Enski boltinn

Rooney með mark og rautt í sigri Manchester United

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Rooney skoraði og sá rautt
Rooney skoraði og sá rautt vísir/getty
Manchester United lagði West Ham 2-1 á heimavelli sínum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þar sem Wayne Rooney fékk að líta rauða spjaldið.

Það var Rooney sjálfur sem skoraði strax á fimmtu mínútu, hans 176. mark í ensku úrvalsdeildinni en aðeins Alan Shearer og Andy Cole hafa skorað meira.

Robin van Persie bætti öðru marki við á 22. mínútu en átta mínútum fyrir hálfleik minnkaði Diafra Sakho metin og fór um stuðningsmenn Manchester United minnuga 5-3 tapinu gegn Leicester um síðustu helgi.

Þrátt fyrir að leika manni færri síðasta hálftímann í leiknum tókst Manchester United að halda forystunni og landa mikilvægum sigri.

Manchester United fór með sigrinum upp í 7. sæti með 8 stig en West Ham er með stigi minna í 11. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×