Læknar segja kjarabót einu leiðina til að laða lækna aftur heim Samúel Karl Ólason skrifar 26. september 2014 18:55 Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands. Vísir/Anton/GVA Læknafélag Íslands segir að til þess að fá lækna til Íslands þurfi að bæta kjör þeirra. Að óbreyttu fari ástandið í mörgum sérgreinum, sem þegar sé óviðunandi, versnandi. Þetta kemur fram í ályktun félagsins frá aðalfundi þess sem haldinn var í dag og í gær. Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélagsins, opnaði fundinn og fór yfir stöðu heilbrigðismála. Sagði hann að ástand á Landspítala og í heilsugæslunni hefði farið versnandi frá hruni. Læknar hefðu um margra ára skeið varað við því að niðurskurður í heilbrigðismálum væri orðinn óhóflegur. „Því miður hefði ekki verið tekið mark á varnarorðum lækna. Staða mála væri því orðin sú að fáir ef nokkrir læknar sæki um lausar stöðu,“ segir í tilkynningu frá Læknafélaginu.Vöntun á heimilislæknum Þá sagði Þorbjörn að sárlega vanti heimilislækna til starfa á höfuðborgarsvæðinu. Að víða á landsbyggðinni væru fáir ef nokkrir fastráðnir heimilislæknar. Hann sagði einnig að undirmönnun væri á mörgum sérgreinum á Landspítalanum og nefndi þar krabbameinslækningar og myndgreiningu. „Tölur sýni að tæplega 70 læknar flytji brott árlega og samtals hafi 330 læknar með lækningaleyfi flutt af landi brott á síðustu fimm árum. Á sama tíma hafi 140 læknar flutt til landsins eða tæplega 30 ár ári.“ Hann sagði einnig að á næstu árum fari 135 læknar á eftirlaun og það væri tvöfalt meiri fjöldi en undanfarin ár. Að læknaskorturinn væri orðinn viðvarandi og íbúum á hvern lækni fjölgi á sama tíma og þeim fækki á Norðurlöndunum. Þrátt fyrir að framlög til heilbrigðismáli hafi verið aukin í fjárlögum 2014 og einhver aukning væri í fjárlagafrumvarpi 2015, væri það ekki nóg til að snúa þróuninni við. Þorbjörn sagði kjarna málsins vera að kjör lækna hér á landi væru engan veginn sambærileg við þau kjör sem læknum standi til boða erlendis og þá ekki síst á Norðurlöndunum.Kjarabót eina lausnin Nú hafa læknar verið samningslausir í um átta mánuði og Þorbjörn sagði þá vera mjög óþreyjufulla. Sagði hann að eina leiðin nú væri að tryggja læknum umtalsverða kjarabót í þeim kjarasamningum sem í gangi séu. Þá ávarpaði Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, aðalfundinn og svaraði fyrirspurnum lækna. Samkvæmt tilkynningunni frá félaginu var mikill þungi í umræðu lækna við ráðherra og bar þar mest á mikilvægi þess að í yfirstandandi kjaraviðræðum myndu læknar fá þær kjarabætur sem þyrfti. Svo hægt væri að laða íslenska lækna erlendis heim á ný. Á aðalfundinum var haldið málþing undir yfirskriftinni: Er blandað rekstrarform lausnin á læknaskortinum? Ályktun Læknafélags Íslands:Aðalfundur Læknafélags Íslands, haldinn að Hlíðarsmára í Kópavogi 25. og 26. september 2014 telur læknaskort ógna íslenskri heilbrigðisþjónustu. Í mörgum sérgreinum læknisfræðinnar er ástandið óviðunandi og fer versnandi að óbreyttu. Aðalfundurinn skorar á stjórnvöld að gera íslenskt heilbrigðiskerfi að fýsilegum atvinnuvettvangi fyrir lækna á ný með því að leiðrétta kjör þeirra. Þannig má snúa við þróuninni og fá lækna til starfa á Íslandi. Tengdar fréttir Áætlanir um framtíð Landspítalans kynntar á fyrri hluta næsta árs Heilbrigðisráðherra segir í bígerð hjá ríkisstjórninni að undirbúa og hefja framkvæmdir við byggingu nýs spítala þegar fjármögnun hefur verið tryggð, vonandi á fyrri hluta næsta árs. 25. september 2014 19:30 Óánægja meðal lækna: Fundur með ráðherra ekki sýndur í beinni Mikill hiti var í fundargestum á aðalfundi Læknafélags Íslands sem fram fór í dag. Formaður Læknafélags Íslands tjáir sig ekki um ástæðu þess að ekki hafi verið sýnt frá fundinum. Hefðarrök hafi þó ekki ráðið för. 25. september 2014 23:16 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Sjá meira
Læknafélag Íslands segir að til þess að fá lækna til Íslands þurfi að bæta kjör þeirra. Að óbreyttu fari ástandið í mörgum sérgreinum, sem þegar sé óviðunandi, versnandi. Þetta kemur fram í ályktun félagsins frá aðalfundi þess sem haldinn var í dag og í gær. Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélagsins, opnaði fundinn og fór yfir stöðu heilbrigðismála. Sagði hann að ástand á Landspítala og í heilsugæslunni hefði farið versnandi frá hruni. Læknar hefðu um margra ára skeið varað við því að niðurskurður í heilbrigðismálum væri orðinn óhóflegur. „Því miður hefði ekki verið tekið mark á varnarorðum lækna. Staða mála væri því orðin sú að fáir ef nokkrir læknar sæki um lausar stöðu,“ segir í tilkynningu frá Læknafélaginu.Vöntun á heimilislæknum Þá sagði Þorbjörn að sárlega vanti heimilislækna til starfa á höfuðborgarsvæðinu. Að víða á landsbyggðinni væru fáir ef nokkrir fastráðnir heimilislæknar. Hann sagði einnig að undirmönnun væri á mörgum sérgreinum á Landspítalanum og nefndi þar krabbameinslækningar og myndgreiningu. „Tölur sýni að tæplega 70 læknar flytji brott árlega og samtals hafi 330 læknar með lækningaleyfi flutt af landi brott á síðustu fimm árum. Á sama tíma hafi 140 læknar flutt til landsins eða tæplega 30 ár ári.“ Hann sagði einnig að á næstu árum fari 135 læknar á eftirlaun og það væri tvöfalt meiri fjöldi en undanfarin ár. Að læknaskorturinn væri orðinn viðvarandi og íbúum á hvern lækni fjölgi á sama tíma og þeim fækki á Norðurlöndunum. Þrátt fyrir að framlög til heilbrigðismáli hafi verið aukin í fjárlögum 2014 og einhver aukning væri í fjárlagafrumvarpi 2015, væri það ekki nóg til að snúa þróuninni við. Þorbjörn sagði kjarna málsins vera að kjör lækna hér á landi væru engan veginn sambærileg við þau kjör sem læknum standi til boða erlendis og þá ekki síst á Norðurlöndunum.Kjarabót eina lausnin Nú hafa læknar verið samningslausir í um átta mánuði og Þorbjörn sagði þá vera mjög óþreyjufulla. Sagði hann að eina leiðin nú væri að tryggja læknum umtalsverða kjarabót í þeim kjarasamningum sem í gangi séu. Þá ávarpaði Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, aðalfundinn og svaraði fyrirspurnum lækna. Samkvæmt tilkynningunni frá félaginu var mikill þungi í umræðu lækna við ráðherra og bar þar mest á mikilvægi þess að í yfirstandandi kjaraviðræðum myndu læknar fá þær kjarabætur sem þyrfti. Svo hægt væri að laða íslenska lækna erlendis heim á ný. Á aðalfundinum var haldið málþing undir yfirskriftinni: Er blandað rekstrarform lausnin á læknaskortinum? Ályktun Læknafélags Íslands:Aðalfundur Læknafélags Íslands, haldinn að Hlíðarsmára í Kópavogi 25. og 26. september 2014 telur læknaskort ógna íslenskri heilbrigðisþjónustu. Í mörgum sérgreinum læknisfræðinnar er ástandið óviðunandi og fer versnandi að óbreyttu. Aðalfundurinn skorar á stjórnvöld að gera íslenskt heilbrigðiskerfi að fýsilegum atvinnuvettvangi fyrir lækna á ný með því að leiðrétta kjör þeirra. Þannig má snúa við þróuninni og fá lækna til starfa á Íslandi.
Tengdar fréttir Áætlanir um framtíð Landspítalans kynntar á fyrri hluta næsta árs Heilbrigðisráðherra segir í bígerð hjá ríkisstjórninni að undirbúa og hefja framkvæmdir við byggingu nýs spítala þegar fjármögnun hefur verið tryggð, vonandi á fyrri hluta næsta árs. 25. september 2014 19:30 Óánægja meðal lækna: Fundur með ráðherra ekki sýndur í beinni Mikill hiti var í fundargestum á aðalfundi Læknafélags Íslands sem fram fór í dag. Formaður Læknafélags Íslands tjáir sig ekki um ástæðu þess að ekki hafi verið sýnt frá fundinum. Hefðarrök hafi þó ekki ráðið för. 25. september 2014 23:16 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Sjá meira
Áætlanir um framtíð Landspítalans kynntar á fyrri hluta næsta árs Heilbrigðisráðherra segir í bígerð hjá ríkisstjórninni að undirbúa og hefja framkvæmdir við byggingu nýs spítala þegar fjármögnun hefur verið tryggð, vonandi á fyrri hluta næsta árs. 25. september 2014 19:30
Óánægja meðal lækna: Fundur með ráðherra ekki sýndur í beinni Mikill hiti var í fundargestum á aðalfundi Læknafélags Íslands sem fram fór í dag. Formaður Læknafélags Íslands tjáir sig ekki um ástæðu þess að ekki hafi verið sýnt frá fundinum. Hefðarrök hafi þó ekki ráðið för. 25. september 2014 23:16