Aron Elís Þrándarson.vísir/GVAÞað voru ekki eingöngu forráðamenn Víkings sem létu Magnús heyra það því hvalavinurinn og Víkingurinn Hallur Hallsson var heldur ekki sáttur við þjálfarann. „Hann kom bæði í hálfleik og eftir leik. Hann rauk í mig með þvílíkum látum. Hann svoleiðis hraunaði yfir mig. Ég horfði á manninn í forundran og rölti svo inn í klefa. Ég vissi ekki hvað væri í gangi. Svo gerist það aftur eftir leik þegar ég er búinn með viðtölin." Magnús segist hafa rætt málið við sína menn inn í klefa og þeir hafi ekkert skilið í þessum ásökunum. „Ég held það hafi spunnist upp einhver múgæsing í blaðamannastúkunni. Þeir fóru að twitta út um allt. Ég veit ekki hvað þetta var." Þjálfaranum þykir miður að hann og hans lið hafi verið sakað um óþverraskap. „Það var ekki lagt upp með að meiða strákinn. Það er leiðinlegt að hann hafi meiðst og ég vona að hann jafni sig sem allra fyrst. Ég talaði við pabba hans og hafði áhyggjur af honum. Vonandi sjáum hann sem fyrst aftur á vellinum." Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Magnús: Heldurðu að það megi ekki brjóta á honum eins og öðrum leikmönnum „Ég svara ekki svona barnalegum spurningum,“ sagði Magnús Gylfason aðspurður hvort það hafi verið hans upplegg að sparka Aron Elís Þrándarson út úr leiknum. 14. september 2014 19:30 Ólafur: Hefði viljað sjá tvo Valsara fara út af Ólafur Þórðarson þjálfari Víkings var allt annað en sáttur við þá meðferð sem Aron Elís Þrándarson fékk hjá Valsmönnum í 1-1 jafntefli liðanna í kvöld í Pepsí deild karla í fótbolta. 14. september 2014 19:46 Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Víkingur - Valur 1-1 | Evrópusætið blasir við Víkingi Víkingur og Valur skildu jöfn 1-1 í miklum baráttuleik í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. Víkingur er því enn fimm stigum á undan Val í baráttunni um Evrópusæti. 14. september 2014 00:01 Þrándur Sig: Valsmenn ætluðu örugglega að láta finna fyrir sér "Ég tel litlar líkur á því að hann spili á fimmtudaginn,“ segir Þrándur Sigurðsson faðir Arons Elís Þrándarsonar, framherja Víkings. 14. september 2014 22:09 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sjá meira
„Það var heldur betur fast sótt að mér og þetta er bara fótbolti," segir Magnús Gylfason, þjálfari Vals, en hann lenti í kröppum dansi á Víkingsvellinum í gær. Sótt var að honum bæði í hálfleik og eftir leik síns liðs gegn Víkingi. Valsmenn voru sakaðir um að hafa viljandi sparkað Víkinginn Aron Elís Þrándarson úr leiknum en hann fór meiddur af velli í fyrri hálfleik. „Þetta var alveg ótrúlegt enda hef ég fengið milljón símtöl í morgun þar sem menn eru nánast hlæjandi." Mikill hiti var í mönnum á Víkingsvellinum í gær enda mikið undir. Sótt var að Magnúsi strax í leikhléi. „Forráðamenn Víkings komu með dónaskap og látum bæði í leikhléi og eftir leik. Ég var bara að taka í hendina á þeim og þakka þeim fyrir leikinn enda þekki ég þessa menn. Þá komu bara svívirðingar og rugl. Einn af þeim hringdi í morgun og baðst ekki beint afsökunar. Hann gaf þó í skyn að þetta væri ekki neitt eftir að þeir hefðu séð þetta aftur. Þetta væri bara stormur í vatnsglasi. Þeir sögðust ekkert vera fúlir og svona," segir Magnús en hvað sögðu forráðamenn Víkings við hann? „Þeir sögðu að hitt og þetta væri til skammar. Það væri svívirðilegt hvernig ég hefði