Japanska sundsambandið hefur rekið einn af sundmönnum sínum af Asíuleikunum fyrir að stela myndavél.
Naoya Tomita er grunaður um að hafa stolið myndavél í eigu suður-kóreskra fjölmiðla en Tomita átti titil að verja í 200 metra bringusundi frá fyrri Asíuleikum.
Sást til Tomita setja myndavélina í poka í eftirlitsmyndavélakerfi á fimmtudaginn og hefur hann viðurkennt brot sitt.
Tomita þarf að greiða sjálfur fyrir flugferðina heim frá Suður-Kóreu en hann hafði keppt í 100 metra bringusundi á leikunum þar sem hann hafnaði í fjórða sæti.
Japanskur sundmaður rekinn af Asíuleikunum fyrir þjófnað
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Fleiri fréttir
