Mengun á Austfjörðum: Fólk þarf að vera meðvitað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. september 2014 12:26 Vísir/Egill Styrkur brennisteinstvíildis á Reyðarfirði er um tíu sinnum lægri í dag en hann var í hádeginu í gær. Fólk á Austfjörðum þarf þó áfram að vera meðvitað um mengun í lofti og vera tilbúið að koma sér úr aðstæðum finni það fyrir einkennum. Þetta segir Guðfinnur Sigurvinsson upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar.Börnum var ráðlagt að halda sig innandyra á Austfjörðum í gær og sömuleiðis þeir sem ekki ganga fullkomlega heilir til skógar. Þá var fólki ráðlagt frá því að stunda líkamsrækt utandyra. Magn SO2 í lofti mældist 2600 µg/m3 á Reyðarfirði í gær en í morgun var magnið um 250 µg/m3. Styrkur í hreinu andrúmslofti er áætlaður u.þ.b. 1 µg/m3 Guðfinnur, sem sat fund með sérfræðingum Umhverfisstofnunar í morgun, segir mengun enn til staðar og fólk þurfi að vera meðvitað um hana. Magn SO2 á Egilsstöðum mældist 155 µg/m3 í morgun. Guðfinnur leggur áherslu á að þótt mælt gildi í gær hafi verið á Reyðarfirði þá nái ráðleggingar Umhverfisstofnunar til nærliggjandi svæða líka. Það sé einfaldlega þannig að mælirinn sé á Reyðarfirði og þaðan komi því upplýsingarnar um mengun. Nú sé hins vegar einnig mælir á Egilsstöðum sem hjálpi til. „Verið er að vinna í því að flytja mæli frá Mývatni til Akureyrar og svo er í skoðun að fá fleiri færanlega mæla til að geta tekið stöðuna á fleiri stöðum,“ segir Guðfinnur.Hraunið rennur í Jökulsá á Fjöllum.Vísir/Egill AðalsteinssonSvara spurningum landsmanna Til stendur að opna undirsíðu á vef Umhverfisstofnunar í dag þar sem almenningi gefst kostur á að fá svör við spurningum sem upp koma í tengslum við mengunina. „Við verðum vör við að fólk hafi samband með alls kyns spurningar sem við getum ekki svarað í gegnum tilkynningar frá Almannavörnum,“ segir Guðfinnur. Á nýju síðunni verða allar helstu upplýsingar um hvernig eigi að bregðast við, hver einkenni séu og fleira í þeim dúrnum. Þá verði þar liðurinn spurt og svarað þar sem algengar spurningar landsmanna verða teknar saman. Reiknað er með því að opna undirsíðuna síðar í dag en þangað til er landsmönnum bent á að spyrja spurninga á Fésbókarsíðu Umhverfisstofnunar. Þá er hægt að senda póst á gos@ust.is. Bárðarbunga Tengdar fréttir Bráð lífshætta stafar af gasinu í kringum eldstöðina Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom fram að ekkert dragi úr gosinu í Holuhrauni. 11. september 2014 12:16 Sagan geymir afar öflug þeytigos Sig Bárðarbunguöskjunnar um rúmlega 20 metra á stuttum tíma, og fjöldi stórra jarðskjálfta, veldur jarðvísindamönnum miklum áhyggjum. Það er ekki að ástæðulausu segir Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur sem þekkir sögu eldstöðvakerfisins út í hörgul. 11. september 2014 09:36 Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent Fleiri fréttir Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Þörf á ítarlegri rannsóknum vegna Vestmannaeyjaganga Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Þessi eru í forystusætunum Fella nokkur rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi úr gildi Jakob Frímann til liðs við Miðflokkinn Fréttamannafundur utanríkisráðherra Norðurlandaráðs Kennaraverkföll og göng til Eyja Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Ofsaakstur um Höfðana endaði með umferðaróhappi Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Úkraínski fáninn verði við ráðhúsið þar til fullnaðarsigur hefur unnist Rithöfundar sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli og nú Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Vinnuvél valt í Gilinu á Akureyri „Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur „Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Bein útsending: Kynna skýrslu um fýsileika jarðgangna til Vestmannaeyja Koma saman til að minnast Geirs Þrír á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Sæbraut Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Norðurlandaráðsþing, Selenskí og kennarar leggja niður störf Sjá meira
