Destiny: Barist í hyldýpi vonbrigða Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 27. september 2014 10:26 Destiny er dýrasti tölvuleikur allra tíma. Framleiðslukostnaðurinn nemur 63 milljörðum króna. VÍSIR/ACTIVISION Destiny er yndisfagur tölvuleikur og með eindæmum lipur og hressandi skotleikur. Svo fallegur og skemmtilegur er hann að framleiðandanum Bungie tekst nánast, en þó ekki, að fela skort á heildstæðum söguþræði. Þetta hefur veruleg áhrif á upplifunina, svo um munar. Í Turninum, þar sem milljónir spilara taka höndum saman á hinstu stund mannkyns, er að finna nafnlaust vélmenni. Það segir ekkert, gerir ekkert, annað en að draga kúst fram og til baka eftir gólfinu meðan hetjurnar arka framhjá á leið í næstu orrustu. Nýir spilarar ættu að heilsa upp á vélmennið, tylla sér og hugsa um orðið örlög áður en þeir hefja krossferð sína um sólkerfið. Því hlutskipti nafnlausa róbótans er ekki ósvipað því sem bíður spilara í Destiny. Nafnlausa vélmennið.VÍSIR/ACTIVISION Glötuð tækifæriSpilarinn rís upp frá dauðum, endurvakinn af framandi veru til að berjast fyrir framtíð mannkyns. Það sem blasir við er veðruð auðn sem eitt sinn var Rússland. Blæbrigðalaus rödd Peter Dinklage — í hlutverki Draugsins, haldreipi spilarans — talar um Ferðalanginn sem bjargaði mannfólkinu frá útrýmingu á árum áður en einnig um dauða hans og endalokin sem fylgja innrásarsveitum háþróaðra geimvera. Í krafti magnaðs sögusviðs, söguheims og tónlistar er augljóst að Destiny hefur alla burði til að marka þáttaskil í tölvuleikjasögunni. Markmið Bungie (sem var vissulega óljóst) var að sameina fyrstu persónu skotleik við MMO-spilun, með áherslu á RPG-eiginleika. Sagan sem átti að sameina þessa þætti átti að vera stórbrotin geimópera þar sem spilarar þeytast um sólkerfið í heilögu stríði við hersveitir geimvera.Þrír flokkar hetja standa spilurum til boða. F.v. Titan, Warlock og Hunter.VÍSIR/ACTIVISIONAllt þetta er til staðar í Destiny, þó aðeins hálfpartinn. Þeir sem vilja raunverulega RPG-spilun munu ekki sætta sig við það sem Bungie býður upp á. Á milli þess sem ég marði geimverurnar í sultu saknaði ég Diablo, bæði þegar kemur að hinum guðdómlega ránsfeng og uppfærslum fyrir hetjuna mína. Framrás hetjunnar er yfirborðskennd, fátt annað í boði en velja það nýjasta og bíða eftir að næsti hæfileiki aflæsist. Eftir að stigi 20 er náð þurfa spilarar að leita að herklæðum með ljósi (e. light) til að efla hetjuna sína frekar. Þessi leit (eða einfaldlega mulningsvinna, meira um það síðar) er hrottalegur vítahringur, tímafrek og á köflum gremjuleg. MMO-hluti Destiny er síðan aðeins í orði. Í Turninum finnur maður aragrúa af spilurum en þetta er einmanaleg upplifun, undarlega. Enginn segir neitt, sumir benda eða veifa (aðrir dansa vissulega). Einu samskiptin eru stöku skilaboð um boð í árás (e. Strike).Stórkostleg grafík. Einnig, lens flare.VÍSIR/ACTIVISIONSpilun trompar sögu Bungie, sem sagði skilið við Microsoft til að vinna að Destiny, ruddi brautina fyrir fyrstu persónu skotleiki á leikjavélum. Halo-leikjaröðin er raunverulegt afrek og þessi reynsla skilar sér í Destiny. Sjálf spilunin er stórkostleg. Hetjan er lipur en spilarinn finnur engu að síður fyrir blýþungum herklæðunum. Vopnin eru nægilega fjölbreytt og mörg hver einstaklega skemmtileg. Í eitt augnablik, þegar ferlíkið sundrast í öreindir eftir stranga orrustu, er eins og að maður hafi raunveruleg lagt baráttu mannkyns lið. Destiny er þó ekki lengi að leiðrétta það, barátta þín er tilgangslaus. Bungie mistekst stórkostlega þegar kemur að því að sameina þessa þætti. Það má segja að allt það versta í fari MMO og RPG-leikja sameinist í Destiny. Sagan mikla sem Bungie lofaði er einfaldlega ekki til staðar, ekki í leiknum sjálfum að minnsta kosti. Ítarefni er að finna á vefsvæði Bungie og í gagnlegu smáforriti sem ég mæli eindregið með að spilarar noti.Hvar er draumurinn?