lagt upp leikinn og svona kjaftæði. Ég þakkaði þeim fyrir leikinn, hristi hausinn og labbaði í burtu."Aron Elís Þrándarson.vísir/GVAÞað voru ekki eingöngu forráðamenn Víkings sem létu Magnús heyra það því hvalavinurinn og Víkingurinn Hallur Hallsson var heldur ekki sáttur við þjálfarann. „Hann kom bæði í hálfleik og eftir leik. Hann rauk í mig með þvílíkum látum. Hann svoleiðis hraunaði yfir mig. Ég horfði á manninn í forundran og rölti svo inn í klefa. Ég vissi ekki hvað væri í gangi. Svo gerist það aftur eftir leik þegar ég er búinn með viðtölin." Magnús segist hafa rætt málið við sína menn inn í klefa og þeir hafi ekkert skilið í þessum ásökunum. „Ég held það hafi spunnist upp einhver múgæsing í blaðamannastúkunni. Þeir fóru að twitta út um allt. Ég veit ekki hvað þetta var." Þjálfaranum þykir miður að hann og hans lið hafi verið sakað um óþverraskap. „Það var ekki lagt upp með að meiða strákinn. Það er leiðinlegt að hann hafi meiðst og ég vona að hann jafni sig sem allra fyrst. Ég talaði við pabba hans og hafði áhyggjur af honum. Vonandi sjáum hann sem fyrst aftur á vellinum."
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Magnús: Heldurðu að það megi ekki brjóta á honum eins og öðrum leikmönnum „Ég svara ekki svona barnalegum spurningum,“ sagði Magnús Gylfason aðspurður hvort það hafi verið hans upplegg að sparka Aron Elís Þrándarson út úr leiknum. 14. september 2014 19:30 Ólafur: Hefði viljað sjá tvo Valsara fara út af Ólafur Þórðarson þjálfari Víkings var allt annað en sáttur við þá meðferð sem Aron Elís Þrándarson fékk hjá Valsmönnum í 1-1 jafntefli liðanna í kvöld í Pepsí deild karla í fótbolta. 14. september 2014 19:46 Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Víkingur - Valur 1-1 | Evrópusætið blasir við Víkingi Víkingur og Valur skildu jöfn 1-1 í miklum baráttuleik í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. Víkingur er því enn fimm stigum á undan Val í baráttunni um Evrópusæti. 14. september 2014 00:01 Þrándur Sig: Valsmenn ætluðu örugglega að láta finna fyrir sér "Ég tel litlar líkur á því að hann spili á fimmtudaginn,“ segir Þrándur Sigurðsson faðir Arons Elís Þrándarsonar, framherja Víkings. 14. september 2014 22:09 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sjá meira
Magnús: Heldurðu að það megi ekki brjóta á honum eins og öðrum leikmönnum „Ég svara ekki svona barnalegum spurningum,“ sagði Magnús Gylfason aðspurður hvort það hafi verið hans upplegg að sparka Aron Elís Þrándarson út úr leiknum. 14. september 2014 19:30
Ólafur: Hefði viljað sjá tvo Valsara fara út af Ólafur Þórðarson þjálfari Víkings var allt annað en sáttur við þá meðferð sem Aron Elís Þrándarson fékk hjá Valsmönnum í 1-1 jafntefli liðanna í kvöld í Pepsí deild karla í fótbolta. 14. september 2014 19:46
Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Víkingur - Valur 1-1 | Evrópusætið blasir við Víkingi Víkingur og Valur skildu jöfn 1-1 í miklum baráttuleik í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. Víkingur er því enn fimm stigum á undan Val í baráttunni um Evrópusæti. 14. september 2014 00:01
Þrándur Sig: Valsmenn ætluðu örugglega að láta finna fyrir sér "Ég tel litlar líkur á því að hann spili á fimmtudaginn,“ segir Þrándur Sigurðsson faðir Arons Elís Þrándarsonar, framherja Víkings. 14. september 2014 22:09