Erlent

Høyre leitar að mögulegum eftirmanni Jaglands

Atli Ísleifsson skrifar
Thorbjørn Jagland, fyrrverandi forsætisráðherra og leiðtogi Verkamannaflokksins, gegnir nú stöðu formanns norsku Nóbelsnefndarinnar og hefur gert síðan 2009.
Thorbjørn Jagland, fyrrverandi forsætisráðherra og leiðtogi Verkamannaflokksins, gegnir nú stöðu formanns norsku Nóbelsnefndarinnar og hefur gert síðan 2009. Vísir/AFP
Norski stjórnarflokkurinn Høyre leitar nú að vænlegum kandídat til að leiða norsku Nóbelsnefndina. Þetta hefur norska ríkisúrvarpið eftir þingflokksformanninum Trond Helleland.

Thorbjørn Jagland, fyrrverandi forsætisráðherra og leiðtogi Verkamannaflokksins, gegnir nú stöðunni og hefur gert síðan 2009. Hann gegnir einnig stöðu framkvæmdastjóra Evrópuráðsins.

Ríkisstjórnarflokkarnir Høyre og Framfaraflokkarnir munu hafa meirihluta í nefndinni frá áramótum, en Jagland er fulltrúi Verkamannaflokksins í nefndinni. Jagland hefur enn staðfest hvort hann vilji sitja áfram í nefndinni.

Í frétt NRK segir að fyrrum utanríkisráðherrann og leiðtogi Høyre, Jan Petersen, kunni að koma til greina. Þá þykir ekki koma til greina að fá útlending til starfans og hefur þingkonan Linda Helleland, sem einnig er eiginkona Trond Helleland, áður bent á að Carl Bildt, fráfarandi utanríkisráðherra Svíþjóðar, kynni að vera vænlegur formaður nefndarinnar.

Norska Nóbelsnefndin velur handhafa Friðarverðlauna Nóbels.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×