Erlent

Ebólufaraldurinn rétt að byrja

vísir/afp
Bandarískir vísindamenn segja ebólufaraldurinn rétt að byrja og áætla að hann muni geisa áfram í 12-18 mánuði hið minnsta. Segja þeir hann fara versnandi með hverjum deginum sem líður og nauðsynlegt sé því að grípa í taumana. Vísindamenn hafa útbúið reikniforrit sem áætlar að yfir 20 þúsund muni sýkjast af veirunni á mánuði hverjum áður en tök muni nást á útbreiðslunni. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin telur að um 20 þúsund muni smitast á næstu níu mánuðum.

Margaret Chan, forseti stofnunarinnar segir útbreiðsluna þá mestu, alvarlegustu og flóknustu sem starfsmenn stofnunarinnar hafa kynnst.

4366 hafa greinst með veiruna á þessu ári og 2218 orðið faraldrinum að bráð, ríflega helmingur þeirra í Líberíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×