Enski boltinn

Ég mun ekki skora svona endalaust

Costa fagnar um helgina.
Costa fagnar um helgina. vísir/getty
Framherjinn Diego Costa hefur farið af stað með ævintýralegum látum hjá Chelsea. Hann er búinn að skora sjö mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum með liðinu.

Hann skoraði þrennu í 4-2 sigri á Swansea um helgina og það virðist fátt geta stöðvað þennan magnaða markaskorara. Hann er þó meðvitaður um að hann muni ekki skora svona endalaust.

„Ég reyni að spila eins vel og ég get og vonandi heldur þetta svona áfram. Það mun þó koma að því að ég skori ekki. Þannig er fótboltinn," sagði Costa en hann hrósar samherjum sínum.

„Ef framherji er ekki með liðið með sér þá gengur fátt upp. Menn gera ekkert upp á eigin spýtur. Það veltur allt á liðinu. Ég er að aðlagast vel þökk sé félögum mínum. Liðið er eins og fjölskylda og það er frábært að vera hluti af þessari heild."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×