3 milljónir Mini Finnur Thorlacius skrifar 10. september 2014 09:46 Frá því BMW eignaðist breska bílaframleiðandann Mini og kynnti nýja gerð hans árið 2001 hafa verið framleiddar þrjár milljónir eintaka af bílnum knáa og var þeim áfanga fagnað í vikunni. Mini er framleiddur í Oxford í Bretlandi og af þessum 3 milljón eintaka hafa 2 milljónir þeirra verið flutt út frá Bretlandi. Því var einnig fagnað í verksmiðjunni í Oxford í þessari viku. Aðeins eru liðin 4 ár frá því að fagnað var 1,5 milljónum eintaka og því tók það aðeins 4 ár að framleiða jafn mikið magn Mini og 9 árin þar á undan. Framleidd hafa verið að meðaltali 375.000 eintök af bílnum á ári þessi síðustu fjögur ár, eða ríflega 1.000 bílar á dag hvern einasta dag. Enn verður bætt í framleiðslugetun á Mini því fjárfesta á fyrir 143 milljarða króna í verksmiðjunum í Oxford á næstunni. Meðal annars verða keyptir 1.000 nýir róbotar og suðuvélar sem nota laser-suðutækni. Ekkert lát virðist því vera á velgengni táknmyndar hins breska smábíls, Mini, þó eigandinn sé þýskur. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá Mini smíðaðan og fluttan í skip á tæpum 3 mínútum. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent
Frá því BMW eignaðist breska bílaframleiðandann Mini og kynnti nýja gerð hans árið 2001 hafa verið framleiddar þrjár milljónir eintaka af bílnum knáa og var þeim áfanga fagnað í vikunni. Mini er framleiddur í Oxford í Bretlandi og af þessum 3 milljón eintaka hafa 2 milljónir þeirra verið flutt út frá Bretlandi. Því var einnig fagnað í verksmiðjunni í Oxford í þessari viku. Aðeins eru liðin 4 ár frá því að fagnað var 1,5 milljónum eintaka og því tók það aðeins 4 ár að framleiða jafn mikið magn Mini og 9 árin þar á undan. Framleidd hafa verið að meðaltali 375.000 eintök af bílnum á ári þessi síðustu fjögur ár, eða ríflega 1.000 bílar á dag hvern einasta dag. Enn verður bætt í framleiðslugetun á Mini því fjárfesta á fyrir 143 milljarða króna í verksmiðjunum í Oxford á næstunni. Meðal annars verða keyptir 1.000 nýir róbotar og suðuvélar sem nota laser-suðutækni. Ekkert lát virðist því vera á velgengni táknmyndar hins breska smábíls, Mini, þó eigandinn sé þýskur. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá Mini smíðaðan og fluttan í skip á tæpum 3 mínútum.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent