Bíó og sjónvarp

Tekin upp á Íslandi og Lisca Bianca

Þórður Ingi Jónsson skrifar
MASDEBO, leikstjórarnir Niccoló Massazza og Jacopo Bedogni.
MASDEBO, leikstjórarnir Niccoló Massazza og Jacopo Bedogni.
Ítölsku vídeólistamennirnir og leikstjórarnir Niccoló Massazza og Jacopo Bedogni sem kalla sig MASBEDO sýna fyrstu kvikmynd sína, The Lack (Skorturinn) í fullri lengd á RIFF. Myndin er sýnd í kvöld og sunnudaginn 28. september í Bíó Paradís. Tvíeykið mun síðan svara spurningum að myndinni lokinni.

Masbedo þykja einstaklega færir á sviði sjónlistar og vídeólistar en þeir hafa tekið upp nokkur verkefni á Íslandi undanfarin ár og eru góðvinir Friðriks Þórs Friðrikssonar leikstjóra.

Kvikmyndin The Lack, sem er tekin upp á Íslandi og á eyjunni Lisca Bianca, var sýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum þar sem hún fékk mikið lof gagnrýnenda.

Athygli vekur að ítalska skartgripahúsið Bulgari framleiddi myndina og Beatrice Bulgari, af hinni frægu Bulgari ætt skrifaði handritið ásamt Mitra Divshali. 





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.