Freyr: Þetta var til skammar Anton Ingi Leifsson skrifar 13. september 2014 20:25 Freyr var ekki sáttur með mótherjana í dag. Vísir/Valli „Þetta var eins og ég vildi hafa þetta. Þær áttu ekki að fá að ógna markinu okkar neitt og það heppnaðist," sagði Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandslið Íslands, eftir 3-0 sigur Íslands gegn Ísrael. „Mér fannst við geta spilað betur. Sendingageta liðsins er meiri en þessi. Við vorum með ofboðslega mikið af feilsendingum og við fengum tækifæri til að ganga frá þessum leik jafnvel í fyrri hálfleik." „Ég var aldrei hræddur um að tapa þessum leik eða missa hann niður í jafntefli, en ég vildi bara fá betri ákvarðanir en heilt yfir margt ágætt." „Við töluðum um það að við þyrftum að taka betri ákvarðanir á þeirra sóknarhelming. Ég er ósáttur við of mikið af sendingum sem fóru ekki á bláa treyju, en mörkin þrjú voru fín," sem var ánægður með innkomu varamannana. „Þetta voru frábærar innkomur hjá Sigrúnu, Guðmundu og Gunnhildi sérstaklega hjá Sigrúni. Hún var að spila sinn fyrsta leik og mér fannst hún frábær." Ísraelska liðið henti sér niður hvað eftir annað og tafði leikinn í tíma og ótíma. Freyr var sammála ofanrituðum að þetta var afskaplega leiðinleg sjón og einfaldlega til skammar. „Ég var líka að láta það fara í taugarnar á mér. Þetta er óþolandi. Þetta er í beinni útsendingu í sjónvarpinu. Þetta er bara til skammar og svona framkoma er ekki kvennaknattspyrnunni til framdráttar. Það fannst öllum þetta leiðinlegt og ég vil ekki sjá þetta," sagði Freyr og hélt áfram. „Dómarinn á að taka betur á þessu. Dómarinn var bara einhver fígúra og mér fannst hann taka voðalega illa á þessu." Hvernig leggur Freyr leikinn upp gegn Serbíu? „Við reynum að skerpa á ákveðnum hlutum fyrir leikinn á miðvikudaginn og fara yfir afhverju þetta var svona. Annars höldum við bara áfram að vaxa sem lið og vinna í því sem við erum að gera," sagði Freyr við fjölmiðla í leikslok. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Skil sátt við landsliðið Þóra B. Helgadóttir verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu gegn Ísrael í dag og gegn Serbíu á miðvikudaginn en það verða síðustu landsleikir hennar. Þóra gerir ráð fyrir að leggja hanskana á hilluna í haust. 13. september 2014 07:00 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Ísrael 3-0 | Auðvelt en ekki fallegt á Laugardalsvelli Ísland vann afar þægilegan sigur á Ísrael í undankeppni HM, en leikið var á Laugardalsvelli í kvöld. Lokatölur urðu 3-0, en sigurinn var síst of stór. 13. september 2014 00:01 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
„Þetta var eins og ég vildi hafa þetta. Þær áttu ekki að fá að ógna markinu okkar neitt og það heppnaðist," sagði Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandslið Íslands, eftir 3-0 sigur Íslands gegn Ísrael. „Mér fannst við geta spilað betur. Sendingageta liðsins er meiri en þessi. Við vorum með ofboðslega mikið af feilsendingum og við fengum tækifæri til að ganga frá þessum leik jafnvel í fyrri hálfleik." „Ég var aldrei hræddur um að tapa þessum leik eða missa hann niður í jafntefli, en ég vildi bara fá betri ákvarðanir en heilt yfir margt ágætt." „Við töluðum um það að við þyrftum að taka betri ákvarðanir á þeirra sóknarhelming. Ég er ósáttur við of mikið af sendingum sem fóru ekki á bláa treyju, en mörkin þrjú voru fín," sem var ánægður með innkomu varamannana. „Þetta voru frábærar innkomur hjá Sigrúnu, Guðmundu og Gunnhildi sérstaklega hjá Sigrúni. Hún var að spila sinn fyrsta leik og mér fannst hún frábær." Ísraelska liðið henti sér niður hvað eftir annað og tafði leikinn í tíma og ótíma. Freyr var sammála ofanrituðum að þetta var afskaplega leiðinleg sjón og einfaldlega til skammar. „Ég var líka að láta það fara í taugarnar á mér. Þetta er óþolandi. Þetta er í beinni útsendingu í sjónvarpinu. Þetta er bara til skammar og svona framkoma er ekki kvennaknattspyrnunni til framdráttar. Það fannst öllum þetta leiðinlegt og ég vil ekki sjá þetta," sagði Freyr og hélt áfram. „Dómarinn á að taka betur á þessu. Dómarinn var bara einhver fígúra og mér fannst hann taka voðalega illa á þessu." Hvernig leggur Freyr leikinn upp gegn Serbíu? „Við reynum að skerpa á ákveðnum hlutum fyrir leikinn á miðvikudaginn og fara yfir afhverju þetta var svona. Annars höldum við bara áfram að vaxa sem lið og vinna í því sem við erum að gera," sagði Freyr við fjölmiðla í leikslok.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Skil sátt við landsliðið Þóra B. Helgadóttir verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu gegn Ísrael í dag og gegn Serbíu á miðvikudaginn en það verða síðustu landsleikir hennar. Þóra gerir ráð fyrir að leggja hanskana á hilluna í haust. 13. september 2014 07:00 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Ísrael 3-0 | Auðvelt en ekki fallegt á Laugardalsvelli Ísland vann afar þægilegan sigur á Ísrael í undankeppni HM, en leikið var á Laugardalsvelli í kvöld. Lokatölur urðu 3-0, en sigurinn var síst of stór. 13. september 2014 00:01 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Skil sátt við landsliðið Þóra B. Helgadóttir verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu gegn Ísrael í dag og gegn Serbíu á miðvikudaginn en það verða síðustu landsleikir hennar. Þóra gerir ráð fyrir að leggja hanskana á hilluna í haust. 13. september 2014 07:00
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Ísrael 3-0 | Auðvelt en ekki fallegt á Laugardalsvelli Ísland vann afar þægilegan sigur á Ísrael í undankeppni HM, en leikið var á Laugardalsvelli í kvöld. Lokatölur urðu 3-0, en sigurinn var síst of stór. 13. september 2014 00:01