Bárðarbunga

Fréttamynd

Skjálfti að stærð fimm í Bárðar­bungu

Jarðskjálfti af stærð 5,0 reið yfir í Bárðarbunguöskju á fimmta tímanum í dag. Nokkur virkni hefur verið þar síðustu daga en engin merki um gosóróa. Fáir eftirskjálftar hafa mælst.

Innlent
Fréttamynd

Tíu ár síðan gaus í Holuhrauni

Tíu ár eru í dag liðin frá því að eldgos hófst í Holuhrauni. Eldgosið stóð í tæplega hálft ár en frá þeim rann mesta hraun frá Skaftáreldum seint á átjándu öld. Flatarmálið þess er meira en Þingvallavatns.

Innlent
Fréttamynd

Skjálfti í Bárðar­bungu og á­fram land­ris við Svarts­engi

Jarðskjálfti að stærð 3,5 mældist í Bárðarbunguöskjunni klukkan 21:43 í gærkvöldi. Veðurstofa Íslands greinir frá þessu og tiltekur náttúrúvársérfræðingur að skjálftar að þessari stærð eigi sér stað í Bárðarbungu öðru hverju. Bárðarbungukerfið er lengsta eldstöðvakerfi landsins og annað virkasta.

Innlent
Fréttamynd

Skjálfti 4,9 að stærð í Bárðar­bungu

Stór jarð­skjálfti reið yfir norður­hluta Bárðar­bungu klukkan 22:19 í kvöld. Að sögn Einars Hjörleifssonar, jarðfræðings hjá Veðurstofunni mældist hann 4,9 að stærð.

Innlent
Fréttamynd

Stærsti skjálftinn síðan í desember

Skjálfti 3,3 að stærð mældist klukkan 15:15 í dag um 3,4 kílómetrum norðaustur af Grímsfjalli. Síðast mældist svo stór skjálfti við Grímsvötn fyrir fjórum mánuðum síðan, í desember. Jörð hefur einnig nötrað í Bárðarbungu.

Innlent
Fréttamynd

Skjálfti af stærð 4,8 í Bárðar­bungu

Jarðskjálfti af stærð 4,8 mældist í Bárðarbungu klukkan 8:41 í morgun. Nokkrir eftirskjálfatar hafa mælst síðan þá. Undanfarin ár hafa mælst nokkrir skjálftar af svipaðri stærðargráðu á svæðinu. 

Innlent
Fréttamynd

Skjálftar í Bárðarbungu og Goðabungu

Um klukkan eitt í nótt varð skjálfti af stærðinni 3,8 í Bárðarbungu í Vatnajökli og um 20 mínútum síðar reið yfir skjálfti af stærðinni 3,0 í Goðabungu í Mýrdalsjökli. 

Innlent
Fréttamynd

Stærri skjálfti í Bárðar­bungu vegna kviku­söfnunar

Skjálfti 4,1 að stærð varð í Bárðarbunguöskjunni klukkan 7:02 í morgun. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið. Náttúruvársérfræðingur segir skjálftann í morgun, og fyrri skjálftar á svæðinu á síðustu mánuðum, skýrast af kvikusöfnun. Engin merki eru um gosóróa.

Innlent
Fréttamynd

Skjálfti að stærð 3,6 við Bárðarbungu

Þrír jarðskjálftar urðu í Bárðarbunguöskjunni á fjórða tímanum í dag. Mældist sá stærsti 3,6 að stærð klukkan 15:35, sjö kílómetra austsuðaustur af Bárðarbungu. Engin merki eru um óróa eða óeðlilega virkni á svæðinu.

Innlent