Þrándur Sig: Valsmenn ætluðu örugglega að láta finna fyrir sér Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. september 2014 22:09 Aron Elís hefur farið á kostum í sumar. Vísir/Andri Marinó „Ég tel litlar líkur á því að hann spili á fimmtudaginn,“ segir Þrándur Sigurðsson, fyrrverandi leikmaður karlaliðs Víkings í knattspyrnu og faðir Arons Elís Þrándarsonar, framherja Víkings. Aron Elís fór sem kunnugt er meiddur af velli í fyrri hálfleik í 1-1 jafntefli Víkings við Valsmenn í Fossvoginum í kvöld. Aron lá útaf með fótinn upp í loft og kælipoka á fætinum þegar blaðamaður ræddi við Þránd föður hans í kvöld. Aron var þá kominn heim af slysasdeild þar sem fékkst staðfest að hann væri ekki brotinn. Aron er meiddur rétt fyrir ofan hásinina á hægri fæti. „Vonandi jafnar hann sig fljótt. Hann er allavega ekki brotinn,“ segir Þrándur. Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkinga, sakaði Valsmenn um fautaskap en Magnús Gylfason, þjálfari Vals, hafnaði því að lagt hefði verið upp með að sparka Aron Elís niður. Þrándur átti aldrei þessu vant ekki heimangengt í Víkina í kvöldHann hafði þó heyrt af umræðunni en taldi ólíklegt að leikmenn Vals hefðu vísvitandi ætlað að sparka Aron Elís út úr leiknum. „Minnugir síðasta leiks gegn Víkingi, þegar þeir réðu lítið við hann, ætluðu þeir samt örugglega að stoppa hann og láta hann finna fyrir sér,“ segir Þrándur. Aron Elís skoraði þá bæði mörkin í 2-1 sigri Víkinga og átti stórkostlegan leik eins og fjallað var um á Vísi. „Leikurinn á Vodafone-vellinum í kvöld staðfesti það sem flestir vissu: að Aron Elís Þrándarson er frábær í fótbolta - leikmaður sem skilur á milli í jöfnum leikjum eins og þessum,“ sagði í umfjöllun Vísis. Víkingur tekur á móti Stjörnunni í Víkinni á fimmtudaginn. Þrándur reiknar sem fyrr segir ekki með syni sínum í þann leik en vonandi í útileikinn gegn Blikum sunnudaginn 21. september. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Magnús: Heldurðu að það megi ekki brjóta á honum eins og öðrum leikmönnum „Ég svara ekki svona barnalegum spurningum,“ sagði Magnús Gylfason aðspurður hvort það hafi verið hans upplegg að sparka Aron Elís Þrándarson út úr leiknum. 14. september 2014 19:30 Ólafur: Hefði viljað sjá tvo Valsara fara út af Ólafur Þórðarson þjálfari Víkings var allt annað en sáttur við þá meðferð sem Aron Elís Þrándarson fékk hjá Valsmönnum í 1-1 jafntefli liðanna í kvöld í Pepsí deild karla í fótbolta. 14. september 2014 19:46 Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Víkingur - Valur 1-1 | Evrópusætið blasir við Víkingi Víkingur og Valur skildu jöfn 1-1 í miklum baráttuleik í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. Víkingur er því enn fimm stigum á undan Val í baráttunni um Evrópusæti. 14. september 2014 00:01 Mest lesið Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Handbolti Fleiri fréttir ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Sjá meira
„Ég tel litlar líkur á því að hann spili á fimmtudaginn,“ segir Þrándur Sigurðsson, fyrrverandi leikmaður karlaliðs Víkings í knattspyrnu og faðir Arons Elís Þrándarsonar, framherja Víkings. Aron Elís fór sem kunnugt er meiddur af velli í fyrri hálfleik í 1-1 jafntefli Víkings við Valsmenn í Fossvoginum í kvöld. Aron lá útaf með fótinn upp í loft og kælipoka á fætinum þegar blaðamaður ræddi við Þránd föður hans í kvöld. Aron var þá kominn heim af slysasdeild þar sem fékkst staðfest að hann væri ekki brotinn. Aron er meiddur rétt fyrir ofan hásinina á hægri fæti. „Vonandi jafnar hann sig fljótt. Hann er allavega ekki brotinn,“ segir Þrándur. Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkinga, sakaði Valsmenn um fautaskap en Magnús Gylfason, þjálfari Vals, hafnaði því að lagt hefði verið upp með að sparka Aron Elís niður. Þrándur átti aldrei þessu vant ekki heimangengt í Víkina í kvöldHann hafði þó heyrt af umræðunni en taldi ólíklegt að leikmenn Vals hefðu vísvitandi ætlað að sparka Aron Elís út úr leiknum. „Minnugir síðasta leiks gegn Víkingi, þegar þeir réðu lítið við hann, ætluðu þeir samt örugglega að stoppa hann og láta hann finna fyrir sér,“ segir Þrándur. Aron Elís skoraði þá bæði mörkin í 2-1 sigri Víkinga og átti stórkostlegan leik eins og fjallað var um á Vísi. „Leikurinn á Vodafone-vellinum í kvöld staðfesti það sem flestir vissu: að Aron Elís Þrándarson er frábær í fótbolta - leikmaður sem skilur á milli í jöfnum leikjum eins og þessum,“ sagði í umfjöllun Vísis. Víkingur tekur á móti Stjörnunni í Víkinni á fimmtudaginn. Þrándur reiknar sem fyrr segir ekki með syni sínum í þann leik en vonandi í útileikinn gegn Blikum sunnudaginn 21. september.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Magnús: Heldurðu að það megi ekki brjóta á honum eins og öðrum leikmönnum „Ég svara ekki svona barnalegum spurningum,“ sagði Magnús Gylfason aðspurður hvort það hafi verið hans upplegg að sparka Aron Elís Þrándarson út úr leiknum. 14. september 2014 19:30 Ólafur: Hefði viljað sjá tvo Valsara fara út af Ólafur Þórðarson þjálfari Víkings var allt annað en sáttur við þá meðferð sem Aron Elís Þrándarson fékk hjá Valsmönnum í 1-1 jafntefli liðanna í kvöld í Pepsí deild karla í fótbolta. 14. september 2014 19:46 Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Víkingur - Valur 1-1 | Evrópusætið blasir við Víkingi Víkingur og Valur skildu jöfn 1-1 í miklum baráttuleik í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. Víkingur er því enn fimm stigum á undan Val í baráttunni um Evrópusæti. 14. september 2014 00:01 Mest lesið Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Handbolti Fleiri fréttir ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Sjá meira
Magnús: Heldurðu að það megi ekki brjóta á honum eins og öðrum leikmönnum „Ég svara ekki svona barnalegum spurningum,“ sagði Magnús Gylfason aðspurður hvort það hafi verið hans upplegg að sparka Aron Elís Þrándarson út úr leiknum. 14. september 2014 19:30
Ólafur: Hefði viljað sjá tvo Valsara fara út af Ólafur Þórðarson þjálfari Víkings var allt annað en sáttur við þá meðferð sem Aron Elís Þrándarson fékk hjá Valsmönnum í 1-1 jafntefli liðanna í kvöld í Pepsí deild karla í fótbolta. 14. september 2014 19:46
Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Víkingur - Valur 1-1 | Evrópusætið blasir við Víkingi Víkingur og Valur skildu jöfn 1-1 í miklum baráttuleik í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. Víkingur er því enn fimm stigum á undan Val í baráttunni um Evrópusæti. 14. september 2014 00:01