Þegar allt þetta er tekið saman er stóra spurningin þessi: Af hverju get ég ekki hætt að spila Destiny? Ég get ekki hætt að hugsa um leikinn. Svarið hefur að gera með spilunina og það hversu stórkostlegt það er að slást í för með tveimur vinum í leit að skrímslinu sem æpir djúpt í dýflissum Mars. Spilunin er það góð að maður nánast fyrirgefur Bungie fyrir að hafa klúðrar sögunni.Talandi um hella. Guð minn góður. Mulningsvinna (e. grinding) er eðlislægur hluti MMO og RPG-leikja. Hversdagslegur hellir í gamla Rússlandi er þessa stundina miðstöð þessarar vinnu þar sem hópur spilara eyðir löngum stundum í að drepa hóp geimvera sem birtist aftur og aftur í hellismunnanum. Öðru hverju skilur eitt fórnarlamb hakkavélarinnar eftir sig dýrmætan hjálm eða brynju sem gæti skilað spilurum á næsta stig.„Og ef þú horfir lengi niður í botnlaust djúp, fer djúpið líka að horfa inn í þig.“VÍSIR/ACTIVISIONEftir að hafa starað ofan í sótsvartan hellinn klukkustundum saman minntist ég orða Nietzsche um hyldýpið og setningarinnar sem kemur á undan: „Sá sem berst við skrímsli ætti að gæta þess að hann verði ekki sjálfur skrímsli. Og ef þú horfir lengi niður í botnlaust djúp, fer djúpið líka að horfa inn í þig.“ Er þetta mögulega það eina sem tölvuleikir hafa upp á að bjóða? Endalaust tilgangsleysi í frásagnarlegu hyldýpi? Hvað um það. Börnin eru farin að sofa og hetjan mín er eirðarlaus.Samantekt Sem skotleikur á Destiny sér enga líka. Spilunin er frábær og hið sama má segja um heildarútlit leiksins. Netspilunin er ágæt en á köflum þreytandi. Ef þú ert á höttunum eftir geimóperu í ætt við Halo eða Mass Effect, þá skaltu leita annað.Það er fátt skemmtilegra en taka slaginn með nokkrum góðum vinum.VÍSIR/ACTIVISIONFrá höfundi: Ég er enn að spila Destiny og nálgast level 26. Þið sem eigið Xbox getið addað mér með Gamertag-inu Kjartan HR1 Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Destiny er yndisfagur tölvuleikur og með eindæmum lipur og hressandi skotleikur. Svo fallegur og skemmtilegur er hann að framleiðandanum Bungie tekst nánast, en þó ekki, að fela skort á heildstæðum söguþræði. Þetta hefur veruleg áhrif á upplifunina, svo um munar. Í Turninum, þar sem milljónir spilara taka höndum saman á hinstu stund mannkyns, er að finna nafnlaust vélmenni. Það segir ekkert, gerir ekkert, annað en að draga kúst fram og til baka eftir gólfinu meðan hetjurnar arka framhjá á leið í næstu orrustu. Nýir spilarar ættu að heilsa upp á vélmennið, tylla sér og hugsa um orðið örlög áður en þeir hefja krossferð sína um sólkerfið. Því hlutskipti nafnlausa róbótans er ekki ósvipað því sem bíður spilara í Destiny. Nafnlausa vélmennið.VÍSIR/ACTIVISION Glötuð tækifæriSpilarinn rís upp frá dauðum, endurvakinn af framandi veru til að berjast fyrir framtíð mannkyns. Það sem blasir við er veðruð auðn sem eitt sinn var Rússland. Blæbrigðalaus rödd Peter Dinklage — í hlutverki Draugsins, haldreipi spilarans — talar um Ferðalanginn sem bjargaði mannfólkinu frá útrýmingu á árum áður en einnig um dauða hans og endalokin sem fylgja innrásarsveitum háþróaðra geimvera. Í krafti magnaðs sögusviðs, söguheims og tónlistar er augljóst að Destiny hefur alla burði til að marka þáttaskil í tölvuleikjasögunni. Markmið Bungie (sem var vissulega óljóst) var að sameina fyrstu persónu skotleik við MMO-spilun, með áherslu á RPG-eiginleika. Sagan sem átti að sameina þessa þætti átti að vera stórbrotin geimópera þar sem spilarar þeytast um sólkerfið í heilögu stríði við hersveitir geimvera.Þrír flokkar hetja standa spilurum til boða. F.v. Titan, Warlock og Hunter.VÍSIR/ACTIVISIONAllt þetta er til staðar í Destiny, þó aðeins hálfpartinn. Þeir sem vilja raunverulega RPG-spilun munu ekki sætta sig við það sem Bungie býður upp á. Á milli þess sem ég marði geimverurnar í sultu saknaði ég Diablo, bæði þegar kemur að hinum guðdómlega ránsfeng og uppfærslum fyrir hetjuna mína. Framrás hetjunnar er yfirborðskennd, fátt annað í boði en velja það nýjasta og bíða eftir að næsti hæfileiki aflæsist. Eftir að stigi 20 er náð þurfa spilarar að leita að herklæðum með ljósi (e. light) til að efla hetjuna sína frekar. Þessi leit (eða einfaldlega mulningsvinna, meira um það síðar) er hrottalegur vítahringur, tímafrek og á köflum gremjuleg. MMO-hluti Destiny er síðan aðeins í orði. Í Turninum finnur maður aragrúa af spilurum en þetta er einmanaleg upplifun, undarlega. Enginn segir neitt, sumir benda eða veifa (aðrir dansa vissulega). Einu samskiptin eru stöku skilaboð um boð í árás (e. Strike).Stórkostleg grafík. Einnig, lens flare.VÍSIR/ACTIVISIONSpilun trompar sögu Bungie, sem sagði skilið við Microsoft til að vinna að Destiny, ruddi brautina fyrir fyrstu persónu skotleiki á leikjavélum. Halo-leikjaröðin er raunverulegt afrek og þessi reynsla skilar sér í Destiny. Sjálf spilunin er stórkostleg. Hetjan er lipur en spilarinn finnur engu að síður fyrir blýþungum herklæðunum. Vopnin eru nægilega fjölbreytt og mörg hver einstaklega skemmtileg. Í eitt augnablik, þegar ferlíkið sundrast í öreindir eftir stranga orrustu, er eins og að maður hafi raunveruleg lagt baráttu mannkyns lið. Destiny er þó ekki lengi að leiðrétta það, barátta þín er tilgangslaus. Bungie mistekst stórkostlega þegar kemur að því að sameina þessa þætti. Það má segja að allt það versta í fari MMO og RPG-leikja sameinist í Destiny. Sagan mikla sem Bungie lofaði er einfaldlega ekki til staðar, ekki í leiknum sjálfum að minnsta kosti. Ítarefni er að finna á vefsvæði Bungie og í gagnlegu smáforriti sem ég mæli eindregið með að spilarar noti.Hvar er draumurinn?Þegar allt þetta er tekið saman er stóra spurningin þessi: Af hverju get ég ekki hætt að spila Destiny? Ég get ekki hætt að hugsa um leikinn. Svarið hefur að gera með spilunina og það hversu stórkostlegt það er að slást í för með tveimur vinum í leit að skrímslinu sem æpir djúpt í dýflissum Mars. Spilunin er það góð að maður nánast fyrirgefur Bungie fyrir að hafa klúðrar sögunni.Talandi um hella. Guð minn góður. Mulningsvinna (e. grinding) er eðlislægur hluti MMO og RPG-leikja. Hversdagslegur hellir í gamla Rússlandi er þessa stundina miðstöð þessarar vinnu þar sem hópur spilara eyðir löngum stundum í að drepa hóp geimvera sem birtist aftur og aftur í hellismunnanum. Öðru hverju skilur eitt fórnarlamb hakkavélarinnar eftir sig dýrmætan hjálm eða brynju sem gæti skilað spilurum á næsta stig.„Og ef þú horfir lengi niður í botnlaust djúp, fer djúpið líka að horfa inn í þig.“VÍSIR/ACTIVISIONEftir að hafa starað ofan í sótsvartan hellinn klukkustundum saman minntist ég orða Nietzsche um hyldýpið og setningarinnar sem kemur á undan: „Sá sem berst við skrímsli ætti að gæta þess að hann verði ekki sjálfur skrímsli. Og ef þú horfir lengi niður í botnlaust djúp, fer djúpið líka að horfa inn í þig.“ Er þetta mögulega það eina sem tölvuleikir hafa upp á að bjóða? Endalaust tilgangsleysi í frásagnarlegu hyldýpi? Hvað um það. Börnin eru farin að sofa og hetjan mín er eirðarlaus.Samantekt Sem skotleikur á Destiny sér enga líka. Spilunin er frábær og hið sama má segja um heildarútlit leiksins. Netspilunin er ágæt en á köflum þreytandi. Ef þú ert á höttunum eftir geimóperu í ætt við Halo eða Mass Effect, þá skaltu leita annað.Það er fátt skemmtilegra en taka slaginn með nokkrum góðum vinum.VÍSIR/ACTIVISIONFrá höfundi: Ég er enn að spila Destiny og nálgast level 26. Þið sem eigið Xbox getið addað mér með Gamertag-inu Kjartan HR1
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira