Eiði og Ómari vísað úr réttarsal: Lárus ekki ákærður því hann er of þungur Jakob Bjarnar skrifar 11. september 2014 13:52 Ómar Ragnarsson og Eiður Svanberg Guðnason fyrir utan þingsalinn í morgun. Vísir/GVA Í dag er réttað yfir nímenningunum svokölluðu, þeim sem mótmæltu vegaframkvæmdum í Gálgahrauni á Álftanesi. Fólkið er ákært vegna mótmælanna sem fram fóru 21. október í fyrra. Ómar Ragnarsson fjölmiðlamaður og Eiður Svanberg Guðnason, fyrrverandi sendiherra, tóku virkan þátt í mótmælunum. Þeir mættu í dómshúsið í morgun en var vísað frá vegna þess að seinna í dag eiga þeir að bera vitni í málinu. Ómar segir þá félaga ekki mega fylgjast með vegna þess að þeir hafa verið kvaddir til sem vitni. „Við vorum tveir sem vorum reknir út, ég og Eiður Guðnason,“ segir Ómar sem telur þetta hinn mesta skrípaleik. Auk þeirra var fleirum sem bera áttu vitni vísað úr þingsal. Ómar nefnir sem dæmi að svo virðist sem ákært sé í málinu út frá þyngd manna. Hvernig má það vera?Lárus borin af vettvangi í október.Vísir/GVA„Hjónin Ragnhildur Jónsdóttir og Lárus Vilhjálmsson settust niður tvisvar í Gálgahrauni. Hún var handtekin og færð niður á lögreglustöð. En, þeir nenntu ekki að bera Lárus af því að hann er svo þungur. Það var því ekki farið með hann niður á lögreglustöð þó hann væri staðinn að nákvæmlega sama broti, innan gæsalappa, og hann. Þess vegna er hún ákærð en ekki hann. Fáránleiki þessa máls er alger,“ segir Ómar. „Þau eru ákærð fyrir að hafa brotið ítrekað gegn skipun um að fara af svæðinu. Við 25 vorum öll búin að brjóta ítrekað gegn þessu banni. Mér finnst þessi ákæra algjör steypa.“ Og finnst fáránlegt að sitja ekki á sakamannabekk ásamt þeim hinum? „Já. Og enn fáránlegra er að Lárus Vilhjálmsson skuli ekki vera þar líka, vegna stærðar sinnar. Þarna er fólki mismunað. Mismununin beinist gegn henni, af hverju er hún ákærð bara fyrir að vera svona létt?“ Tengdar fréttir „Þetta var einfaldlega líkamleg árás“ Gunnsteinn Ólafsson, einn af þeim níu sem hafa verið kærð vegna mótmælanna í Gálgahrauni, segist ekki hafa farið inn á vinnusvæðið, fyrr en eftir að hann hafi verið handtekinn. 11. september 2014 09:59 Fannst mjög ógnandi að líf sitt og fjör væri í höndum krakka „Þú verður að spyrja lögregluna að því. Því ég sé enga ástæðu fyrir því að ég hafi verið handtekin,“ sagði Viktoría Áskelsdóttir við skýrslutöku á Gálgahraunsmálinu. 11. september 2014 11:18 "Kæran er út í hött" Sjö konur og tveir karlar hafa verið ákærð fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu í október á síðasta ári, þegar þau neituðu að færa sig úr Gálgahrauni er Vegagerðin hugðist hefja þar framkvæmdir við að leggja nýjan veg. "Kæran er út í hött," segir ein ákærðu. 25. janúar 2014 19:27 "Augljóst dæmi um óhóflegar aðgerðir og valdahroka" Níu manns hafa verið ákærðir fyrir að óhlýðnast lögreglu við mótmæli í Gálgahrauni þann 21. október síðastliðinn. 25. janúar 2014 13:30 „Ég slapp því ég er stór og þungur en konan var ákærð því hún er léttari" Hjón úr Hafnarfirði voru handtekin við mótmæli í Gálgahrauni í október. Konan var ákærð í málinu en maðurinn slapp, því lögreglumenn gáfust upp að bera hann inn í lögreglubíl. 28. apríl 2014 13:17 Segir borðann hafa verið strengdan í kringum sig „Ég neitaði aldrei fyrirmælum lögreglu,“ sagði Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir við aðalmeðferð Gálgahraunsmálsins í morgun. 11. september 2014 13:24 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Í dag er réttað yfir nímenningunum svokölluðu, þeim sem mótmæltu vegaframkvæmdum í Gálgahrauni á Álftanesi. Fólkið er ákært vegna mótmælanna sem fram fóru 21. október í fyrra. Ómar Ragnarsson fjölmiðlamaður og Eiður Svanberg Guðnason, fyrrverandi sendiherra, tóku virkan þátt í mótmælunum. Þeir mættu í dómshúsið í morgun en var vísað frá vegna þess að seinna í dag eiga þeir að bera vitni í málinu. Ómar segir þá félaga ekki mega fylgjast með vegna þess að þeir hafa verið kvaddir til sem vitni. „Við vorum tveir sem vorum reknir út, ég og Eiður Guðnason,“ segir Ómar sem telur þetta hinn mesta skrípaleik. Auk þeirra var fleirum sem bera áttu vitni vísað úr þingsal. Ómar nefnir sem dæmi að svo virðist sem ákært sé í málinu út frá þyngd manna. Hvernig má það vera?Lárus borin af vettvangi í október.Vísir/GVA„Hjónin Ragnhildur Jónsdóttir og Lárus Vilhjálmsson settust niður tvisvar í Gálgahrauni. Hún var handtekin og færð niður á lögreglustöð. En, þeir nenntu ekki að bera Lárus af því að hann er svo þungur. Það var því ekki farið með hann niður á lögreglustöð þó hann væri staðinn að nákvæmlega sama broti, innan gæsalappa, og hann. Þess vegna er hún ákærð en ekki hann. Fáránleiki þessa máls er alger,“ segir Ómar. „Þau eru ákærð fyrir að hafa brotið ítrekað gegn skipun um að fara af svæðinu. Við 25 vorum öll búin að brjóta ítrekað gegn þessu banni. Mér finnst þessi ákæra algjör steypa.“ Og finnst fáránlegt að sitja ekki á sakamannabekk ásamt þeim hinum? „Já. Og enn fáránlegra er að Lárus Vilhjálmsson skuli ekki vera þar líka, vegna stærðar sinnar. Þarna er fólki mismunað. Mismununin beinist gegn henni, af hverju er hún ákærð bara fyrir að vera svona létt?“
Tengdar fréttir „Þetta var einfaldlega líkamleg árás“ Gunnsteinn Ólafsson, einn af þeim níu sem hafa verið kærð vegna mótmælanna í Gálgahrauni, segist ekki hafa farið inn á vinnusvæðið, fyrr en eftir að hann hafi verið handtekinn. 11. september 2014 09:59 Fannst mjög ógnandi að líf sitt og fjör væri í höndum krakka „Þú verður að spyrja lögregluna að því. Því ég sé enga ástæðu fyrir því að ég hafi verið handtekin,“ sagði Viktoría Áskelsdóttir við skýrslutöku á Gálgahraunsmálinu. 11. september 2014 11:18 "Kæran er út í hött" Sjö konur og tveir karlar hafa verið ákærð fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu í október á síðasta ári, þegar þau neituðu að færa sig úr Gálgahrauni er Vegagerðin hugðist hefja þar framkvæmdir við að leggja nýjan veg. "Kæran er út í hött," segir ein ákærðu. 25. janúar 2014 19:27 "Augljóst dæmi um óhóflegar aðgerðir og valdahroka" Níu manns hafa verið ákærðir fyrir að óhlýðnast lögreglu við mótmæli í Gálgahrauni þann 21. október síðastliðinn. 25. janúar 2014 13:30 „Ég slapp því ég er stór og þungur en konan var ákærð því hún er léttari" Hjón úr Hafnarfirði voru handtekin við mótmæli í Gálgahrauni í október. Konan var ákærð í málinu en maðurinn slapp, því lögreglumenn gáfust upp að bera hann inn í lögreglubíl. 28. apríl 2014 13:17 Segir borðann hafa verið strengdan í kringum sig „Ég neitaði aldrei fyrirmælum lögreglu,“ sagði Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir við aðalmeðferð Gálgahraunsmálsins í morgun. 11. september 2014 13:24 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
„Þetta var einfaldlega líkamleg árás“ Gunnsteinn Ólafsson, einn af þeim níu sem hafa verið kærð vegna mótmælanna í Gálgahrauni, segist ekki hafa farið inn á vinnusvæðið, fyrr en eftir að hann hafi verið handtekinn. 11. september 2014 09:59
Fannst mjög ógnandi að líf sitt og fjör væri í höndum krakka „Þú verður að spyrja lögregluna að því. Því ég sé enga ástæðu fyrir því að ég hafi verið handtekin,“ sagði Viktoría Áskelsdóttir við skýrslutöku á Gálgahraunsmálinu. 11. september 2014 11:18
"Kæran er út í hött" Sjö konur og tveir karlar hafa verið ákærð fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu í október á síðasta ári, þegar þau neituðu að færa sig úr Gálgahrauni er Vegagerðin hugðist hefja þar framkvæmdir við að leggja nýjan veg. "Kæran er út í hött," segir ein ákærðu. 25. janúar 2014 19:27
"Augljóst dæmi um óhóflegar aðgerðir og valdahroka" Níu manns hafa verið ákærðir fyrir að óhlýðnast lögreglu við mótmæli í Gálgahrauni þann 21. október síðastliðinn. 25. janúar 2014 13:30
„Ég slapp því ég er stór og þungur en konan var ákærð því hún er léttari" Hjón úr Hafnarfirði voru handtekin við mótmæli í Gálgahrauni í október. Konan var ákærð í málinu en maðurinn slapp, því lögreglumenn gáfust upp að bera hann inn í lögreglubíl. 28. apríl 2014 13:17
Segir borðann hafa verið strengdan í kringum sig „Ég neitaði aldrei fyrirmælum lögreglu,“ sagði Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir við aðalmeðferð Gálgahraunsmálsins í morgun. 11. september 2014 13:24