Styrkur brennisteinstvíildis á Reyðarfirði er um tíu sinnum lægri í dag en hann var í hádeginu í gær. Fólk á Austfjörðum þarf þó áfram að vera meðvitað um mengun í lofti og vera tilbúið að koma sér úr aðstæðum finni það fyrir einkennum. Þetta segir Guðfinnur Sigurvinsson upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar.Börnum var ráðlagt að halda sig innandyra á Austfjörðum í gær og sömuleiðis þeir sem ekki ganga fullkomlega heilir til skógar. Þá var fólki ráðlagt frá því að stunda líkamsrækt utandyra. Magn SO2 í lofti mældist 2600 µg/m3 á Reyðarfirði í gær en í morgun var magnið um 250 µg/m3. Styrkur í hreinu andrúmslofti er áætlaður u.þ.b. 1 µg/m3 Guðfinnur, sem sat fund með sérfræðingum Umhverfisstofnunar í morgun, segir mengun enn til staðar og fólk þurfi að vera meðvitað um hana. Magn SO2 á Egilsstöðum mældist 155 µg/m3 í morgun. Guðfinnur leggur áherslu á að þótt mælt gildi í gær hafi verið á Reyðarfirði þá nái ráðleggingar Umhverfisstofnunar til nærliggjandi svæða líka. Það sé einfaldlega þannig að mælirinn sé á Reyðarfirði og þaðan komi því upplýsingarnar um mengun. Nú sé hins vegar einnig mælir á Egilsstöðum sem hjálpi til. „Verið er að vinna í því að flytja mæli frá Mývatni til Akureyrar og svo er í skoðun að fá fleiri færanlega mæla til að geta tekið stöðuna á fleiri stöðum,“ segir Guðfinnur.Hraunið rennur í Jökulsá á Fjöllum.Vísir/Egill AðalsteinssonSvara spurningum landsmanna Til stendur að opna undirsíðu á vef Umhverfisstofnunar í dag þar sem almenningi gefst kostur á að fá svör við spurningum sem upp koma í tengslum við mengunina. „Við verðum vör við að fólk hafi samband með alls kyns spurningar sem við getum ekki svarað í gegnum tilkynningar frá Almannavörnum,“ segir Guðfinnur. Á nýju síðunni verða allar helstu upplýsingar um hvernig eigi að bregðast við, hver einkenni séu og fleira í þeim dúrnum. Þá verði þar liðurinn spurt og svarað þar sem algengar spurningar landsmanna verða teknar saman. Reiknað er með því að opna undirsíðuna síðar í dag en þangað til er landsmönnum bent á að spyrja spurninga á Fésbókarsíðu Umhverfisstofnunar. Þá er hægt að senda póst á gos@ust.is.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Bráð lífshætta stafar af gasinu í kringum eldstöðina Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom fram að ekkert dragi úr gosinu í Holuhrauni. 11. september 2014 12:16 Sagan geymir afar öflug þeytigos Sig Bárðarbunguöskjunnar um rúmlega 20 metra á stuttum tíma, og fjöldi stórra jarðskjálfta, veldur jarðvísindamönnum miklum áhyggjum. Það er ekki að ástæðulausu segir Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur sem þekkir sögu eldstöðvakerfisins út í hörgul. 11. september 2014 09:36 Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent Fleiri fréttir Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Þörf á ítarlegri rannsóknum vegna Vestmannaeyjaganga Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Þessi eru í forystusætunum Fella nokkur rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi úr gildi Jakob Frímann til liðs við Miðflokkinn Fréttamannafundur utanríkisráðherra Norðurlandaráðs Kennaraverkföll og göng til Eyja Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Ofsaakstur um Höfðana endaði með umferðaróhappi Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Úkraínski fáninn verði við ráðhúsið þar til fullnaðarsigur hefur unnist Rithöfundar sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli og nú Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Vinnuvél valt í Gilinu á Akureyri „Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur „Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Bein útsending: Kynna skýrslu um fýsileika jarðgangna til Vestmannaeyja Koma saman til að minnast Geirs Þrír á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Sæbraut Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Norðurlandaráðsþing, Selenskí og kennarar leggja niður störf Sjá meira
Bráð lífshætta stafar af gasinu í kringum eldstöðina Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom fram að ekkert dragi úr gosinu í Holuhrauni. 11. september 2014 12:16
Sagan geymir afar öflug þeytigos Sig Bárðarbunguöskjunnar um rúmlega 20 metra á stuttum tíma, og fjöldi stórra jarðskjálfta, veldur jarðvísindamönnum miklum áhyggjum. Það er ekki að ástæðulausu segir Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur sem þekkir sögu eldstöðvakerfisins út í hörgul. 11. september 2014 09:36