Handbolti

Rakel aðstoðar Ragnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rakel Dögg var lengi vel fyrirliði íslenska landsliðsins.
Rakel Dögg var lengi vel fyrirliði íslenska landsliðsins. Vísir/Vilhelm
Rakel Dögg Bragadóttir hefur verið ráðin aðstoðarþjálfari Stjörnunnar í Olís-deild kvenna.

Rakel, sem er uppalin hjá Stjörnunni, lagði skóna á hilluna í lok janúar vegna höfuðmeiðsla. Rakel var hins vegar Skúla Gunnsteinssyni, þjálfara Stjörnunnar, innan handar í vor, en Garðarbæjarliðið tapaði fyrir Val í úrslitaeinvígi Olís-deildarinnar.

Skúli er nú tekinn við karlaliði Stjörnunnar, en við starfi hans hjá kvennaliðinu tók Ragnar Hermannsson.

Rakel lék lengst af með Stjörnunni, en einnig sem atvinnumaður í Noregi og Danmörku. Þá lék hún fjölmarga landsleiki fyrir Íslands hönd.

Stjarnan sækir Fram heim í sínum fyrsta leik í Olís-deildinni, 20. september næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×