Bílabúð Benna hefur sölu á Opel Finnur Thorlacius skrifar 26. september 2014 16:49 Opel Adam er einn nýrra bíla sem Bílabúð Benna hefur nú sölu á. Einsog fram hefur komið hefur Bílabúð Benna tekið við söluumboði Opel á Íslandi og mun fyrirtækið kynna glæsilega bílalínu frá Opel á opnunarsýningu um helgina. Það verður gert í gerbreyttum sýningarsal Bílabúðar Benna á Tangarhöfða. Þar verða frumsýndir fjöldi nýrra bíla frá Opel sem ekki hafa sést áður hér á landi. „Þetta eru spennandi tímamót hjá okkur,“ segir Benedikt Eyjólfsson hjá Bílabúð Benna. „Opel merkið er á mikilli uppleið í Evrópu, sala og markaðshlutdeild hefur aukist umtalsvert þar. Undanfarin ár hefur Opel fjárfest gríðarlega í þróunarstarfi og það hefur verið að skila sér í ótal hönnunar- og gæðaverðlaunum,“ segir Benedikt. Í tilkynningu frá Bílabúð Benna kemur fram að fyrirtækið mun bjóða upp á sérstaka Opel fjármögnun sem er nýjung hér á landi. Um er að ræða óverðtryggt lán til 5 ára, í íslenskum krónum, með aðeins 5.95% föstum vöxtum og miðað við 40% útborgun. Opnunarsýning Bílabúðar Benna stendur yfir laugardag og sunnudag frá kl. 12 – 16. Léttar veitingar í boði, blöðrur og ís fyrir börnin. Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent
Einsog fram hefur komið hefur Bílabúð Benna tekið við söluumboði Opel á Íslandi og mun fyrirtækið kynna glæsilega bílalínu frá Opel á opnunarsýningu um helgina. Það verður gert í gerbreyttum sýningarsal Bílabúðar Benna á Tangarhöfða. Þar verða frumsýndir fjöldi nýrra bíla frá Opel sem ekki hafa sést áður hér á landi. „Þetta eru spennandi tímamót hjá okkur,“ segir Benedikt Eyjólfsson hjá Bílabúð Benna. „Opel merkið er á mikilli uppleið í Evrópu, sala og markaðshlutdeild hefur aukist umtalsvert þar. Undanfarin ár hefur Opel fjárfest gríðarlega í þróunarstarfi og það hefur verið að skila sér í ótal hönnunar- og gæðaverðlaunum,“ segir Benedikt. Í tilkynningu frá Bílabúð Benna kemur fram að fyrirtækið mun bjóða upp á sérstaka Opel fjármögnun sem er nýjung hér á landi. Um er að ræða óverðtryggt lán til 5 ára, í íslenskum krónum, með aðeins 5.95% föstum vöxtum og miðað við 40% útborgun. Opnunarsýning Bílabúðar Benna stendur yfir laugardag og sunnudag frá kl. 12 – 16. Léttar veitingar í boði, blöðrur og ís fyrir börnin.
Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent