416 hestafla Porsche Cayenne Hybrid Finnur Thorlacius skrifar 26. september 2014 15:45 Alveg eins í útliti og venjulegur Cayenne, en er tvinnbíll sem eyðir afar litlu. Porsche mun kynna nýjustu gerð Cayenne jeppans á bílasýningunni í París. Hann er með tvinnaflrás og nefndur Cayenne S E-Hybrid. Bíllinn er með 95 hestafla rafmótorum sem bætast við 333 hestöfl frá 3,0 lítra bensínvél með keflablásara og samtals orkar þessi samsetta aflrás mest 416 hestöfl. Þessi nýi tvinnbíll er því afar öflugur þó svo hann skort talsvert afl til að jafnast á við Porsche Cayenne Turbo með sín 550 hestöfl. Þessi nýi tvinnbíll er þó alger sparigrís, sem Cayenne Turbo er ekki. Eyðsla hans er um 5 lítrar á hverja 100 kílómetra, sem telst ári gott fyrir stóran bíl. Cayenne S E-Hybrid er stungið í samband við heimilisrafmagn og á að komast fyrstu 25 kílómetrana á rafmagninu eingöngu. Verð bílsins verður 76.400 dollarar í Bandaríkjunum, eða 9,2 milljónir. Svona búinn bíll mun falla í hagstæðan vörugjaldaflokk hér á landi og gæti jafnvel orðið ódýrari en dísilútgáfa Cayenne. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent
Porsche mun kynna nýjustu gerð Cayenne jeppans á bílasýningunni í París. Hann er með tvinnaflrás og nefndur Cayenne S E-Hybrid. Bíllinn er með 95 hestafla rafmótorum sem bætast við 333 hestöfl frá 3,0 lítra bensínvél með keflablásara og samtals orkar þessi samsetta aflrás mest 416 hestöfl. Þessi nýi tvinnbíll er því afar öflugur þó svo hann skort talsvert afl til að jafnast á við Porsche Cayenne Turbo með sín 550 hestöfl. Þessi nýi tvinnbíll er þó alger sparigrís, sem Cayenne Turbo er ekki. Eyðsla hans er um 5 lítrar á hverja 100 kílómetra, sem telst ári gott fyrir stóran bíl. Cayenne S E-Hybrid er stungið í samband við heimilisrafmagn og á að komast fyrstu 25 kílómetrana á rafmagninu eingöngu. Verð bílsins verður 76.400 dollarar í Bandaríkjunum, eða 9,2 milljónir. Svona búinn bíll mun falla í hagstæðan vörugjaldaflokk hér á landi og gæti jafnvel orðið ódýrari en dísilútgáfa Cayenne.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent